Vantraust á mótmælendur

Eitt er að mótmæla, halda ræður á fundum og skrifa í blöð o.s.frv. Eins og ástandið í efnahagsmálum er orðið er full ástæða til að andmæla.

Hins vegar eru þessi læti í miðbænum orðin allt annað en mótmæli. Þau eru farin að snúast upp í andhverfu sína og nærast á sjálfum sér - mótmæli mótmælanna vegna.

Mótmælin hafa snúist upp í ólæti eru farin að kosta þjóðfélagið mikil útgjöld sem almenningur þarf að borga fyrir.

Ég vil ekki borga fyrir mótmæli annarra og lýsi vantrausti á mótmælendur og krefst þess að þeir af sér!! 


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG þinghæfir?

Uppákomur í þinginu vegna harla óvenjulegrar framkomu formanns Vinstri grænna og formanns þingflokksins í vetur hljóta að kalla á þá spurningu hvort þessir menn séu almennt hæfir til setu á þinginu og hvort þeir virði almennt reglur þing- og lýðræðis.

Vegna óláta í Ögmundi í dag, 20. jan., var þingfundi frestað. Fyrir jól voru uppákomur Steingríms með þeim hætti að varla hefur annað eins sést í þingsal, þegar hann beinlínis barði í forsætisráðherra.

Það er dapurleg staðreynd þegar reyndir menn, eins og þeir Steingrímur og Ögmundur, virða ekki almennar reglur í lýðræðisríki. Nýr forseti Bandaríkjanna sagði "There is a difference between a disagreement and to be disagreeable!" Nokkuð sem þeir kumpánar ættu að taka til fyrirmyndar.

Er Steingrímu síðan búinn að gleyma því að hann var ráðherra í einni alóvinsælustu ríkisstjórn sem setið hafði fram að þeim tíma vorið 1991? Hvarflaði að honum að láta sig hverfa úr ráðherrastól þótt skoðanakannanir sýndu að ríkisstjórnin nyti ekki meirihluta stuðnings í kosningum?

Eða eiga ráðherrar og ríkisstjórnir bara að segja af sér þegar honum þóknast? 


Skylda stjórnvalda að skoða málið!

Miðað við ástand efnahagsmála hlýtur það að vera skylda stjórnvalda að skoða alla þá möguleika sem skila sér mestum ávinningi til almennings, jafnvel þótt það þýði skoðun á aðild ESB með aðildarumsókn.

Það er EKKI hægt að gefa sér forsendur í þessum viðræðum fyrirfram. Svo einfalt er það.

Hver svo sem hefðin er, sagan eða annað, hlýtur það vera hlutverk Sjálfstæðisflokksins að líta á stóru myndina, heildarhagsmunina, en ekki einstakra hagsmunahópa, þótt öflugir séu.

Við vitum öll að skoðananakannanir eru ekki raunhæfur mælikvarði á staðreyndir umfram það að mæla "pólitískt" hitastig þá og þegar þær eru gerðar. Sannleiksgildi þeirra gagnvart kostum og göllumm aðildar Bretlands eða Íslands á ekki hafa þar úrslitaáhrif. Né heldur eiga Sjálfstæðismenn að láta yfirlýsingar annarra sjtórnmála hræða sig til ákvarðana.


mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli án markmiða?

Mikil reiði er meðal almennings í landinu vegna efnahagsástandsins og er það mjög skiljanlegt, þar sem margir hafa tapað miklu fé og/eða atvinnu eða í besta falli verða fyrir lífskjaraskerðingu eingögnu í besta falli.

Hins vegar hafa mótmælin hingað til verið hálf marklaus. Þau hafa beinst að einstökum ráðherrum, ríkisstjórninni í heild sinni eða jafnvel Alþingi öllu. Eins hafa einstakir emættismenn fengið heyra það svo og náttúrulega útrásarvíkingarnir.

Það er ljóst að efnahagskreppan er engum einum að kenna, hvorki einstaklingi, hópi eða jafnvel ekki einu sinni Íslendingum og þar að leiðandi hefur gengið illa að "fókusera" mótmælin.

Til að mótmæli séu árangursrík, þurfa þau að vera markviss og beinast að tilteknu "skotmarki" og hafa markmið. Þangað til, verða mótmælin tilviljunarkenndur reiðiútrásarleikur sem bitnar á einhverjum fyrir rest, sennilega fylgi stjórnarflokkanna, en hver verður árangurinn? 


Rétt að kjósa tvisvar um ESB?

Spurning er hvort það myndi ekki veikja stöðu Íslands í viðræðum við ESB, ef það yrði samþykkt fyrirfram að fara út í viðræður um aðild, sérstaklega ef þær niðurstöður yrðu afgerandi. Reyndar má færa fyrir því rök að samningsstaðan væri sterkari, ef afstaða almennings er óljós og því yrði samningurinn að vera hagstæður okkur ef hann á að falla að í góðan jarðveg.

Einnig, er það spurning hvort það sé rétt ákvörðun um að kjósa um hvort sækja eigi um þegar ekki allt liggur uppi á borðinu. Segja á má að það verði kosningar um einfalda stjórnvaldsákvörðun, þ.e. viðræðurnar. Raunhæfar upplýsingar hvað fæst fram við aðildarumsókn fæst ekki nema að farið verði í viðræður við ESB um aðild.

Það eru fáir sem ekki vilja að kosið verði um samning um aðild sem lægi fyrir eftir aðild, þegar og ef farið verður út í viðræður við ESB. Þjóðin mun því segja sitt álit á hvort við göngum í ESB eða ekki.


Stjórnarslit legið í loftinu?

Það er ýmislegt sem bendir til að það hafi aldrei staðið til að hálfu Samfylkingarinnar að vera með í þessu stjórnarsamstarfi af heilindum. Tilgangur með stofnun flokksins var til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Margir þar virðast einfaldlega líta á það sem höfuðmarkmið að keppa við hann um forystuhlutverk í hinu pólitíska samfélagi.

Augljóslega eru þarna margir innanbúðar sem virðast hafa aldrei þolað Sjálfstæðisflokkinn af einhverjum ástæðum, a.m.k. ef marka má ályktanir einstakra flokksfélaga og skrif í fjölmiðlum, þ.m.t. blogginu. 

Ef marka má viðbrögð innan úr þing- og ráðherraliði SAmfylkingarinnar er ljóst að þar eru menn sem annað hvort hafa aldrei ætlað sér samstarf af fullum heilindum eða hreinlega hafa ekki áttað sig á því hvað er að vera í stjórn. Hluti af þessum vanda Samfylkingarinnar er velgengni Vinstri græna í skoðanakönnunum og virðast jafnvel einstakir ráðherrar stjórnast svolítið af viðbrögðum af vinsra kantinum.  

Reyndar hefur það verið gæfa þjóðarinnar hversu sundurþykkir vinstrimenn hafa verið í gegnum tíðina og óþolinmóðir. Nú er stjórnleysi innan Samfylkingarinnar kennt við lýðræði og frjálsa umræðu!


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Samfylkingin nægilegan þroska til samstarfs í ríkisstjórn?

Nú hefur formaður Samfylkingarinnar stigið fram og lýst því að kjósa eigi til Alþingis í vor. Ekki eru nema nokkrir dagar frá því að hún setti ofaní við tvo ráðherra sína sem komu með sambærilegar hugmyndir. Þessar hugmyndir koma fram í kjölfar að því að virðist óróa innan Samfylkingarinnar.

Þessi órói segja innan flokksmenn sem „lýðræði“ en heitir á mannamáli órói. Þessi sami órói hefur einkennt vinstri menn á Íslandi í um 80 ár, eða frá þeim tíma að Kommúnistar klufu sig út úr Alþýðflokknum. Reyndar má segja að það hafi verið gæfa íslensks samfélags hversu sundurþykkir vinstri menn hafa verið á Íslandi.

Samfylkingarforystan virðist vera að fara á límingunum vegna skoðanakannana velgengni Vinstri grænna. Forystan er orðin sundurleit og sjálfri sér ósamkvæm. Ekki þarf lengi að lesa bloggsíður Össurar staðgengils utanríkisráðherra til að sjá að þarna er ekki samhent forysta á ferðinni.

Því miður hefur þetta sundurlindi áhrif á landsstjórnina og kjör almennings. Þetta innanhússvandamál er því ekkert vandamál Samfylkingarinnar og varpar þeirri spurningu fram hvort flokkurinn sé tækur í stjórn!


mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland verður fátækara

Eitt af megin einkennum íslensks samfélags er að hverfa, það er öryggið og friður. Hingað til hefur eitt af megin einkennum íslensks samfélags verið óvopnuð lögregla og að hér höfum við getað ferðast um tiltölulega áhyggjulaus gagnvart ofbeldi og ólátum. Öryggiseftirlit hefur varla  þekkst nema á Keflavíkurflugvelli.

Ofbeldi af þessu tagi er kallar á hert eftirlit og öryggi og við Íslendingar færust óðar nær hinu neikvæða í stórborgarsamfélaginu, þ.e. ofbeldi og óöryggi. Skilgetið afkvæmi þess er vantraust gagnvart náunangum og mun neikvæðara samfélag.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegið að lýðræðinu

Grundvallarréttur hvers og eins í lýðræðisþjóðfélagi er að geta sagt sína skoðun og komið henni á framfæri.

Að takmarka rétt sumra er ekkert annað en ofbeldi. Aðgerðir sem stöðvuðu útsendingar á Kryddsídlinni eru ekkert annað ef skemmdarverk á eigum Stöðvar 2 og sem enn verra er tilræði gegn lýðræði og ber að fordæma. 

Eins er hætt við að þessir fáu öfgamenn komi óorði á alla þá sem hafa staðið fyrir friðsömum mótmælaaðgerðum.

Eitt er að vera ósammála en annað er að vera óboðlegur.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur mótmæli einnig ...

... þeim þrjú þúsund eldflaugum sem Hamas hefur skotið á óbreytta borgara í Ísrael á árinu 2008, þrátt fyrir svokallað vopnahlé!

Einnig má hann vekja athygli á að "mannúðarsamtökin" Hamas hafa meinað sjúkum íbúum Gasa að ferðast til Egyptalands til að leita lækninga og sprengt bifreiðar með eldsneyti á Gasasvæðið! Eins er almenningur á Gasa orðinn þreyttur á ofstjórn Hamas á Gasa svæðinu, að því að David Milliband utanríkisráðherra benti á í viðtali við BBC 29. des. sl. 

Stríðsátök hafa aldrei verið mannvæn og bitna oft á þeim sem síst skyldi - óbreyttum borgurum. Hins vegar er meirihluti þeirra sem fallið hafa verið Hamasliðar, skv. heimildum heilbrigðisstarfsfólks af Gasasvæðinu.


mbl.is Formaður VG óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband