Umræða á röngum forsendum

Gamli mælikvarðinn á árangur kynja stenst ekki lengur og því þarf að skoða þessa umræðu út frá nýju forsendum. Kjósendur eru farnir að velja frambjóðendur á grundvelli menntunnar, getu og frammistöðu frekar en á grundvelli kynferðis. Dæmi þá eru tveir hagfræðingar sem eru nýgræðingar í stjórnmálum ofarlega á listum nú en hefðu sennilega ekki komið fram ef ekki væri vegna efnahagsástandsins.

Mun fleiri karlar hafa ákveðið að hætta á þingi og var hafnað í prófkjörum en konum, svo dæmi um hið gagnstæða í umfjöllun blaðsins sé dregið fram. 

Skv. niðurstöðum t.d. Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, er árangur kvenna mjög góður, þrjár í fjórum efstu sætunum. Þrátt fyrir að konur séu ekki marga ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eru þær fjórar af fimm nýliðum í 12 efstu sætunum. Þetta verður að skoða í ljósi þess að þeir sem eru á þingi fyrir eru í yfirburðastöðu þegar kemur að kosningum, sérstaklega þegar svigrúm til umfjöllunar varð eins lítið og raun bar vitni.

Þessi einfaldi tölulegi samanburður á frammistöðu kynjanna er ekki raunhæfur lengur. Íslendingar virðast komnir upp úr henni.  


mbl.is Útkoma kynjanna ólík eftir flokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband