Lýðskrum stjórnarliða

Nú hefur verið skipt um forseta þingsins skv. þingskaparlögum.

Lítið lagðist fyrir þau margítrekuðu sjónarmið að auka eigi áhrif þingsins gagvart framkvæmdavaldinu og hin rómuðu sjónarmið Steingríms J. um að eðlilegt væri að þingforseti kæmi frá minnihlutanum í þinginu. 

Þetta ekki bara spurning um afstöðu Steingríms, heldur afstöðu hans og annarra stjórnarliða til sjálfstæði þingsins. Þetta snýst um áreiðanleika, að fólkið geti treyst því sem stjórnmálamenn segja - að það muni standa þegar á reynir.

EN hvað gerist nú? Forseta þingsins er varpað fyrir róða, svo að ný stjórn geti stjórnað óhindrað með „þægan“ þingforseta við stjórn. Er þetta dæmi um stjórnmálin í hinu „Nýja Íslandi“ eða er þetta bara dæmi um „gömlu góðu“ klækjastjórnmálin, þar sem allt snýst um að komast að kjötkötlunum og fá að ráða?

Þessi málflutningur stjórnaliða er og heitir á mannamáli LÝÐSKRUM. Hætt er við að í þeim löndum sem sumir okkar landsmanna vilja líkja okkur við, væri stjórnin tekin í gegn af alvöru fjölmiðlum fyrir svona framkomu - jafnvel orðið að segja af sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 34263

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband