Lúxusvandamál Samfylkingarinnar!

Það verður að teljast talsverður lúxusvandi forystu Samfylkingarinnar að hafa "pólitískt" ráð á að fórna sínum vinsælasta þingmanni í kjördæminu.

Gunnar kom sá og sigraði í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar og hefur verið ótvíræður forystumaður í bæjarmálunum í Hafnarfirði, sem hefur verið eitt höfuðvígi kratana í áratugi. Þá hefur hann þótt standa sig vel og hafa verið málefnalegur í störfum sínum á þinginu.

En það getur verið einmitt vandamálið, það skiptir meira máli að vera "réttu megin" í flokknum en "réttu megin" í pólitík.

Er þetta svo árangur samræðustjórnmálanna innan Samfylkingarinnar? 


mbl.is Gunnar ekki „í klíkunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónas, nú er ég kominn inn í forstofu þína líkt og þú ötullega sækir mína. Ertu alveg viss um að Gunnari "hafi verið fórnað"? Getur ekki verið að það sé nóg að vera annað hvort forseti bæjarstjórnar Hafnafjarðar OG formaður fjárlaganefndar? Ég þori að fullyrða að Gunnari þyki meira spennandi að starfa fyrir bæinn sinn. Annar þingmaður flýgur sem jójó milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann er líka forseti bæjarstjórnar OG fyrrv. varaformaður fjárlaganefndar. Hann vill engu sleppa, axlar enga ábyrgð. Hvað heiti hann? Þú færð gamla ránfuglsmerkið mitt ef þú giskar rétt. Kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Gunnar var ekki í "klíkunni" eins og það er orðað í Mogganum og vitnað er til í Mogganum í dag (föstudag). Af því sem ég heyrt í Firðinum líkar fólki vel við Gunnar og ná þau sjónarmið út fyrir flokk hans. Mun það m.a. vera skýringin á velgengni hans í prófkjöri/forvali f. tveimur árum. "Kraginn" er eitt sterkasta kjördæmi Samfylkingarinnar og því ekki óeðlilegt að oddvitinn þaðan yrði ráðherra, m.v. þær venjur sem tíðkast hér á landi.

Formaður Samfylkingarinnar er hins vegar þannig manneskja að hún fer ekki eftir hefðbundnum leiðum í samskiptum sínum við samstarfaðila hennar. Vísa ég þar t.d. til meðferðarinnar á fráfarandi varaformanni flokkins - t.d. í samanburði við varaformann VG og Sjálfstæðisflokksins og eigin reynslu - en það er annað mál.

Ég hefði nú haldið að það væri auðveldara fyrir Gunnar að stunda sína bæjarpólitík, en kollega hans úr fjárlaganefndinni sem þú vísar til - bara vegna fjarlægðarinnar. En menn eru mismunandi og ég hef ekki tök á að bera aðstæður þeirra saman. Ég vil endilega að þú eigir merkið áfram Gísli. Þau hafa ákv. sögulegt gildi, merkin frá þessum tíma.

Ég get hins vegar sent þér ekki svo mjög gamla mynd í starfrænu formi af þér m.a. ef þú vilt.

Jónas Egilsson, 21.2.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband