Sögulegar forsetakosningar

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í næstu viku verða hvoru tveggja, þær mikilvægustu í rúma öld og merkilegar fyrir þær sakir að maður sem skilgreinist úr þjóðfélagshópi minnihluta innan Bandaríkjana er líklegri en hitt að verða næsti forseti Bandaríkjana. Styrkur Obama í skoðanakönnunum benda ótvírætt til sigurs hans nk. þriðjudag. Fylgið er það stögðugt og kannanir vel unnar að hinna svonefndu "Bradley áhrifa" muni ekki gæta.

Þessar kosningar eru sennilega einar þær mikilvægustu síðan 1860, þegar Bandaríkin stóðu frammi fyrir klofningi ríkisins vegna ágreinings um þrælahald, viðskiptafrelsi og í raun pólitískt tök. Þá voru það Republikanar með Abraham Lincoln í broddi fylkingar sem lögðu áherslu á viðskipta- og einstaklingsfrelsi ásamt því að vilja afnema þrælahald. Það má því segja að þessar kosningar verði e.k. endapunktur á því ferli sem formlega hófst með afnámi þrælahaldsins.

Í umhverfis- og orkumálum munu þessar kosningar marka ákveðið upphaf af leit Bandaríkjamanna að nýjum og fjölbreyttari orkulindum, en olíu og kolum nær eingöngu. Í utanríkismálum munu verða ákveðinn tímamót þegar styrkur Bandaríkjana verður beitt á sviði efnahagsmála og stjórnmála, frekar en hina miklu áherslu á hernaðarmátt.

Ennfremur er að festast í sessi talsverð breyting á hinu pólitíska landslagi í Bandaríkjunum. Norðurríkin voru aðalvígi Republikana lengst af. Nú sækja Demócratar sinn aðalstuðning þangað, og  til Vesturstrandarinnar. Suðurríkin, sem í um heila öld í kjölfar borgarastyrjaldarinnar voru höfuðvígi Demócrata, urðu síðar að óvígu virki Repúblikana í kjölfar sigurs Reagans fyrir um 28 árum síðan. Nú hins vegar er Obama að takast að höggva stór skörð í þetta vígi aftur. Það er m.a. gert með aukinni kosningaþátttöku minnihlutahópa (aðallega af afrískum uppruna). Nú eru vígi eins og Virginía og Norður Karólína að falla í hendur Democrata. 

Obama hefur slegið öll met í fjáröflunum. Þetta hefur hann gert með því að virkja milljónir manna bæði sem styrktaraðila og til að afla nýrra kjósenda. Honum hefur tekist að virkja gífurlegan fjölda með sér í baráttu sinni og kosningamaskína á sér enga líka. Obama hefur tekist á ná til fylgis við sig meirihluta fólks úr nær öllum þjóðfélagshópum samfélagsins. Margir hafa hinum svokölluðu "Regan Democrats" hafa snúið aftur, en það voru þeir Democratar sem Reagan náði til fylgis við sig 1980. Þetta voru aðallega millistéttarfólk úr norðurhluta Bandaríkjana.

Þó svo að Obama skilgreinist á hinum "frjálslyndari armi" bandaríksra stjórnmála, er hæpið að evrópskir "vinstri menn" geti fundið samsvörun í stefnumálum hans. Þegar stefnumál hans eru skoðuð samsvara þau miðju- og hægrimönnu í Evrópu. Það er því svolíitið hjákátlegt þegar "vinstri menn" eigna sér Obama og velgengni hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband