Mótmæla ofsóknum

Það væri í stíl við tíðaranda iðrunar í íslensku samfélagi ef gamlir og nýjir herstöðvarandstæðingar bæðu þjóðina og alla þá sem urðu fyrir valdbeitingu Sovétstjórnarinnar sálugu og annarra Austur-Evrópuríkja afsökunar í dag á fundi sínum.

Þessi fundur er sérlega kaldhæðnislegur í ljósi sögulegra staðreynda og sýnat e.t.v. betur en margt annað að sumir hafa lítið lært. 


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hví þá? Hvernig bera hernaðarandstæðingar ábyrgð á hernaði? Er það vegna þess að þeir hljóta að vera kommúnistar fyrst þeir eru hernaðarandstæðingar, og fyrst þeir eru kommúnistar þá hljóta þeir að vera hlynntir hernaðarbrölti annarra yfirlístra kommúnista?

Nei, þetta er ekki rétt. Hernaðarandstæðingar eru, eins og nafnið gefur til kynna, á móti hernaði, hvort hann sé framinn af yfirlýstum plat-kómúnistum í Rússlandi eða yfirlýstum and-kommúnistum í Bandaríkjunum. Hernaðarandstæðingar þurfa ekki að byðjast afsökunnar, nema þá að því leiti að mótmælin þeirra hafa ekki borið meiri árangur en svo að austu-evrópu-, kakasus-, mið-asíulönd og þjóðarbrot innan Rússlands eru enn fórnarlömb hernaðar.

Ástæða þess að mótmæli hernaðarandstæðinga beinast aðallega gegn vestrænum herum hefur ekkert með stuðning við Rússa, eða fyrverandi sovíetríkin að gera. Mótmælin beinast svo mikið vestur af þeirri einföldu ástæðu að íslensk stjórnvöld eru yfirlýstir stuðningsmenn vestræns hernaðar, í gegnum NATÓ, í gegnum Bandaríkjaher, í gegnum Ísraelsher o.s.frv. Stjórnvöld hafa verið dugleg við að fordæma austrænar hernaðaraðgerðir og er það lofsvert. Hitt vantar að þau fordæmi vestrænar aðgerðir jafn mikið (eða bara hernað eins og hann leggur sig).

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Rúnar.

Það þarf að skoða samhengið. NATO var stofnað til að berjast gegn útþennslu við það sem þú kallar gervi-kommúnisma. Það tókst. Fyrir tilstyrk NATO tókst að stöðva ofbeldi og útþennslu kúgunar. Ég hef kynnst mörgum sem lifðu undir oki stjórnvalda í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu. ENGINN þeirra vill hverfa aftur til þess tíma. Geri ég ráð fyrir NATO hafi verið til góðs fyrir okkur a.m.k. sem bjuggum vestan járntjaldsins.

Síðan að halda því fram að ofbeldi hverfi með mótmælagöngum gegn því! Þær aðferðir dugðu a.m.k. ekki til að stöðva blygðunarlausa útþenslu nasista. Mótmæli gegn ofbeldi voru miskunarlaust barin niður t.d. í Austur-Þýskalandi 1953, Unghverjalandi 1956, Tékkóslovakíu 1968 svo fleiri dæmi séu tekin. Þessi sömu öfl studdu með ráðum og dáð margar "friðarhreyfingar" í V-Evrópu - ekki til að eflfa friðarboðskap, heldur til að draga úr styrk þeirra sem börðust á móti ofbeldinu austan tjalds og útþenslu þess!

Það vill segja að friðarhreyfingar sumar hverjar a.m.k. og margir innan SHA hér á landi er þar með taldir, voru að leika "nytsama sakleysingja" í besta falli. SHA skuldar skýringar á sinni sögu og fortíð!

Jónas Egilsson, 30.3.2009 kl. 11:15

3 identicon

Vesturveldin hafa þanist út alveg eins. Löndin sem hafa orðið undir hafa það síður skárr en leppar sovíetríkjanna. Ég verð þó að viðurkenna að ég var nú bara 5 ára þegar sovíetríkin féllu og hef aldrei heimsótt gömlu leppana þeirra. En ég hef hins vegar heimsótt útþenslufórnarlömb vesturveldanna og talað við fórnarlömb hernaðar þeirra. Til dæmis í Laos þar sem sprengjum var varpað á saklausa borgara til að reyna stöðva meinta skæruliða á leið til Ho Chi Minh-borgar. Og til Nikaragva þar sem leppar BNA hentu pólitískum andstæðingum úr þyrlum ofan í eldfjöll. Það má líta þannig á þetta sem tvö skrímsli að berjast um sömu kökuna. Ef ekki hefði verið fyrir NATÓ þá hefði kannski orðið alvöru uppreisn sem hefði fellt „kommúnistana“ á sínum forsendum en ekki forsendum vesturveldana. Hver veit? Hvernig veist þú nema að SHA hefðu ekki mótmælt framkomu rússa við þegna sína ef heimurinn hefðu verið þannig?

Mögulega getur NATÓ monntað sig á að hafa „bjargað“ einhverjum frá slæmum örlögum, en það grefur ekki undan rétti fólks til að mótmæla morðum þeirra á öðrum mönnum annarsstaðar í heiminum. Og síst á fólk að biðjast afsökunnar á því að standa í slíkum mótmælum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Rúnar.

Við erum að upplifa það hér á Vesturlöndum og um allan heim að menn hafa misnotað sér aðstæður og þær smugur sem eru í kerfinu. Óheiðarlegir menn og konur hafa alltaf verið til og verða það. Spurning er hvernig við mætum því og það eru fleiri en ein leið til. „Lýðræðið hefur ótal galla, en er samt það besta stjórnkerfi sem við höfum möguleika á“ er haft eftir Winston Churchill. Þótt einstaklingar innan kerfisins geti verið gallagripir, mönnum mislagðar hendur,er ekki þar með sagt að við eigum að fórna lýðræðinu. Kerfið sem var hins vegar við lýði t.d. í Þýskalandi nasismans og í Rússlandi og víðar á tímum kommúnista var og er hins vega í eðli sínu ofbeldissinnað.

Ef farið er út í Vietnamstríðið þá voru höfðu Bandaríkjamenn ekkert einkaleyfi á ofbeldi og morðum saklausra borgara, þótt þeir hafi sjálfsagt gerst sekir um mörg brotin. Lýðræðisfyrirkomulagið er gagnsærra og þess vegna eru þessi hlutir í umræðunni hjá okkur en ekki þeim. Heldur þú t.d. að Hanoi stjórnin hamist við að upplýsa um morð á saklausu fólki þar? Hefur þú t.d. lesið um tilraunir Pol Pots o.fl. við að búa til nýtt samfélag í Kambódíu, þegar milljónum manna var útrýmt svo hægt væri að skapa nýtt samfélag kommúnisma?

Þú ert t.d. að nýta þér möguleika sem kollegar þínir í Kína og Víetnam fá ekki enn notið eða fengu ekki í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, þ.e. að tjá þig um eigin stjórnvöld og bandamanna þeirra og hefur fullan rétt til þess!

Hins vegar væri þér og fleirum hollt að minnast þeirra sem hafa ekki þessi réttindi og af hverju þú hefur þennan rétt! Því óréttlæti ber að mótmæla!!

Jónas Egilsson, 30.3.2009 kl. 14:21

5 identicon

Reyndar smá misræmu því Ho Chi Minh stjórnin var einmitt sú stjórn sem kom Pol Pots frá völdum (reyndar með ofbeldi líka), eftir að herinn hans hafði sigað Bandaríkjamenn burt (einnig með ofbeldi).

En já, réttur okkar er mun meiri en undir fasískum stjórnarháttum yfirlýstra kommúnista (aftur eru mótmæli gegn NATÓ EKKI stuðningsyfirlýsing til þeirra). Hins vegar er sá galli á okkar kerfi að okkar velsæld byggist á stöðugum vexti, þegar vöxturinn hefur náð hámarki verður annaðhvort kerfishrun eða að við fynnum aðrar lendur til að vaxa af (sbr. nýlendur og síðnýlendur). Okkar stríð er gegn þeim sem þrjóskast við að leyfa okkur að vaxa á þeirra kostnað. Það er verið að mótmæla þessum stríðum og þeirri staðreynd að íslensk stjórnvöld styðja þau.

Ó móti kvet ég þig til að mótmæla frelisskerðingu fólks á Kúbu eða fasískum stjórnarháttum Kínverja eða Norður-Kóreu. Ég skal glaður mótmæla með þér, en ég mun ekki byðjast afsökunar á mótmælunum.

Takk samt fyrir skemtilegar rökræður

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 34306

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband