Hvaða neysla mun aukast?

Miklar áhyggjur voru hjá mörgum yfir því þegar bjórsala vari leyfð að áfengisneysla myndi aukast. Eins þegar áfengisgjöld lækkuðu. Það er alveg rétt, en bara að ákv. marki.

Það er rétt að LÖGLEG og skráð neysla mun aukast. Hins vegar er jafnljóst að áhugi á heimabruggi og smygli mun minnka, þ.e. salan verður raunhæfari mælistika á heildarnotkun eða neyslu. Það ætti að vera fagnarefni landlæknis o.fl. Öruggari vara, en brugg hefur reynst varasamt - eins og dæmin sanna. Meiri tekjur í ríkissjóð og minna um ólöglega starfsemi.

Það er því stundum þannig að hin "góðviljaða umhyggja" margra forsjárhyggjumanna og kvenna hefur gagnstæð áhrif miðað við það sem henni er upphaflega ætlað.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mao á nærbuxum

Nú þegar 17. þing kínverska Kommúnistaflokksins stendur og framtíð landsins er skeggrædd af miklum móð, fer fram mikil "markaðsvæðing" og tískusýning á myndum af gömlum leiðtogum og táknum. Jafnvel myndir frá byltingartímanum eru seldar á góðu verðri. Nýlega fengust $100.000 fyrir málverk af Maó á uppboði hjá Sothesby's. Kommúnisminn er s.s. orðinn tískuvara.

Kínverskt markaðsöfl hafa lagað sig að aðstæðum. Í stað þess að selja "vestrænar" hátískuvörur eru myndir af gömlum og nýlegum leiðtogum Kommúnistaflokksins settar á boli, hatta og jafnvel nærbuxur og þetta kynnt sem þjóðlegt og í anda ríkjandi stjórnvalda!

Þessi skringilga útkoma er dæmigerð fyrir þá breytingar sem Kína er að ganga í gegnum, er að jú, formlega er ekkert frelsi, en það er og hefur verið í lagi að selja, kynna og reka áróður fyrir kommúnismanum - eða þannig!

Eigi að síður er nokkuð víst að þeim Marx og Engels hefði brugðið við það að sjá myndir af sér á nærfatnaði til sölu í ábataskyni!


Fáanleg á netinu á Íslandi

Íslenskir tölvunotendur og greiðslukortaeigendur geta a.m.k. ekki keypt tónlist eða annað í gegnum iTunes!

Slæmt mál.


mbl.is Plata Radiohead rokselst á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki á Íslandi!

Því miður er iTunes verslunin ekki aðgengileg hér á Íslandi og þ.al.l. hvorki lög Harrisson eða annarra.

Því er tómt mál að tala um þetta hér í þessu samhengi og e.t.v. er það fréttaefni út af fyrir sig!


mbl.is Hægt að nálgast sólóplötur George Harrisons á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iPhone á Íslandi?

Fróðlegt verður að vita hvað gerist með iPhone á Íslandi, þ .e. hvort hann verður "læstur" eða "opinn."

Eitthvað hljóta menn vera farnir að skoða þessi mál hjá umboðinu!


mbl.is Óánægður eigandi iPhone höfðar mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt mál en ...

Vissulega eru margar aðgerðir bandarískra yfirvalda ekki til fyrirmyndar. Sumt af því sem gert hefur verið er e.t.v. fylgifiskur stríðsreksturs - nokkuð sem almennt er ekki æskilegt ástand, en getur verið illskásti möguleikinn samt.

Það sem í öllu falli er að gerast er að það fer fram umræða um þessi mál. Bandarískt samfélag er mjög gagnrýnt á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld eru bæði gagnrýnd frá hægri og vinstri, þ.e. þeim sem vilja sem minnsta afskiptasemi stjórnvalda og afskipti af erlendum vettvangi. Eins kemur gagnrýni frá þeim sem telja af húmanísktískum ástæðum stjórnvöld eiga að hafa aðrar áherslur, en þau gera. Það væri í raun mjög fróðlegt fyrir þá sem gagnrýna stefnu bandaríkjana, að kynna sér umræðuna sem þar fer fram. A.m.k. kom umræðan Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins á óvart þegar hann var þar á ferð á árum Vietnamstríðsins. Taldi hann að umræðan þar væri mjög beinskeittari og gagnrýnni en t.d. hér á Íslandi og reyndar á öðrum forsendum líka.

Niðurstaðan er þessi að vissulega séu brestir í framkvæmd stefnu Bandaríkjana í ýmsum málaflokkum - eins og er hjá öllum stjórnvöldum. Bandaríkin eru öflugasta ríki heims og mjög áberandi í umræðu manna í milli. En umræðan innan samfélagsins þar fer fram, stjórnvöld eru hikstalaust gagnrýnd og aðgerðum eða aðgerðarleysi mótmælt. Kerfið er e.t.v. ekki fullkomið, en þar fer fram mikil samfélagsleg gerjun og mikil þróun á sér stað innan samfélagsins. Í öllu falli vildi ég ekki að Bandaríkin væru eitthvað annað en lýðræðisríki og hefði ákveðnar siðferðislegar skyldur sem slíkt. Við sjáum hvað verður um mótmælendur í Burma í haust, eða hvað gerðist á Torgi hins himneska friðar hér um árið o.s.frv.


mbl.is Nancy Pelosi segir Bandaríkin virðast vera sek um pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt mál - en hægt að draga lærdóm af þessu

Viðurkenning Marion Jones á því að hafa tekið ólögleg lyf er ekki aðeins slæmt mál fyrir hana persónlulega, heldur íþróttahreyfinguna almennt. Hennar mál sýnir í hnotskurn stöðuna sem íþróttamenn standa frammi fyrir, þótt hennar mál verði betur þekkt en flest önnur vegna frægðar hennar og árangurs.

1. Það er erfitt að komast upp með að hafa rangt við. Réttlætið nær sínu fram.
2. Freistingarnar eru fyrir hendi að hafa rangt við, sbr. þau laun sem hún fékk fyrir að keppa.
3. Nauðsyn á fræðslu og viðhorfsbreytingu. Það er ekki nægilegt að starfrækja lyfjaeftirlit og "hræða" íþróttamenn til hlýðni með yfirvofandi banni eða sektum vegna brota á lyfjalöggjöf íþróttahreyfingarinnar. Það þarf að fræða íþróttamenn og almenning um alvarleika þessa máls.

Samtök kvikmyndarétthafa eru um þessar mundir að vinna að því að sannfæra almenning um að ólöglegt niðurhal á myndum og tónlist sé sambærilegur glæpur og þjófnaður. Þetta er markviss fræðsluherferð til að breyta viðhorfi notenda. Sama þarf íþróttahreyfingin að gera. Það þarf að sannfæra alla íþróttamenn um að þetta sé ekki aðeins ólöglegt heldur líka siðferðislega rangt. Ennfremur er þetta frekar heilsuspillandi aðferð til að ná árangri, því ýmsar hliðarverkanir geta verið alvarlegar, jafnvel banvænar.

Nauðsynlegt er að skapa andrúmsloft sem er neikvætt gagnvart ólöglegri notkun lyfja og að íþróttamenn vilji berjast gegn þessu. Jafnvel ætti það að vera hluti af "keppnisleyfi" íþróttamanna að þeir undirgangist próf sjálfviljugir eða þeir lýsi því yfir að þeir séu á móti ólöglegri lyfjanotkun og fái jafnvel "vottun" um það að þeir séu "hreinir" eins og það er kallað. Þá eru íþróttamenn sem ná langt í íþróttum, ekki grunaðir um að hafa haft rangt við.

Íþróttahreyfingin hefur ekki efni á að lenda í mörgum áföllum af þessu tagi. Skynsamlegast væri að taka frumkvæðið í því að eyða óvissu með markvissri fræðslu og "vottun". Það kostar jú sitt, en allt forvarnarstarf gerir það, en það skilar árangri.


mbl.is Marion Jones viðurkennir lyfjanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru frelsisunnendur landsins?

Eftir umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin ár er ljóst að lögin um þjóðlendur eru eitt mesta klúður löggjafans á síðari tímum.

Í fyrsta lagi eru þessi lög óþörf og lítið annað en atvinnubótavinna fyrir lögfræðinga. Síðan eru þessi lög óréttlát gagnvart landeigendum og sveitarfélögum og loks sáu hugmyndafræðingar þess ekki fyrir afleiðingar þess.

Til hvers voru þessi lög sett? Jú, til að ríkisvaldið gæti gert tilkall til alls þess lands sem ekki væri skilgreint eignarland einhverra og yfir ákveðinni hæðarlínu.

En til hvers? Ríkisvaldið hefur hingað til getað með eignarnámi eða sérlögum tekið það land undir starfsemi sem það hefur þurft. Síðan er skipulagsvald hjá sveitarfélögunum óháð eignarhaldi og sama má segja um löggæsluna. Þetta breytist ekkert. Ekki ætlar ríkisvaldið að greiða sjálfu sér eignarskatta af þessu landi sem það sölsar undir sig með þessum hætti!

Í raun er þessi löggjöf ekkert annað en eignarupptaka og sennilegasta sú viðamesta síðan Danakonungur sölsaði undir sig allar kirkjujarðir landsins í kjölfar siðaskiptanan fyrir um 450 árum síðan! Hvar eru allir and-ríkisafskiptasinnarnir? Hvar eru frelsinsunnendur landsins?


mbl.is Fljótshlíðarafréttur er þjóðlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytum fánalögunum

Hvað er athugavert við það þótt íslenski fáninn blakti við hún eftir sólsetur?

Sólsetur er öryggisviðmið í flugi, en hefur fátt með fánan að gera. Það tók mörg ár að fá samþykkt þingslályktun um að fáninn blakti í þingsal Alþingis.

Fánar annarra þjóða er notaður í mun víðtækari tilgangi og þar sem við erum í samkeppni við útlönd, sem nýta fánan í markvissum og gæðatengdum markaðslegum tilgangi, er ekkert óeðlilegt að við nýttum okkar fána á sambærilegan hátt.


mbl.is Fáninn gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iTunes verslun á Íslandi?

Hvenær fá Íslendingar að versla á iTunes með heiðarlegum hætti?

Er það STEF sem vill verja hagsmuni íslenskra rétthafa - umfram það sem gerist í nágrannalöndum okkar?

Er það sinnuleysi Apple á Íslandi? Eða hvað veldur?

Hægt er með krókaleiðum að komast í reikning hjá iTunes í Bandaríkjunum, en ekki beint. Með samningum við greiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum er hægt að komast "á ská" í reikning hjá iTunes. Því er það aðeins spurning hvenær og hvernig við fáum að nýtja okkur þennan nýja aðgang að tónlist o.fl. rafrænu afþreyingarefni.

Er ekki hreinlegast og einfaldast að opna fyrir þennan möguleika beint?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband