Hefur Samfylkingin nægilegan þroska til samstarfs í ríkisstjórn?

Nú hefur formaður Samfylkingarinnar stigið fram og lýst því að kjósa eigi til Alþingis í vor. Ekki eru nema nokkrir dagar frá því að hún setti ofaní við tvo ráðherra sína sem komu með sambærilegar hugmyndir. Þessar hugmyndir koma fram í kjölfar að því að virðist óróa innan Samfylkingarinnar.

Þessi órói segja innan flokksmenn sem „lýðræði“ en heitir á mannamáli órói. Þessi sami órói hefur einkennt vinstri menn á Íslandi í um 80 ár, eða frá þeim tíma að Kommúnistar klufu sig út úr Alþýðflokknum. Reyndar má segja að það hafi verið gæfa íslensks samfélags hversu sundurþykkir vinstri menn hafa verið á Íslandi.

Samfylkingarforystan virðist vera að fara á límingunum vegna skoðanakannana velgengni Vinstri grænna. Forystan er orðin sundurleit og sjálfri sér ósamkvæm. Ekki þarf lengi að lesa bloggsíður Össurar staðgengils utanríkisráðherra til að sjá að þarna er ekki samhent forysta á ferðinni.

Því miður hefur þetta sundurlindi áhrif á landsstjórnina og kjör almennings. Þetta innanhússvandamál er því ekkert vandamál Samfylkingarinnar og varpar þeirri spurningu fram hvort flokkurinn sé tækur í stjórn!


mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er líka spurning hvort ráðherrar Samfylkingarinnar hafi nægilegan þroska til að taka sér frí frá pólitík og bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Það á reyndar við fólk í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum líka.

Haraldur Hansson, 2.1.2009 kl. 19:21

2 identicon

Sko, hérna, öööö...

...heyrðu, sleppum þessu bara, ég þarf að fara að gubba.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband