Slæmt mál en ...

Vissulega eru margar aðgerðir bandarískra yfirvalda ekki til fyrirmyndar. Sumt af því sem gert hefur verið er e.t.v. fylgifiskur stríðsreksturs - nokkuð sem almennt er ekki æskilegt ástand, en getur verið illskásti möguleikinn samt.

Það sem í öllu falli er að gerast er að það fer fram umræða um þessi mál. Bandarískt samfélag er mjög gagnrýnt á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld eru bæði gagnrýnd frá hægri og vinstri, þ.e. þeim sem vilja sem minnsta afskiptasemi stjórnvalda og afskipti af erlendum vettvangi. Eins kemur gagnrýni frá þeim sem telja af húmanísktískum ástæðum stjórnvöld eiga að hafa aðrar áherslur, en þau gera. Það væri í raun mjög fróðlegt fyrir þá sem gagnrýna stefnu bandaríkjana, að kynna sér umræðuna sem þar fer fram. A.m.k. kom umræðan Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins á óvart þegar hann var þar á ferð á árum Vietnamstríðsins. Taldi hann að umræðan þar væri mjög beinskeittari og gagnrýnni en t.d. hér á Íslandi og reyndar á öðrum forsendum líka.

Niðurstaðan er þessi að vissulega séu brestir í framkvæmd stefnu Bandaríkjana í ýmsum málaflokkum - eins og er hjá öllum stjórnvöldum. Bandaríkin eru öflugasta ríki heims og mjög áberandi í umræðu manna í milli. En umræðan innan samfélagsins þar fer fram, stjórnvöld eru hikstalaust gagnrýnd og aðgerðum eða aðgerðarleysi mótmælt. Kerfið er e.t.v. ekki fullkomið, en þar fer fram mikil samfélagsleg gerjun og mikil þróun á sér stað innan samfélagsins. Í öllu falli vildi ég ekki að Bandaríkin væru eitthvað annað en lýðræðisríki og hefði ákveðnar siðferðislegar skyldur sem slíkt. Við sjáum hvað verður um mótmælendur í Burma í haust, eða hvað gerðist á Torgi hins himneska friðar hér um árið o.s.frv.


mbl.is Nancy Pelosi segir Bandaríkin virðast vera sek um pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Pyntingar eru ekki nauðsynlegur fylgifiskur stríðsreksturs.

Elías Halldór Ágústsson, 8.10.2007 kl. 07:41

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Vonandi rétt hjá þér, en við Íslendingar búum við þann munað að hafa aldrei þurft að heyja stríð við aðra þjóð. Spurning er hvort við getum sett okkur í spor manna sem eru að verja tilvist sína?

Jónas Egilsson, 8.10.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 34264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband