Nýtt áreiti

Tölvustýrð símtöl frá útlöndum í einhverjum markaðsstengdum tilgangi, að því að virðist, eru að verða að nýju áreiti í samfélaginu. A.m.k. hefur bloggari fengið 5-10 símtöl á dag úr einhverju erlendu símanúmeri í núna um 3 vikur. Hringt er úr númerum sem eru skráð í Moskvu, Sviss og jafnvel víðar.

Ekki hefur tekist að afþakka þessi símtöl á neinn hátt, með því að svara og segjast ekki kæra sig um þessi símtöl. Símafyrirtækið segjast geta ekki útilokað svona símtöl. Hægt er reyndar að útiloka símtöl frá útlöndum í símtækinu, en þá er líka verið að útiloka þau símtöl sem maður vill fá.

Eina ráðið er að skipta um númer. Varla er hægt að búast við því að lögreglan geri nokkuð í svona smámálum, þegar hún hefur ekki tíma til að leysa úr mun stærri málum - eins og staðan er í dag. 

Ef fleiri hafa verið að fá svona símtöl, væri fróðlegt að vita af því. Eini möguleikinn á að gert verði eitthvað í þessu, er ef nógu margir gera aths. 


Ánægjulegur stuðningur við sportið

Mjög jákvætt er hversu mikillar athygli íþróttir (nú handboltinn) njóta meðal ráðamanna þjóðarinnar.

Það er vissulega jákvætt að ráðherra og forseti skuli vera á staðnum. Slíkt hefur mjög hvetjandi áhrif á keppnisfólkið og dregur verðskuldaða athygli að íþróttum almennt. 


mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RUV að falla á prófinu?

Eru útsendingar frá stærsta íþróttaviðburði sögunnar eru að verða stjórnendum RUV ofviða? Sú spurning hlýtur að koma upp í hugan þegar fjölmargir áhorfendur geta valið á milli nokkurra stöðva sem senda út frá leikunum og hægt er að gera samanburð og velja á milli stöðva.

Í tvígang hefur þurft að tala um það sem hefur gerst hefur, eða sýna það engu máli skiptir, á sama tíma og úrslit fara fram í öðrum greinum - jafnvel fyrirsjáanlegt heimsmet!

Einnig er spurning um tækni. RUV t.d. getur ekki skipt fram og til baka milli greina þ.e. fylgst með tveimur eða fleiri greinum í einu. Eurosport gerir nokkuð af því að hoppa á milli greina, eftir því sem keppnin þróast. Síðan er tiltölulega einfalt atriði, sem er e.k. textalína neðst með stuttum fréttum sem rennur neðst á skjánum á meðan útsendingu stendur. Þetta gerir danska sjónvarpið sem dæmi.

Sjónvarpinu til tekna verður að nefna að vel hefur tekist til með að fá þuli eða sérfræðinga til að lýsa einstökum greinum, einstaklinga sem gjörþekkja einstakar greinar og upplýsa almenning vel um það sem fer fram bæði tæknilega og eins um keppnina sjálfa. Slíkt er alveg ómetanlegt.

Eins og í íþróttakeppninni, dugar ekkert kák. Hér þurfa menn að gera betur.


Hvað er RUV að hugsa? Sófaspjall eða sagan?

Á meðan RUV var í "rólegu stofunni" fór fram úrslitahlaup í 100 m hlaupi á Ólympiuleikunum.
Fyrirfram var vitað að þetta gæti orðið sögulegt hlaup, Ólympíumet- og heimsmet jafnvel í hættu.
Hvað gerðist? Jú, RUV var í spjallgírnum á meðan heimsmet var sett í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Reyndar var hlaupið sýnt korteri síðar - eftir að spjallinu var lokið!
Var ekki hægt að bíða aðeins með spjallið og sýna Íslendingum sögulegan atburð í beinni útsendingu?
Hver er forgangsröðun RUV?
Þarna féllu þeir á prófinu frá RUV - því miður!

Áfall en samt ...

Þetta lyfjamál er mikið áfall fyrir Ólympíuleikana og íþróttir almennt. Hins vegar sýnir það hversu framarlega frjálsíþróttir eru í lyfjaeftirlitinu.

Um 80% allra lyfjaprófa sem tekin eru meðal keppenda utan keppni innan Alþjóðalegu Olympíuhreyfingarinnar eru innan frjálsíþrótta sem sýnir hversu eftirlitið er strangt í þessari íþróttagrein. Þrátt fyrir mikinn fjölda prófa, er hlutfall "jákvæðra sýna" (með ólögleg lyf), álíka hátt og í knattspyrnu sem dæmi, eða innan við 0,4%.


mbl.is Risalyfjamál í aðdraganda ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stef úr takti!

Með stöðugum tækniframförum bjóðast unnendum tónlistar og kvikmynda sífellt nýjar og nýjar leiðir til þess að njóta skemmtunar á sínu áhugasviði. Það eru ekki mörg ár frá því hægt var eingöngu að njóta kvikmynda í bíóhúsum eða sjónvarpi.  Almenningi stóð eingöngu til boða að njóta tónlistar í gegnum útvarp eða með vínilplötum. Tæknin hefur gjörbreytt aðstæðum.

Í stað þess að semja við seljendur efnis og laga sig að aðstæðum á berja samtök höfundarrétthafa hausnum við steininn og málaferlum er seljendum (og kaupendum) hótað málaferlum, sbr. frétt þar að lútandi í Morgunblaðinu í dag, 19. júní.

Væri ekki betra að höfða til skynseminnar, fá fólk ofan af því að afrita efni með ólöglegum hætti og semja við dreifingaraðila efnis í stað þess að berjast gegn þróuninni? Með þeim hætti tæki því ekki að afrita efni ólöglega og fleiri færu e.t.v. að borga fyrir efnið sem þeir fengju sér. Með því að standa gegn þróuninni og þar að leiðandi aðgengi að efni, er verið að búa til "neðanjarðarkúltúr" þar sem efni er dreift ólöglega. 

Það er mjög ekki langt síðan bjór var bannaður á Íslandi, epli fengust aðeins fyrir jólin og hér bara ein útvarpsstöð og ein sjónvarpsrás! 


6 sinnum dýrara atkvæði í Júróvísjón

Á meðan Danir borga 1 danska krónu fyrir það að greiða atkvæði í yfirstandandi sönglagakeppni Eurovision, borgum við 99 íslenskar. Miðað við gengið í dag, 22. maí, er kostnaðurinn okkar rúmlega sexfalt meiri en Danana.

Spurning hvort kostnaði við framleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða sé að kenna! 


Breski sendiherran úti á þekju?

Ummæli breska sendiherrans um fyrirhugaðar hrefnuveiðar Íslendinga er ótrúleg og  jaðra við ósvífni.

í fyrsta lagi eru Bretar að skipta sér af innanlandsmálum okkar Íslendinga með beinum hætti, nokkuð sem mætti ætla að þeir hefðu lært af reynslunni að gera ekki. A.m.k. eru hvorki fyrri afskipti Breta af fiskveiði- og sjávarútvegsmálum okkar til fyrirmyndar, né heldur hafa tilraunir þeirra fyrr á öldum til stjórnunar í öðrum löndum verið beinlínis til eftirbreytni!

Mengum í Bretlandi mun vera sennilega meðal þess sem mest gerist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Loftmengun í Bretlandi er slíkt að við finnum hana í sterkum SA áttum. Orkuframleiðsla þeirra fer að langmestu leyti fram með kolum og olíu.

Ennfremur er eru smitsjúkdómar húsdýra algengari í Brelandi en í nokkru öðru landi í Evrópu. Ætla mætti að þar væri verk að vinna fyrir umhyggjusama dýraverndunarsinna.


Reykjavíkurbréfin - á netið

Mjög fróðlegt væri og gagnlegt ef Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins yrðu birt í heild sinni, eða gerð aðgengileg á netinu fyrir almenning.

Í Reykjavíkurbréfi er fjallað um mörg þjóðmál með ítarlegri hætti og víðari sýn en gerist og gengur í leiðurum blaðsins og annarra fjölmiðla. Því væri mjög gagnlegt að skoða og bera saman skrif og sjá hver afdrif þessarar umfjöllunar hafa verið. Mörg þessara mála sem rædd voru t.d. fyrir 30-40 árum, halda enn gildi sínu þó e.t.v. með öðrum formerkjum. Margfræg gagnrýni á verslunarhætti Sambands íslenskra samvinnufélaga er enn í fullu gildi þó e.t.v. með öðrum formerkjum sé.

Hér með er þessi áskorun birt ritstjóra Morgunblaðsins sem reyndar hverfur af vettvangi í sumar. 


Ekki frétt mánaðarins

Frétt um ráðningu Jakobs Frímanns er að verða "ekki-frétt" mánaðarins.

Öllum mögulegum flötum var velt upp og enn fleiri ómögulegum. Hvað og hvenær borgarstjóri sagði, hvað samstarfsaðilar í borgarstjórn sögðu og hvað þeir sögðu ekki, hvort þeir sögðu eitthvað og hvað það merkti o.s.frv. Ekki síst var reynt að gera mat úr því sem skrifstofustjóri sagði og hvað hún meinti, gerður samanburður við það sem aðrir sögðu. Síðan kom samanburður við aðrar ráðningar, bæði ferli, starfstíma og kjör. Sögur sagðar um laun sem ekki var alveg rétt o.s.frv.

Það sem hefði átt að vera frétt, hvað á þessi maður að gera og til hvers hann var ráðinn. En því miður sannast enn einu sinni að "engar fréttir eru góðar fréttir!"


mbl.is Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband