Auglýsingar eru líka upplýsingar

Umræðan um hvort RUV megi vera með auglýsingar er ekki spurning um hvort Skjár 1 eða Stöð 2 og aðrir sambærilegir miðlar hefur snúist um tekjumöguleika þessara miðla, en ekki hina hliðina á þessu máli - upplýsingarnar.

Það virðist útbreiddur misskilningur að auglýsingar séu eingöngu tekjur fyrir miðlana sem þeim dreifa. Þær eru líka mikilvægur vettvangur miðlunar ákveðinnar tegunda upplýsinga til neytenda. Áhorfs- og hlustendakannanir greina vel hverjir horfa eða hlusta á ákveðnar stöðvar og hverjir ekki. Ljóst er t.d. að það eru ekki sömu einstaklingarnir sem horfa á Ríkissjónvarpið og horfa t.d. mest á Skjá 1. Eins er ljóst það hafa ekki allir aðgang að Skjá 1 eða Stöð 2. Auglýsendur eru því að höfða til mismunandi hópa.

Stöð 2 og Skjár 1 hafa einfaldlega minna áhorf og aðra áhorfendur að hluta til en RUV. Því myndi auglýsingamarkaðurinn í heild minnka og möguleikar margra til að nálgast upplýsingar minnka samhliða.

Ennfremur myndu möguleikar nokkurra íþróttagreina til að komast í sjónvarpið takmarkast mjög ef takmarka á kostun einstakra þátta í RUV. Hætt yrði því við að hinn "íþróttalegi" fjölbreytileiki myndi minnka verulega við bann við kostun á efni í RUV.


mbl.is Frestun frumvarps um RÚV misráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 34264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband