Heildarlög um listamannalaun forgangsatriði í kreppunni?

Nú hefur nýr menntamálaráherra lagt fram heildarfrumvarp á alþingi um listamannalaun sem er athyglisvert fyrir margra hluta sakir.

Nú þegar efnahagslífið er frosið með kunnum afleiðingum á að eyða tíma alþingis í umræður um þetta mál! Athyglisverður forgangur hjá nýjum og ungum ráðherra! Í annan stað vekur sá fjöldi listamanna sem á að fá laun athygli og umfang listamannalauna, en þau miðast við 1.600 mánaðarlaun eða rúmlega 133 árslaun.  Það eru sem sagt 133 einstaklingar á fullum launum allt árið við „listir“ sínar. Launin sjálf þættu góð meðal þeirra sem enga atvinnu hafa eða um 260 þús. á mán. Venjulega er þessum launum reyndar dreift að fleiri einstaklinga í breytilegan tíma. Athyglisvert er einnig að það eru engar kröfur gerðar til skila eða árangurs listamanna - e.t.v. ekki hægt?

Aðrir sjóðir t.d. á sviði vísinda og íþrótta sem njóta framlaga frá ríki gera mjög strangar kröfur um áætlun fyrirfram um það sem gera á, framvinduskýrslur og ekki síst árangur. Eins er jafnan tekið tillit til annrra tekna, þannig að þeir sem raunverulega hafa enga þörf á styrk fá hann ekki.

En ekki listamenn! Þeir eiga t.d. að ekki að þurfa að sýna árangur og þeir geta lifað á framfæri skattborgara þó svo þeir hafi enga þörf fyrir slíkt þar sem aðrar tekur þeirra eru það miklar, hvort sem er vegna höfundalauna eða annarra tekna.

Í raun er um einhverskonar elítu klúbb að ræða, þ.e. viðurkenningu á því að vera í hópi „listamanna“ að fá styrk og geta drukkið kaffi á Mokka, eða staðið í mótmælum allt í boði skattborgara - sbr. Hallgrím Helgason! Eru þetta afleiður af störfum listamanna sem Mörður varaþingmaður Árnason er að vísa til í bloggi sínu á eyjan.is?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvaða, hvaða, þar sem ríkið hlýtur jú að eignast þau verk sem listamennirnir vinna að meðan þeir eru á launum hjá ríkinu við listsköpun sína, er þetta myljandi bissniss fyrir ríkið ekki satt ?!?

Gestur Guðjónsson, 6.4.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 34308

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband