Þvinguð eftirspurn

Í svona málum ræður venjulega lögmálið um framboð og eftirspurn. Hér er spurnin eftir mat þvinguð. Er þetta ekki líka spurning um gæði framboðsis og verðlagningar. Er það nægilega gott?

Satt best að segja er það ánægjuefni að stjórnendur matvælaeftirspurnar þarna fyrir norðan, stjórna ekki meiru en mötuneytinu. Ímyndum okkur hvernig skattaálögur í landinu væru ef þessi hugsunarháttur réði ríkjum víðar í samfélaginu. Kannski værum við öll að hlusta á RÁS 1, borðandi lambakjöt og ýsu - þótt allt þetta sé mjög gott. En við höfum víðari sýn, er það ekki?


mbl.is Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægara um að tala en ...

Umræða um hlýnun á heimskautasvæðunum er mjög áhugaverð. Norðaustur eða norðvestur siglingaleiðin hlýtur að vera mjög áhugasamur kostur. Eins er nýting mögulegra auðlinda á heimskautasvæðunum áhugaverðir kostir.

Ljóst er hins vegar að ísinn er ekki farinn og það munu vera margar tæknilegar hrindranir fyrir því að nýta auðlindir á hafsbotni Norðurheimskautsvæðins, jafnvel þótt vinnslutækni fari ört fram. Síðan er óvissa með eignarhaldið. Rússar hafa fært fram þau rök að pólsvæðið sé eðlileg framlenging af þeirra landgrunnsvæði. Þessi regla hefur reyndar ekki verið almennt samþykkt í alþjóðlegum hafréttarákvæðum, út fyrir 200 mílurnar a.m.k. Síðan eru önnur ríki, s.s. Kanada og Bandaríkin sem munu líka gera tilkall til þessaara svæða, svo ekki sé minnst á Noreg og Danmörku þ.e. Grænland. Umráðaréttur á þessum svæðum skýrist ekki í á næstu árum.

Varðandi siglingar, þá er það hins vegar annað mál, en siglingaleiðir þurfa helst að vera opnar árið um kring til að þær verði arðvænlegar og einhver fjárfesting að gagni fari í að byggja þær upp, skip, hafnir, viðskiptatengsl o.s.frv.

Það sem möguleikar eru fyrir okkur má ætla að sé á sviði landbúnaðar og ræktunar hér á landi. Ef skilyrði til landbúnaðar hér á landi batna c.a. 20% með hverri gráðu sem meðalhiti hækkar, þarf ekki að skoða velta því lengi fyrir sér nýjum sóknarfærum hér. En það fylgir böggull því skammrifi eins og öðrum. Hlýnun getur líka leitt af sér breytingar í úrkomu, sbr. nýafstaðið sumar. Nýjar tegundir gróðurs berast til okkar og afleiðingar af breyttu gróðufari hafa ekki verið metnar. Við erum að sjá örla fyrir breytingum í lífríki hafsins sem við vitum í raun ekkert hvað merkja.

Þegar sífrerinn þiðnar í Síberíu hrinur infrastrukturinn á þeim svæðum, bæði vegir og hús. Ennfremur eru að losna í andrúmsloftið gastegundir sem hafa legið í frysti í árþúsund. Mörg vötn þar eru eins og suðupottur, þegar gasið gufar upp. Þannig að hlýnunin er ekki tóm sæla á þeim bæ.

En eins og Trausti er að vekja athygli á, felast ný tækifæri í breyttu ástandi. Okkur ber að nýta þau eftir því sem við getum. Ekki er hægt að berja hausnum í steininn og láta sem ekkert sé. Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi látið skoða þessi mál, þ.e. áhrif hlýnunar. En það ættu þau að gera. Við höfum mikla þekkingu Íslendingar, á sviði veðurfars, gróðurs, hafinu umhverfis landið og víðar - svo dæmi séu nefnd.


mbl.is Átökin um norðurhjarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Það er tvennt sem vekur athygli við þessa frétt:

1. Ferrari nær titli ökuliða, þrátt fyrir að vera augljóslega ekki nema næst besta liðið.
2. Ítalir (Ferrari) orðnir fyrirmynda löghlýðnir. Það ætti í sjálfu sér að vera frétt.

En það sem eftir stendur, að þetta er ekki bara íþrótt ökumanna, heldur líka, bílasmiða, hönnuða, véla- og dekkjaframleiðenda o.s.frv.

En þrátt fyrir allt saman er þetta vel hannað og skemmtilegt áhorfendaefni, ef spennan er ekki skemmd með neikvæðri umræðu.


mbl.is Ferrari heimsmeistarar bílsmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru málin - Liður í valdabaráttu?

Sá grunur hlýtur að læðast að mönnum, að þessi "kærumál" eru liður í flókinni valdabaráttu bæði innan F1 og McLaren liðsins.

LJóst er að yfirburðir McLaren eru hreinlega of mikilir til að þeir geti verið eingöngu njósatengdir, enda hvað hefðu þeir svo sem átt að græða á öðrum bílum? Sá dráttur á afgreiðslu þessa máls bendir til að það sé runnið undan rifjum þeirra sem vilja ekki aðeins veg McLaren sem minnstan, heldur séu þeir tilbúnir að fórna orðstír formúlunnar.

Kærleikar milli Alonso og Hamiltons eru ekki miklir og ummæli þess síðarnefnda má túlka í þá átt að hann vilji fjarlægja sig frá Alonso og spyrða sig við Ron Dennis á sama tíma. A.m.k. var kuldaleg framkoma hans á verðlaunapalli um helgina ekki í samræmi við einn mesta sigur liðs hans á Ferrari og það á Monza.

Fari fram sem ýmislegt bendir til, verður umfjöllun og helstu niðurstöður að finna í dómssölum og fræðiritum lögfræðinga!


mbl.is Hamilton: njósnamálið gæti slökkt vonir um titil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NFL tímabilið byrjað

Keppnistímabilið í Ameríska fótboltanum (NFL) eða ruðningi eins og þetta er stundum kallað er hafið, eftir langþráða bið. Þessi íþrótt er það sem skapar sérstöðu meðal Norður-Amerískra íþrótta, ásamt hornaboltanum að sjálfsögðu.

Þessi íþrótt er klæðskerasaumuð fyrir sjónvarp og áhorfendur. Hún er í senn óöguð og þrælskipulögð. Hún er bland af hæfileikum, einstaklingsframtaki og þaulhugsaðri fyrirframgerðri áætlun.

Miklir peningar eru í húfi og öll markaðssetning þaulhugsuð og úrslitavinnsla og kynning mjög góð. Ég hvet áhugasama og forvitna að kíkja á "nfl.com" og skoða hvernig á kynna íþróttir - út frá markaðslegum sjónarmiðum.


FIFA-listinn blöff?

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið í "frjálsu falli" niður FIFA listan í knattspyrnu að sögn sumra fjölmiðla.

Sumt er varðar þennan lista þarfnast nánari skýringa, alla vega fyrir okkur sem ekki erum innvígð í fagið og vitum lítið á hverju hann er byggður. Frammistaða liðsins hefur reyndar verið brokkgeng, en samt koma sprettir sem sýna að þetta lið getur anzi mikið, ef því er að skipta.

Lið hafa verið að færast upp og niður listan án þess að hafa leikið. Það mun væntanlega vera vegna þess að önnur lið hafa verið að leika og færst til. Spurningin er hvað liggur að baki þessari stöðuskráningu liða. Skákmeistarar fá Elo-stig eftir frammistöðu og halda þeim þótt aðrir bæti sig. Eins ætti að vera með þennan FIFA lista, nema að þetta sé e.k. markaðstól eða "söluvara.'' Í öllu falli ættu lið að geta haldið sinni stöðu, þótt önnur lið færi sig.


Podcasts og STEF

Bloggið hefur hleypt nýju lífi í gamalt samskiptaform og gefur því sem næst öllum tækifæri til að tjá sig og þenja um málefni að eigin vali og reynir höfundur m.a. að nýta sér þennan vettvang. Podcasts eða hlaðvarpi skapar rafrænum miðlum sín tækifæri og er þetta nefnt e.k. endurfæðing útvarpsins eða jafnvel sjónvarpsins líka. Miklu og fjölbreyttu efni er dreift með þessum hætti.

Höfundaréttur gerir það að verkum að ekki fæst allt efni án endurgjalds og er það bara eðlilegasta mál. iTunes er bæði forrit til að spila efni og verslunarleið að efni á netinu. Hvort sem um er að ræða tónlist, fréttatengt efni eða afþreyingu.

STEF, sem eru samtök rétthafa og höfunda efnis, hafa sett upp óeðlilega hátt gjald til þess að Íslendingar geti keypt efni með þessum hætti. Nú er spurning um hvort STEF sé ekki að valda umbjóðendum sínum meira tjóni en gagn með þessari afstöðu sinni. Neytendur á Íslandi hafa takmarkaðri möguleika á hlaða efni, jafnvel erlendis frá, vegna þess að ekki hafa tekist samningar um gjald fyrir niðurhal á efni. En þetta er hægt í fjölmörgur öðrum löndum t.d. Bretlandi og Bandaríkjunum. Eru íslenskir höfundar eitthvað öðru vísi en aðrir og ber því önnur kjör en þeir? Alla vega eru þarfir neytenda ekkert öðru vísi. Þeir vilja fá sitt efni eins og aðrir. Hvar eru talsmenn neytenda nú?


F1 keppni í kærum?

Er þetta akstursíþrótt eða keppni í njósnum og kærum?

Ef McLaren verður dæmt í 2ja tímabila bann, hrynur F1 í huga almennings. Nógu mikil áhrif hafa dekkin, hönnun, bensínáfyllingar o.fl. á keppnina umfram getu bílstjórnanna, sem eru jú íþróttamennirnir sem gera þetta að íþrótt, umfram t.d. vísindakeppni.


mbl.is FIA með ný gögn í njósnamálinu og hættir við áfrýjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Guð húmor?

Auglýsing Símans um Síðustu kvöldmáltíðina er í sjálfu sér hvorki merkileg ný neitt sérstaklega fyndin. Hins vegar er hún ekkert móðandi, nema e.t.v fyrir mjög strangtrúaða.

Jón Gnarr sjálfur hittir naglan á höfuðið, því hann tengir trúboðið við nútíman, sem alltof oft vantar hjá okkur sem eldri erum. Okkur skortir skilning á því sem yngri kynslóðin eru að gera, kunna og þekkja. Við þurfum nefnilega að koma til þeirra yngri, á þeirra forsendum og sannfæra þau um að hvert þau eigi að stefna, en ekki búast við það þau sái ljósið sjálf.

Á áttunda áratug síðustu aldar var þáverandi biskup spurður álits á uppfærslu á Jesus Christ Superstar hér á landi og var hann almennt jákvæður, þótt hann tæki ekki undir allt sem þar var sett á svið. Sama mætti núverandi biskup gera, fagna því að sögsvið Biblíunnar sé notað sem vettvangur til að koma skilaboðum áleiðis. Þó ber að forðast ofnoktun, eins og biskup vara við.

Horfum á björtu hliðarnar. Ef Guð skapaði manninn í sinni mynd, hefur hann smáhúmor líka.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikanum er hver sárreiðastur

Árni Þór Sigurðursson borgarfulltrúi og þingamður VG m. fleiru fjargviðrast mikið á blogginu sínu út í Staksteina þar sem menn voga sér að velta fyrir sér framtíð formanns flokksins. Læðist að mér sú hugsun það megi hreinlega ekki tala um Steingrím eða innbúðarmál VG. Ef svo er illa komið fyrir flokknum.

En staðreyndin er einfaldlega sú að VG er orðinn flokkur þar sem fleiri eru sýnilegir en Steingrímur J. Þessi flokkur hefði aldrei orðið fugl né fiskur án hans og margir "gamlir og góðir kommar" hefðu annað hvort verið heimilislausir eða haldið í jaðri Samfylkingarinnar. En þökk sé Steingrími að svo fór ekki fyrir róttæklingum samfélagsins. Hann barðist af hörku og mikilli mælsku og VG er orðið það sem það er. En tímarnir breytast en Steingrímur J ekki. Hann er orðinn e.k. tákngervingur púkans á fjósbitanum, á móti helst öllu.

Það er mál margra að Steingrímur sé e.t.v orðinn fórnarlamb eigin velgengni eða stíls. Ef VG ætla að stíga næsta skref, sem er að komast í stjórn og verða trúverðulegur flokkur, þá er það spurning hvort Steingrímur sé rétti maðurinn. Vonandi leyfist okkur hinum að ræða það.

Aðferðarfræði Árna Þórs er reyndar vel þekkt úr stjórnmálunum, að koma sínum manni til bjargar í hæfilegu magni, svona til að gera sig gildandi, á sama tíma og hann tínir til allt það sem aðrir segja slæmt um skjólstæðing sinn og þ.a.l. koma þeim skilaboðum enn betur til skila, án þess þó að gera þau orð að sínum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband