Var hryðjuverkalögunum beitt í pólitískum tilgangi?

Gríma breska Verkamannaflokksins gegn Íslandi er að síga og í ljós er að koma ofbeldi breskra yfirvalda gegn lítilli vina þjóð. Í ljós er að koma að breska ríkisstjórnin greip til harkalegra aðgerða til að bjarga eigin skinni og til að sýnast skelegg. 

Stjórnvöld í Bretlandi höfðu fram að bankahruninu verið ásökuð um að láta aðvífandi bankavandamál í léttu rúmi liggja, viðbröðg hefðu verið fálmkend og allt of seint gripið inn. Eins var fylgi breska Verkamannaflokksins í sögulegu lágmarki og ekkert útlit fyrir að hann næði sér á strik aftur. En nú átti loks að taka til hendinni!

Nú þegar íslensk fyrirtæki áttu í hlut, gátu stjórnvöld loks látið sem þau væru að gera eitthvað og beint athyglinni að hæfilega litlu skotmarki, Íslandi.

Slæmt til afspurnar fyrir systurflokk Samfylkingarinnar hér á landi! 


mbl.is Hryðjuverkalög of harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir voru líka nýbúnir að missa fúlgur fjár úr landi vegna gjaldþrots Lehman Brothers í Bandaríkjunum, en ekki gátu þeir beitt hryðjuverkalögum gegn risanum í vestri sem er stærri og sterkari og hefði tekið það óstinnt upp. Þeir hefðu heldur ekki komist upp með þetta gegn öðru ESB-ríki. Í þessu taugastríði fannst þeim þeir þó verða að gera eitthvað til að sýnast stórir, en þá varð litla Ísland líklega bara fyrir valinu sem hentugt skotmark. Það alvarlegast er samt að örfáum veruleikafirrtum bankamönnum skuli hafa verið veitt heimild til að gefa slíkan höggstað á landi og þjóð, en það er einmitt slíkt sem er ætlað að taka á með X. kafla almennra hegningarlaga.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 34243

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband