Til að lækka laun og kjör enn frekar?

Þó svo að ríkisstjórninn sé ekki nema rúmlega 70 daga gömul, eru úrræði hennar meir en 70 ára gömul, þ.e. að hækka skatta og rýra kjör almennings.

Í stað þess að fjölga atvinnutækifærum og skapa atvinnu á að fara leysa vandan með skattahækkunum á almenning, sbr. yfirlýsingar varaformanns Vg. og Helga Hjörvars á framboðsfundi í Reykjavík norður um daginn!


mbl.is Meirihluti vill Jóhönnu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert dálítið að slíta hlutina úr samhengi.

Það þarf að greiða upp geigvænlegar skuldir eftir stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.  Ríkisstjórnin vill einungis leggja auknar byrðar á þá sem eiga peninga.... hátekjufólk og fjármagnseigendur.  Það er bara sanngjarnt.  Hefðum við innheimt 14% fjármagnstekjuskatt í platgóðærinu, værum við mun betur stödd (þ.e. almenningur) og auðmennirnir ekki eins vel staddir þótt þeir hefðu tæplega fundið fyrir því.

Anna Einarsdóttir, 16.4.2009 kl. 07:57

2 identicon

Anna, það þarf engar skuldir að greiða, eða allavega ekki skattborgarar. Við stofnuðum ekki skuldirnar og við borgum ekki skuldirnar, við þvert á móti höfðum stjórnarskrá sem bönnuðu þessum mönnum að skuldsetja þjóðina svo, þó ég hafi takmarkaða trú á lögum, þá var skuldsetningin gegn þeim.

Jónas. Hvað er að 70 ára gömlum stjórnarháttum? Að mínum dómi geta stjórnarhættir ekki verið öllu verri en þeir eru í dag: „sá sem á auðinn ræður“. Þannig að skref 70 ár afturábak er stórt skref framávið að mínum dómi. Auk þess þá hafa stjórnmálamenn ekki vald til að rýra kjör almennings nema mjög takmarkað. Alvöru valdið til þess er hjá auðvöldum, hver hirða auðinn af verkamönnum og borga smá prósentu til baka í formi launa. Því miður hafa stjórnarhættir auðvaldsins ekki farið 70 ár aftur á bak.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Gamlar og reyndar úreltar stjórnaraðferðir fela það í sér halda því fram að ríkisvaldið leysi vandan með því skattlagninum. Þetta var t.d. sú aðferð sem stjórn Verkamannaflokksins breska reyndi á árunum eftir seinna stríð og seinkaði uppbyggingu landsins um mörg ár. Eins hafa vinstri stjórnir hér gripið til þessa úrræðis, síðast núverandi forseti Íslands, sem fjármálaráðherra landsins. Annars er ekkert rangt við gömul ráð - ef þau eru ekki röng.

Eins og Rúnar bendir á, Anna, þá erum við ekki verr á okkur komin en raun ber vitni, þar sem ríkissjóður var því sem næst skuldlaus sl. haust, þökk sé efnahagsstjórn liðinna 18 ára! Spurning er sem Steingrímur Þistill fjármálaráðherra hefur ekki svarað, hversu miklu þessi hækkun á fjármagnstekjuskatt skilar - ef þá nokkru.

Jónas Egilsson, 16.4.2009 kl. 14:07

4 identicon

Það er gaman að geta montað sig á að hafa komið á skuldleysi þó svo að hafa borgað fyrir það með frekari skuldsetningu. Ég meina ég get alveg tekið risa lán í gegnum leppa og losað alla Íslendinga undan skuldunum og monntað mig af því, spurning hversu mikið ég get monntað mig eftir að ég læt svo skuldirnar falla á Íslendinga tveim árum síðar. En þetta er útútdúr.

Ég er ekkert hlyntur sköttum, ég eins og þú, tel þetta vera úrellt stjórnunaraðferð. Mögulega þó illskást þangað til peningakerfið, eins og við þekkjum það, hefur verið lagt af. Hins vegar mótmæli ég því að nútíma stjórnunarhættir sé skárri en 70 ára gömull skattarulla, þar sem auðvaldið á allan auðinn og skamtar honum eftir hentsemi og þrýstingi verkalýðsfélaga til fólksins vera verri stjórnunaraðferð heldur en sköttun. Að minnsta kosti þá getum við kosið hvern við látum skatta okkur og í hvað skattarnir fara, en það er erfiðara að kjósa yfir sig auðvöld. Þangað rata mest frekjur og veruleikafirrt fólk ekkert síðri en kóngafólk 18. aldar.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Málið snýst um að koma hjólum efnahagslífsins í gang að nýju. Það gerist ekki með hækkun skatta. Það þarf að koma bönkunum í gang sem aftur geta farið að veita peningum út í efnhagslífið að nýju. Þá verða verða til tekjur. Siðan þarf að skapa fleiri störf. Þá verða til enn meiri tekjur fyrir þjóðarbúið, einstaklinga og ríkið. Þannig að leysa málið. Ekki skipta upp minnkandi köku, baka stærri eða fleiri!

Jónas Egilsson, 16.4.2009 kl. 19:42

6 identicon

Þegar þið talið um „hjól efnahagslífsins“ þá hætti ég að skilja. Eins og ég skil þetta þá er efnahagskerfið okkar línulegt kerfi, ekki hringrás. Það væri því nær að tala um „færiband“ efnahagslífsins. Auður kemur frá náttúrinni, í framleiðslu, til verslanna, til neytenda og til urðunar. Aðeins lítið brot fer í endurvinslu en þá í annað form en upprunalega svo það að tala um „hjól“ efnahagslífsins hefur verið ógild rök síðan eftir iðnbyltinguna. Þegar þú talar um að koma „hjólum efnahagslífsins“ í gang að nýju, ertu þá að tala um að afiðnvæða heimin á ný?

Sömuleiðis hætti ég að skilja þegar þú talar um banka, tekjur, störf, þjóðarbú, og það að skipta kökunni. Ég lýt væntanlega öðruvísi á þetta en þú. Að mínum dómi eru bankar hluti af auðræðinu, sem ég minntist á áðan, atvinna og tekjur er breytur sem við höldum að séu forsenda lífs en þær eru það ekki, þjóðarbú er skilgreindur fasti til að fegra þátttöku okkar í þjóðfélagslegri kúgun okkar gegn „þjóðhagslega vanþróuðum“ löndum og ómennskum dýru. Ef að það að koma „hjólum efnahagslífsins“ í gang er að festa þessa stjórnarhætti kúgunnar ríkra (þróaðra) gegnfátækum (vanþróuðum) þá held ég að 70 ára gamlir stjórnarhættir séu þó skárri.

Að mínum dómi þá þarf færri störf, minni tekjur, gjaldþrota banka og enga peninga til að hjól efnahagslífsins geti farið aftur að snúast. Þú trúir gegn því og vinstri menn trúa að skattar komi þessu í gang, nema að ég held að þín leið og vinnstri manna sé bara til þess fallinn að koma færibandinu í gang og halda því í gangi þar til við hrynjum loks fram af því.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband