Krafa um gegnsæi pólitískra skoðana fréttamanna

Nú þegar hið nýja Ísland er að rísa upp úr ösku hins gamla, er verið að gera kröfu til gegnsæis í stjórnkerfinu, embættismenn eru látnir jafnvel víkja af því að þeir eiga hlut í stórum fyrirtækjum o.s.frv. Það er ekkert nema eðlilegt að gerðar séu kröfur bæði til stjórnmála- og æðstu embættismanna um að þeir geri grein fyrir eignum sínum og hagsmunum sem geta haft áhrif á ákvarðanir sínar.

Á sama hágtt er rökrétt að gera svipaðar eða sömu kröfur til þeirra sem starfa við fréttamennsku í fjölmiðlum, þ.e. að þeir gefi upp sín hagsmuna- og pólitísku tengsl.

Nú er ekkert verið að amast við því að blaðamenn hafi tengsl við pólitíska flokka, bara að þeir greini frá því og séu ekki að sigla undir fölsku flaggi sjálfstæðrar blaðamensku þegar þeir eru að reka erindi sinna vina og kunningja í pólitíkinni. Þannig sé einfaldlega tryggt að lesendur, hlustendur eða áhorfendur vita hver hinn pólitíski bakgrunnur viðkomandi sé.

Þetta er mjög mikilvægt ef fjölmiðlaflólk, sem telur sig fullltrúa "fjórða valdsins" í samfélaginu, og vill láta taka sig trúanlegt að það starfi fyrir opnum tjöldum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband