24.11.2007 | 10:02
Celtics loks í sitt gamla form
Boston Celtics, sem hefur verið eitt sigursælasta lið bandaríska körfuboltans, virðist hafa endurheimt eitthvað af sinni fornu fræð á nýhöfnu keppnistímabili. Liðið hefur mátt stríða við mikið mótlæti undanfarna tvo áratugi, eða frá þeir unnu sinn síðasta titil árið 1986. Þetta má segja að þessi umbreyting hafi verið staðfest með sigri Celtics á sínum gömlu erkifjendum í LA Lakers í Boston á fimmtudaginn.
Með tilkomu Kevins Garnett hefur nýju lífi verið hleytp í liðið sem sem leikur sem aldrei fyrr. Kaldhæðni örlaganna er að Garnett þessi kom í leikmannaskiptum við Minnesota Timberwolves, en Lakers höfðu verið að falast eftir honum líka, en fengu ekki. Hæstráðandi Minnesota ákvað að hafa leikmannaskipti frekar við Boston. E.t.v. bara tilviljun, en stjórnandi Minnesota er enginn annar en Kevin McHale, sem lét með stjörnupríddu liði Celtics á 9. áratug síðustu aldar, ásamt Danny Ainge sem lék einnig lykilhutverk með Celtics á sama tíma, en hefur nú með yfirstjórn liðsins að gera.
Aðrar sárabætur fyrir þá Celtics-menn eru í þessu dæmi líka, því núverandi þjálfari Los Angeles Lakers, Phil Jackson, þjálfaði Chicago Bulls og Michael Jordan á þessum tíma, en það voru þeir sem veltu Celtics úr sessi sem afgerandi liði í Austurdeildinni á sínum tíma og fóru oft illa með þá.
![]() |
NBA: Boston vann öruggan sigur á Lakers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 13:19
Þörf á kynningu
Ljóst er af þeim skrifum um rafmagnsbyssufréttina, að sitt sýnist hverjum. Aðilar eru ýmist með eða á móti, enda mikið grundvallarmál. Fordóma gætir einnig því miður, en þeir eru fylgifiskur fáfræðinnar.
Til að eyða slíku væri gott t.d. ef þeir Kastljóshéðnar tækju þetta mál upp og kynntu með umræðum o.fl. Í öllu falli er eðilegt að ríkislögreglustjóri hefði frumkvæðið að fræðslu til almennings um þetta mál.
![]() |
Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 16:58
Netið eins og súrefnið - nauðsynlegt
Aðgangur að netinu, upplýsingum og samskiptum er ekki aðeins "fundarstaður" framtíðarinnar, heldur nauðsynlegur þáttur í lífi flestra.
Ekki er aðeins skipst á skoðununum (bloggað) á netinu, heldur eru ýmsar upplýsingar sóttar eða fengnar með eða í gegnum netið. Möguleikarnir eru óteljandi, bankaþjónusta, verslun, nám, spjall og stjórnsýsla líka. Þótt ekkert komi í stað persónulegra samskipta, er ljóst að t.d. stjórnsýsla borgarinnar og önnur opinber stjórnsýsla ætti að taka netið meira í notkun. Sem dæmi, gæti bogarstjórinn verið á blogginu eða haft viðtalstíma á netinu o.s.frv.
Með því að sinna innkaupum, stjórnsýslu, fundum o.fl. í gegnum netið mætti spara margar bílferðir og þar að leiðandi draga úr mengun. Við getum því litið á netið sem umhverfisvænan samskiptamáta, grænan ef einhver vill!
Aðgangur að þráðlausu neti verður í framtíðinni okkur jafn nauðsynlegur og að súrefni til öndunar, sem engum hefur dottið í hug að rukka fyrir - ekki enn a.m.k.
![]() |
Borgarstjóri: Netið samkomustaður 21. aldarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 16:47
Með lögum skal illt út rekið!
Ekki nóg með það, heldur er þetta gamaldags hugsunarháttur líka, en því miður fyrirfinnst ennþá, m.a. í ofurtrú á ríkisvaldið, boðvaldi og í raun ofbeldið sjálft - því þvingunarúrræði ríkisvaldins er ofbeldi - sem það hefur einkarétt á!
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á jafnfréttislögum. Nú skal í eitt skipti fyrir öll, með góðu eða illu, eytt öllum kynjabundnum mun á launum einstaklinga! Hvorki meira né minna.
Stóra spurningin er, en henni er reyndar ekki svarað, af hverju stafar þessi munur? Þar að leiðandi er ekki leitast við að finna rót vandans. Jú, reyndar eru til samsæriskenningar um karlaveldi og tengslanet. Þegar grant er skoðað heldur þessi kenning ekki miklu vatni. Í þessari umræðu hefur verið bent á að konur eru "hógværari" þegar kemur að launakröfum, kröfum um frama, þær eru síðri til ota sínum tota - ef svo má að orði komast. Er vandinn einmitt fólginn í samfélagslegri gerð okkar. Væri ekki nær að draga þessi mál upp á borðið í stað þess að búa til e.k. "jafnfréttislögreglu"?
Á sama hátt og reynt var að reka út "illa anda" úr mönnum og konum með barsmíðum eða ferð í gegnum hreinsunareldinn á miðöldum, á nú að "uppræta" kynjamun með lögum! Þessi aðferðarfræði dugði ekki þá og nú sem fyrr þarf að komast að rót vandans, komast að skýringunni, breyta hugsunarhætti og siðferði manna. Rétt eins og almenningur áttar sig á að grípa þarf til stórtækra aðgerða vegna umhverfismála - ekki vegna harðrar löggjafar um málið, heldur vegna umræðunnar og aukins skilnings almennings á að grípa verði til aðgerða. Hugmyndin um vottun fyrirtækja sem væru til fyrirmyndar er stórgóð hugmynd sem félagsmálaráðherra ætti að gefa sér tíma til að skoða betur. Það er hvetjandi aðferðarfræði, en ekki þvingandi.
Nú skal tekið skýrt fram að sá sem þetta skrifar er alfarið á móti allri mismunun einstaklinga, á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, ætternis, aldri, trúarbrögðum, háralit eða nokkru öðru en persónulegum eiginleikum, framkomu, þekkingu eða getu.
1.11.2007 | 13:14
Sama verð ?
Í auglýsingu sem birtist í blöðunum í dag, 1. nóv., er birtur strimill frá tveimur leikfangaverslunum. A þeim vörum sem keypt eru, er verð nákvæmlega það sama!
Þetta fullkomna samræmi verður að skilgreinast sem algjör tilviljunun, eða vísvitandi aðgerð. Satt best að segja virðist síðari möguleikinn líklegri. Þriggja vikna munur er á dags. strimlana og væri hægðarleikur hjá þeirri verslun sem auglýsir að stilla verð sín á þau sömu og í samanburðarbúðinni. Þá vaknar næsta spurning um hvort þetta "nákvæmlega sama verð" eigi bara við þessar fjórar vörur eða allar aðrar sambærilegar vörur í verslunum tveimur. Fleiri hugmyndir fara á kreik í kjölfarið.
Umfjöllun undanfarna daga ætti vera nægt tilefni yfirvalda til aðgerða í þessum málum og verðlagningarstjórum verslana til varnaðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 22:48
Salt götunnar og naglar
Nú er að byrja sá tími ársins sem bæði ríki og sveitarfélög strá salti um vegi landins. Upphaf þessa gjörnings má rekja til umhvartana þáverandi bílstjóra SVR vegna krafna um að þeir héldu áætlun, hvað sem tautaði og raulaði. Söltunin sem byrjaði á strætóleiðum smátt og smátt færðist í aukanna, þannig að ekki má spá kuldakasti að þá eru allar götur Reykjavíkur og nágrennis og víða á landsbyggðinni orðnar einn saltpækill.
En það er jú ljúft að geta ekið um auðar götur jafnvel í snjókomu og frosti. En þetta ljúfa líf hefur sína ókosti. Hér eru nokkur dæmi, sem flestir þekkja:
1. Saltið bleytir göturnar - jafnvel í 5 stiga frosti, þannig að bílar eru útbýjaðir í salti og tjöru. Það sem slíkt getur verið vandamál, þar sem rúðupissið getur verið frosið og ekki hægt að þrífa gusurnar sem koma á framrúður bílanna.
2. Óþægindi, þar sem tjaran og óþverrinn sest á bíla og fatnað.
3. Skemmdir á bílum og ótímabært ryð. Eins geta bremsur fests frekar og bremsubarkar eyðst og öllum vegfarendum getur stafað mikil hætta af því.
4. Þegar t.d. er saltað í skafrenningsveðri, vill snjórinn festast í bleytunni og myndað hættulegar aðstæður, í stað þess að fjúka yfir veginn. Vegir á landsbyggðinni eru hannaðir til að snjórinn fjúki yfir þá og af, en saltbleytan vinnur gegn þessu.
5. Saltið leysir upp tjöruna í malbikinu og olíumölinni, sem sest á dekkin og virkar eins og skíðaáburður á þau. Við þær aðstæður virka jafnvel bestu snjódekk ekki. Þá duga ekkert nema naglar, sem að öðrum kosti væri hægt að komast af án.
6. Bílstjórar verða værukærir þar sem þeir venjast ekki hálkuakstri og eru því ekki varir um sig ef allt í einu er ekki búið að salta eða jafnvel saltausturinn hefur ekki dugað. Þá skapast líka hætta.
Þörf er á fyrir gatna- og vegamálastjóra landsins að velta þessu máli aðeins fyrir sér.
En reynum samt að aka eftir aðstæðum og forðast slysin - hvort sem er á nöglum eða ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 14:39
Með endemum ...
Það verður að segjast eins og er að umræðan um hvort leyfa eigi sölu áfengis í búðum eða ekki er komin út í ógöngur. Nú er ráðherra álitinn vanhæfur af því að hann hefur skoðun á þessu máli, þ.e. hann er samkvæmur fyrri yfirlýsingum sínum. Væri hann ekki líka "vanhæfur" hefði hann orðið uppvís að skipta um skoðun?
Bent hefur verið á ákveðna hættu samfara því að leyfa sölu áfengis í verslunum. En væri ekki nær að skoða þessi mál með vitsmunalegum hætti, frekar en að vera með þessa sleggjudóma Björn Valur? Eru þessar yfirlýsingar ekki segja meira um þig en nokkuð annað?
![]() |
Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 18:40
Áfengi. Orsök og afleiðing
Í kvöldfréttum RUV kl. 18 í dag, var nokkuð rætt um sölu áfengis í verslunum og aðgengi að því. Ellert B. Schram alþingismaður stígur varlega til jarðar og þrátt fyrir að vera andstæður hugmyndinni áskilur sér rétt til að skipta um skoðun.
Umboðsmaður barna dregur hins vegar ekki af sér og fullyrðir að áfengi sé hreinlega böl og aðgengi að því eigi að vera sem minnst. Þarna er umboðsmaðurinn að rugla saman orsök og afleiðingu. Málið snýst um viðhorf almennings, virkni forvarnastarfsins o.fl. Boð og bönn hafa aldrei leyst allan vanda og gera það ekki.
Það geta verið aðrar ástæður fyrir "ofdrykkju" í samfélaginu en aðgengi. A.m.k. er áfengisvandinn ekkert minni þar sem ríkið fylgir stíft eftir einkasöluleyfi, eins og á Norðurlöndunum og í þeim löndum sem aðgengi er betra en "kúlturinn" og viðhorf með öðrum hætti en t.d. hér.
Það er kominn tími til að þessi umræða verði á grundvelli skymsemi, en ekki fordóma. E.t.v. eru ummæli þingmannsins vísir að því.
22.10.2007 | 11:49
Fagnaðarefni en ...
Ljóst er að íslenskt kvenfólk er að sækja í sig veðrið og ánægjulegt að svona hátt hlutfall þeirra í framhaldsskólum. Konur eru einnig í meirihluta í nær öllum deildum Háskóla Íslands a.m.k. Þessi sókn kvenna í menntun mun leiða til hærri tekna hjá þeim í framtíðinni.
Eftir nokkur ár verður áhyggjuefni hvert hlutskipti karla verður og spurning hvort ekki sé orðið tímabært að hefja umræðu um jafnréttisbaráttu karla. Fari fram sem horfir, verða þeir með lakari menntun að jafnaði og þ.a.l. með lakari laun.
![]() |
Fleiri konur en karlar útskrifast úr framhaldsskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2007 | 20:01
Siv, fortíðarhyggjan og Framsókn
Formaður þingflokks Framsóknar á ekki til orð til að lýsa hneysklan sinni yfir áhuga heilbrigðisráðherra á að nútímavæða viðskipti með áfengi, þ.e. leyfa aðgengi að því í almennum verslunum.
Fyrir ekki svo mörgum árum voru aðeins þrjár áfengisverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá var verðlagi á áfengi haldið hátt til að "draga" úr neyslu, eins og það var kallað. Bjórinn átti aldeilis að steypa þjóðinni í glötun.
Nú vill framsóknarmaddaman s.s. halda í þessa fortíðarhyggju áfram í nafni "forvarna"!!
Málið er frú Siv, að lítil drykkja eð mikil snýst ekki nema að hluta til um aðgengi. Áhugi almennings á áfengi snýst um viðhorf og þar spilar Lýðheilsustofnun m.a. stórt hlutverk. Það getur líka verið óheilsusamlegt að takmarka aðgengið of mikið, því leiðist fólk oft til kaupa á ólöglegu áfengi, smylgi og bruggi sem getur verið enn hættulegra. Í því tilfelli verður ríkissjóður ekki aðeins af tekjum heldur ennfremur af tekjum.
En það er hins vegar fróðlegt, að eina þingmanni framsóknar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem um 70% íbúanna eru búsettir, skuli halda sig við fortíðina með þessum hætti og fjarlægast kjósendur flokksins enn meir. E.t.v. er það nýja línan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar