Einföld lausn til að koma hjólum efnahagslífsins af stað á nýjan leik

Trikkið við þessa hugmynd er að hún kostar ekkert, af því að það er búið að afskrifa þessi lán nú þegar um 50% með færslu þeirra til nýju bankana. Kosturinn væri sá að almennur sæi aðgerðir STRAX, ekki á næsta ári eða því þar næsta!

Eitt af aðalvandamálum efnahagslífsins er að þó að það séu til peningar í kerfinu eru þeir ekki á hreyfingu, heldur bíða vegna óvissu. Það eitt er ákveðið vandamál nú. Með því að að afskrifa 20% skulda fyrirtækja og einstaklinga kæmi innspíting í efnahagslífið sem gæti ýtt þessum kyrrstæðum hjólum efnahagslífsins af stað á ný. Þeir sem ekki þurfa á niðurfellingu, gætu nýtt aukið fjárhagslegt svigrúm til þess að fjárfesta, lána nú eða borga út umsamdar kjarabætur svo dæmi séu tekin. Þessi aðgerð væri skýr skilaboð til þeirra sem eru í óvissu hvað gert verður ef þá eitthvað verður gert yfirleitt.

Síðan er þessi aðgerð einfalt réttlætissjónarmið, því að lán hafa hækka mikið að undanförna vegna hækkunar á (kolrangri) vísitölu eða skyndilegs falls krónunnar. Þessi lækkun tæki þessa hækkun til baka a.m.k.

Loks væru mál sem þessi dyðgðu ekki skoðuð sérstaklega. En þau yrðu miklu færri fyrir vikið og væri hægt að afgreiða mun hraðar en m.v. óbreyttar aðstæður.

Ein af aðalástæðum þess að stjórn Obama dreif í gegn um 800 milljarða dollar efnahagsaðgerðarpakka um miðjan febrúar sl., var að senda skýr skilaboð út í efnahagslífið um aðgerðir, ekki bið eða nánari skoðun á málunum. 

Viðhorf núverandi stjórnvalda við hugmyndum um efnahagsaðgerðir einkennast að óvenju mikilli tortryggni og seinagangi sem eru að verða efnahagsvandamál út af fyrir sig. 


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband