Samfylkingin að undirbúa stjórnarslit?

Þingmenn og jafnvel ráðherrar hafa í vaxandi mæli beint spjótum sínum að seðlabankanum, þá sérstaklega að Davíð Oddssyni formanni bankastjórnar vegna efnahagsástandsins. Í byrjun heyrðist þessi rödd frá þingmönnum sem vanir eru að láta þung orð falla. Nú hefur ráðherrahópurinn tekið afstöðu og hafa þar með "dregið línu í sandinn."

Með þessari yfirlýsingu sinni hefur Samfylkingin í raun still samstarfsflokki sínum upp við vegg og látið í það skína að annað hvort fari Davíð eða leitað verði annað eftir þingmeirihluta. Í öllu falli er Samfylkingin að eigna sér það að losna við Davíð þarna úr stólnum. Ekki eru ljósar ástæður þessarar afstöðu. Pólitískur ávinningur meðal almennings í ljósi meintra óvinsælda Davíðs? Önnur ástæða gæti verið persónulegt viðhorf gagnvart fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Í öllu falli, hvernig sem allt fer, er hægt að segja "við reyndum" eða "okkar afstaða var ljós" m.ö.o. "ekki benda á mig ..."

Hver ávinningur Samfylkingarinnar yrði af stjórnarslitum við Sjálfstæðisflokkinn er ekki alveg ljós. Samstarf við VG sem er á móti flestu því sem Samfylkingin stendur fyrir, þ.m.t. upptöku Evrunar og inngöngu í ESB. Kosningar eru áhættusamar því pólitíkst landslag getur breyst hratt, sérstakelga á viðsjárverðum tímum eins og nú.  


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband