Stjórnarslit legið í loftinu?

Það er ýmislegt sem bendir til að það hafi aldrei staðið til að hálfu Samfylkingarinnar að vera með í þessu stjórnarsamstarfi af heilindum. Tilgangur með stofnun flokksins var til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Margir þar virðast einfaldlega líta á það sem höfuðmarkmið að keppa við hann um forystuhlutverk í hinu pólitíska samfélagi.

Augljóslega eru þarna margir innanbúðar sem virðast hafa aldrei þolað Sjálfstæðisflokkinn af einhverjum ástæðum, a.m.k. ef marka má ályktanir einstakra flokksfélaga og skrif í fjölmiðlum, þ.m.t. blogginu. 

Ef marka má viðbrögð innan úr þing- og ráðherraliði SAmfylkingarinnar er ljóst að þar eru menn sem annað hvort hafa aldrei ætlað sér samstarf af fullum heilindum eða hreinlega hafa ekki áttað sig á því hvað er að vera í stjórn. Hluti af þessum vanda Samfylkingarinnar er velgengni Vinstri græna í skoðanakönnunum og virðast jafnvel einstakir ráðherrar stjórnast svolítið af viðbrögðum af vinsra kantinum.  

Reyndar hefur það verið gæfa þjóðarinnar hversu sundurþykkir vinstrimenn hafa verið í gegnum tíðina og óþolinmóðir. Nú er stjórnleysi innan Samfylkingarinnar kennt við lýðræði og frjálsa umræðu!


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það eru Sjálfstæðisráðherrar sem starfa af óheilindum. Þeir hefðu átt að segja af sér strax! Nú er það orðið of seint. Þá vilja Sjálfstæðismenn ekki fara í kosningar. Jú heyrðu í kosningar um hvort við eigum að gera frekari samninga við ESB eða ekki. Þeir eru náttúrulega ekki með öllum mjalla. Hverjir geta starfað með svona ringluðum pólítíkusum? Vinstri Grænir kannski, hver veit.

Samfylkingin er bara stjórnmálaflokkur en ekki einhverjir englar sendir frá himnaríki að stjórna landinu einsog Sjálfstæðismenn virðast halda um sjálfan sig. Guð minn góður þetta eru bara manneskjur með skoðanir og þær geta breyst og þá er bara að taka því einsog maður og vinna með það af heilindum. T.d. að segja af sér að fyrrabragði.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 34258

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband