Forseti án ábyrgðar?

Þar til fyrir nokkrum árum, var litið á forseta Íslands sem sameiningartákn og sem slíkur sat hann venjulega á friðarstóli. Þetta hlutverk tók breytingum þegar forsetinn neitaði staðfestingu á lögum um fjölmiðla, sem var til þess að Alþingi felldi þau úr gildi til að forðast stjórnarskrárdeilu. Þegar forsetinn var í heimsókn í HR 15. okt. er haft orðrétt eftir forsetanum í DV daginn eftir:

„Forseti svaraði því til að hann hefði talið mikilvægt að lítill hópur manna setti ekki reglur um fjölmiðla á Íslandi og hann hefði viljað að fólkið í landinu myndi eiga seinasta orðið um það.“ [leturbr. höf.]

Það sem vekur athygli er að þessi „litli hópur manna“ sem svo er nefndur, samanstóð af meirihluti alþingismanna, löggjafarvaldið, þar sem hann eitt átti sæti sjálfur. Það vill þannig til að þessi tilgreindi hópur, hafði meirihluta almennings á bak við sig, en forsetinn hafði ekki nema um þriðjung þegar hann var kjörinn!

Reyndar er þessi yfirlýsing forseta mjög alvarlegt mál og ætti sannast sagna ræðast betur í þjóðfélaginu. Forsetinn skuldar þjóðinni skýringu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband