Er Jóhanna Sigurðardóttir enn að brjóta lög?

Nýskipað bankaráð Seðlabankans er „ólöglegt“ skv. jafnréttislögum, sem kveður á um að hlutfall annars kynsins megi ekki fara niður fyrir 40%!

Þetta er sérlega athyglisvert þegar skoðað er hver á hlut í þessu máli, þ.e. aðeins ein kona af fjórum fulltrúum ríkisstjórnarflokkana er kona, eða 25%, en þrír karlmenn. Stjórnarandstaðan tilnefnir þrjá fulltrúa því getur hlutfallið aðeins verið best 2 og 1, sem og er raunin.

Það eru því Jóhanna Sigurðardóttir og hennar liðar sem eru að brjóta jafnréttislögin eða a.m.k. að ganga þvert á anda þeirra. 

Það yrði í annað sinn á hennar forsætisráðherraferli sem hún yrði uppvís að slíku, sem myndi gera eitt brot á mánuði að jafnaði. Í síðasta mánuði fékk hún á sig dóm fyrir að hafa brotið á manni sem tilnefndur hafði verið í nefnd.

Spurning hvort Jóhanna íhugi nokkuð að segja af sér ef Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri jafnréttisráðs kemst að því að lög hafi verið brotin - sérstaklega í ljósi fyrri yfirlýsinga hennar um strangar kröfur til ráðherra og að farið skuli að lögum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú varla hægt að búast við að Jóhanna fari að setja fordæmi á þessum stutta ferli sínum,fyrst fyrrverandi forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra sáu ekki ástæðu til að bregðast við að hafa fengið á sig dóm frá mannréttadómstól evropu,sem bara var snúið útúr a la sjálfstæðisflokkur.það hefði ég talið alvarlegra enn brot á jafnréttislögum,þó að það afsaki ekki gerðina sem slíka,það hefur bara aldrei neinn íslenskur stjórnmálamaður í seinni tíð þurft að axla ábyrgð á sínu klúðri.skýla sér alltaf bak við að þeir axli sína ábyrgð í kosningum,setja sig svo í efsta eða eitt af efstu sætunum,til að þurfa ekki að standa skil á neinu..lögbrjótar? eða svikvarar?veldu...

zappa (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Jónas Egilsson

M.ö.o. hún geri meiri kröfur til annarra ráðherra og stjórnmálamanna en til sín! Ennfremur að það sé ekkert að marka allt það sem hún hefur sagt. Þetta er athyglisvert sjónarmið.

Jónas Egilsson, 18.3.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 34264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband