Flókið kosningakerfi

Fyrir Alþingi liggur frumvarp nokkurraþingmanna um breytingar á lögum um kosningar til alþingis með það að markmiðiað gera kjósendum mögulegt að raða frambjóðendum niður á einstökum listum aðeigin vali. Frumvarpið virðist sett fram í skyndi sem viðbrögð við kröfum semfram komu í kjölfar bankahrunsins um aukið lýðræði í samfélaginu. Álitamál erhvort þessar hugmyndr séu ekki, m.v. við reynslu Svía þar sem mikill minnihlutihluti kjósenda hefur áhuga á nýta sér þessa möguleika, hvort ekki sé farið út íof flóknar og kostnaðarsamar breytingar fyrir of takmarkaðan árangur. Eins erspurning hvort aðrar ódýrari og einfaldari leiðir séu ekki til.

Nokkur áhrif sem samþykkt frumvarpsins mynduhafa eru órædd í samfélaginu og þarfnast nánari skoðunar við:

Kerfið sem sett er lagt er til að tekið verðiupp, er flókið og hætta er á mistökum og þ.a.l. ógildingu atkvæða. Eins erureglur um úthlutun þingsæta flóknar sem byggjast bæði bæði á atkvæðatölumeinstakra frambjóðenda og atkvæðamagni framboða. Flókið kerfi gerir það aðverkum að margir verða fráhverfir hugmyndunum og kosningaþátttaka verði minnifyrir vikið. Fram komnar hugmyndir kalla á óheyrilega flókna og seinvirkatalningu atkvæða. Kosningarnar verða þar að leiðandi síður áhugaverðar og fólkverður enn frekar fráhverft þátttöku eða að fylgjast með talningu. Að þessuleyti eru hugmyndir frumvarpsins því í andstöðu við markmið þess, en markmiðiðætti að gera kosningakerfi einfalt og skilvirkt bæði í framkvæmd og í hugumkjósenda.

Óljós röðun frambjóðenda leiðir til tvöfaldrarkosingabaráttu. Annars vegar verður barátta milli flokka sem mun líklega fallaí skuggan af baráttu milli frambjóðenda innan flokka. Þar er hætt við að hverhöndun verði upp á móti annarri og frambjóðendur keppast um að yfirbjóða hvernannan. Stefna flokkana yrði þar að leiðandi óljós, þar sem áherslurframbjóðenda verða alltaf mismunandi og ekki ljóst hver stefnan verður aðafloknum kosningum. Ekki yrði slíkt til að auðvelda kjósendum val á kjördegi.

Þegar röð frambjóðenda er ákveðin meðhlutkesti og allir frambjóðendur „jafnir" verður augljós skortur verður áoddvita framboðs. Hver leiðir listan? Hver á að koma fram fyrirhönd frambjóðandahóps í umræðum, o.s.frv.? Eigafjölmiðlar að ákveða það? Eiga frambjóðendur sjálfir að ákveða það? Slík óvissagetur valdið spennu innan og sundurþykkju og samkeppni innan hóps væntanlegrasamherja og getur dregið úr líkum á árangursríku samstarfi að kosningum loknum.

Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að kjósendurgeti valið frambjóðendur af mismunandi framboðum eins og kröfur hafa veriðsettar fram um og mætir því ekki ítrustu kröfum um valfrelsi kjósenda.

Þetta frumvarp er seint fram komið og því ekkinægilegur tími til að ræða það til þaula. Allir listar hafa nú þegar ákveðiðframboð sín, eða eru við það að ljúka því. Því er framkomin tillaga á skjön viðframkvæmd flokkanna sjálfra sem að tillögunni standa. Til dæmis hafa tveirframsögumenn tillögunnar þau Siv Friðleifsdóttir og Jón Bjarnason bæði tekiðþátt í prófkjöri/forvali sinna flokka, þá væntanlega til þess að vera í þeimsætum sem þau unnu til, en ekki bjóða upp á nýja hringekju.

Mun einfaldari lausn gæti verið aðstjórnmálaflokkarnir sameinuðust um að efna til prófkjörs, forvals eða annarraskoðanakannana innan sinna vébanda á sama deginum og jafnvel sameinast umframkvæmdina. Þannig gæfust öllum kjósendum kost á að velja þá frambjóðendursem þeim hugnaðist best í hverjum flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 34316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband