Færsluflokkur: Dægurmál

Hafinu skal refsað

Nokkuð er farið að fyrnast yfir þekkingu mína á grískri sögu og því nöfnin og ártölin ekki lengur á þurru. Í einu tilfelli a.m.k. þegar óveður hafði grandað flota miklum ákvað konungur sá sem fyrir tjóninu varð, að refsa hafinu, eða guðum hafsins og lét þegna sína berja hafið í þeirri von væntanlega að það gæti dregið einhvern lærdóm af þessari heimsku sinni!

Nú skal einhverjum refsað hér á landi fyrir hrun bankakerfisins og heimskreppuna. Á sama tíma og okkar ástkæru nágrannar og vinir (lengst af) Bretar fylkja sér á bak við ríkisstjórnina í sinni kreppu, refsum við okkar, skv. skoðanakönnunum.

En þessi hugmynd gríska kóngins var e.t.v. ekki eins galin eins og hún lítur út fyrstu. Verið getur að almenningur í landi hafi reiðst og í stað þess að taka á sig ábyrgð, hefur kóngurinn blessaður skellt skuldinni á hafið. Borgarnar hafi ennfremur fengið farveg fyrir útrás sína með því að "refsa" hafinu eða guðunum fyrir óveðrið í stað þess að taka út. Í öllu falli var einhverjum refsað og réttlætinu fullnægt.

Einhver samsvörun við ástandið hér á landi?


Sögulegar forsetakosningar

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í næstu viku verða hvoru tveggja, þær mikilvægustu í rúma öld og merkilegar fyrir þær sakir að maður sem skilgreinist úr þjóðfélagshópi minnihluta innan Bandaríkjana er líklegri en hitt að verða næsti forseti Bandaríkjana. Styrkur Obama í skoðanakönnunum benda ótvírætt til sigurs hans nk. þriðjudag. Fylgið er það stögðugt og kannanir vel unnar að hinna svonefndu "Bradley áhrifa" muni ekki gæta.

Þessar kosningar eru sennilega einar þær mikilvægustu síðan 1860, þegar Bandaríkin stóðu frammi fyrir klofningi ríkisins vegna ágreinings um þrælahald, viðskiptafrelsi og í raun pólitískt tök. Þá voru það Republikanar með Abraham Lincoln í broddi fylkingar sem lögðu áherslu á viðskipta- og einstaklingsfrelsi ásamt því að vilja afnema þrælahald. Það má því segja að þessar kosningar verði e.k. endapunktur á því ferli sem formlega hófst með afnámi þrælahaldsins.

Í umhverfis- og orkumálum munu þessar kosningar marka ákveðið upphaf af leit Bandaríkjamanna að nýjum og fjölbreyttari orkulindum, en olíu og kolum nær eingöngu. Í utanríkismálum munu verða ákveðinn tímamót þegar styrkur Bandaríkjana verður beitt á sviði efnahagsmála og stjórnmála, frekar en hina miklu áherslu á hernaðarmátt.

Ennfremur er að festast í sessi talsverð breyting á hinu pólitíska landslagi í Bandaríkjunum. Norðurríkin voru aðalvígi Republikana lengst af. Nú sækja Demócratar sinn aðalstuðning þangað, og  til Vesturstrandarinnar. Suðurríkin, sem í um heila öld í kjölfar borgarastyrjaldarinnar voru höfuðvígi Demócrata, urðu síðar að óvígu virki Repúblikana í kjölfar sigurs Reagans fyrir um 28 árum síðan. Nú hins vegar er Obama að takast að höggva stór skörð í þetta vígi aftur. Það er m.a. gert með aukinni kosningaþátttöku minnihlutahópa (aðallega af afrískum uppruna). Nú eru vígi eins og Virginía og Norður Karólína að falla í hendur Democrata. 

Obama hefur slegið öll met í fjáröflunum. Þetta hefur hann gert með því að virkja milljónir manna bæði sem styrktaraðila og til að afla nýrra kjósenda. Honum hefur tekist að virkja gífurlegan fjölda með sér í baráttu sinni og kosningamaskína á sér enga líka. Obama hefur tekist á ná til fylgis við sig meirihluta fólks úr nær öllum þjóðfélagshópum samfélagsins. Margir hafa hinum svokölluðu "Regan Democrats" hafa snúið aftur, en það voru þeir Democratar sem Reagan náði til fylgis við sig 1980. Þetta voru aðallega millistéttarfólk úr norðurhluta Bandaríkjana.

Þó svo að Obama skilgreinist á hinum "frjálslyndari armi" bandaríksra stjórnmála, er hæpið að evrópskir "vinstri menn" geti fundið samsvörun í stefnumálum hans. Þegar stefnumál hans eru skoðuð samsvara þau miðju- og hægrimönnu í Evrópu. Það er því svolíitið hjákátlegt þegar "vinstri menn" eigna sér Obama og velgengni hans. 


Steingrímur líti í eigin barm

Steingrímur J. Sigússon hefur spáð reglulega sl. 17 ár að allt sé að fara í kalda kol og rúst, eða frá því hann sjálfur var ráðherra. 

En hversu oft hefur hann haft rangt fyrir sér? Væri þessum duglega mælskumanni hollt að líta í eigin barm líka? 


mbl.is Skortur á sjálfsgagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt sérfræðiálitið - spunaflóð

Enn bætist í sarp sérfræðiálita um ástandið hér á landi, en nægt framboð virðist vera á þeim. Þessi álit eru orðið nokkuð mörg og því miður ekki alltaf sammála og margt af því sem þar hefur komið fram. Sumt er byggt á misskilningi eða jafnvel röngum upplýsingum, eða sem er enn verr, í vafasömum tilgangi. Satt best að segja er þetta orðið hálfgert flóð af spuna og er sem slíkt orðið sjálfstætt fréttaumfjöllunarefni.

Fréttastofur landsins eru ósparar á að tína þau til og segja frá þeim og bæði fer mikill tími og athygli í þessa spuna - því miður. Satt best að segja er miklu áhugaverðara að gera viðburðina og staðreyndir að fréttaefni, en þessu oft á tíðum ruglingslega safni "sérfræðinga" sem virðast hafa nægan tíma til að tala við fjölmiða - sumir hver a.m.k.

Gerð er reyndar ágæt úttekt á einum þessara "spunameistara" í Morgunblaðinu í gær, sunnudag og ætti sú umfjöllun að vera fréttastofum til umhugsunar. Á þessum síðustu og versu tímum er nauðsynlegt að geta treyst fréttum, en ekki álitum!

 


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðiálit á útsölu?

Þeir eru margir spekulantarnir sem fram koma í fjölmiðlum þessa dagana og bjóða sína sýn á vandamál þjóðarinnar.

Nýleg sérfræðiálit tveggja prófessora um ágæti stjórn Seðlabankans eru athyglisverð fyrir þær sakir að þeir eru jú ósammála um ástæðurnar, þótt þeir séu sammála um um niðurstöðuna. Annar segir stjórnina hafa tekið rangar ákvarðanir og eigi þar að leiðandi að víkja helst strax og hinn segir einstaklingar þar tala og of mikið og þess vegna ættu ákv. einstaklinar að víkja.

Spurning hvort ekki sé komin fram ákveðið offramboð af sérfræðingum og þeir leitist við að bjóða stærstu yfirlýsingar gegn því að fá að koma fram í fjölmiðlum.

Hér um árið varð talsverð "verðfall" á lögfræðiálitum, þegar þau birtust hvert á eftir öðru - að því virtist stundum eftir pöntun. Spurning hvort hagfræðingaálitin séu ekki að verða of mörg og verðskráin eitthvað fallið með krónunni?

 


Nýtt áreiti

Tölvustýrð símtöl frá útlöndum í einhverjum markaðsstengdum tilgangi, að því að virðist, eru að verða að nýju áreiti í samfélaginu. A.m.k. hefur bloggari fengið 5-10 símtöl á dag úr einhverju erlendu símanúmeri í núna um 3 vikur. Hringt er úr númerum sem eru skráð í Moskvu, Sviss og jafnvel víðar.

Ekki hefur tekist að afþakka þessi símtöl á neinn hátt, með því að svara og segjast ekki kæra sig um þessi símtöl. Símafyrirtækið segjast geta ekki útilokað svona símtöl. Hægt er reyndar að útiloka símtöl frá útlöndum í símtækinu, en þá er líka verið að útiloka þau símtöl sem maður vill fá.

Eina ráðið er að skipta um númer. Varla er hægt að búast við því að lögreglan geri nokkuð í svona smámálum, þegar hún hefur ekki tíma til að leysa úr mun stærri málum - eins og staðan er í dag. 

Ef fleiri hafa verið að fá svona símtöl, væri fróðlegt að vita af því. Eini möguleikinn á að gert verði eitthvað í þessu, er ef nógu margir gera aths. 


Ánægjulegur stuðningur við sportið

Mjög jákvætt er hversu mikillar athygli íþróttir (nú handboltinn) njóta meðal ráðamanna þjóðarinnar.

Það er vissulega jákvætt að ráðherra og forseti skuli vera á staðnum. Slíkt hefur mjög hvetjandi áhrif á keppnisfólkið og dregur verðskuldaða athygli að íþróttum almennt. 


mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RUV að falla á prófinu?

Eru útsendingar frá stærsta íþróttaviðburði sögunnar eru að verða stjórnendum RUV ofviða? Sú spurning hlýtur að koma upp í hugan þegar fjölmargir áhorfendur geta valið á milli nokkurra stöðva sem senda út frá leikunum og hægt er að gera samanburð og velja á milli stöðva.

Í tvígang hefur þurft að tala um það sem hefur gerst hefur, eða sýna það engu máli skiptir, á sama tíma og úrslit fara fram í öðrum greinum - jafnvel fyrirsjáanlegt heimsmet!

Einnig er spurning um tækni. RUV t.d. getur ekki skipt fram og til baka milli greina þ.e. fylgst með tveimur eða fleiri greinum í einu. Eurosport gerir nokkuð af því að hoppa á milli greina, eftir því sem keppnin þróast. Síðan er tiltölulega einfalt atriði, sem er e.k. textalína neðst með stuttum fréttum sem rennur neðst á skjánum á meðan útsendingu stendur. Þetta gerir danska sjónvarpið sem dæmi.

Sjónvarpinu til tekna verður að nefna að vel hefur tekist til með að fá þuli eða sérfræðinga til að lýsa einstökum greinum, einstaklinga sem gjörþekkja einstakar greinar og upplýsa almenning vel um það sem fer fram bæði tæknilega og eins um keppnina sjálfa. Slíkt er alveg ómetanlegt.

Eins og í íþróttakeppninni, dugar ekkert kák. Hér þurfa menn að gera betur.


Áfall en samt ...

Þetta lyfjamál er mikið áfall fyrir Ólympíuleikana og íþróttir almennt. Hins vegar sýnir það hversu framarlega frjálsíþróttir eru í lyfjaeftirlitinu.

Um 80% allra lyfjaprófa sem tekin eru meðal keppenda utan keppni innan Alþjóðalegu Olympíuhreyfingarinnar eru innan frjálsíþrótta sem sýnir hversu eftirlitið er strangt í þessari íþróttagrein. Þrátt fyrir mikinn fjölda prófa, er hlutfall "jákvæðra sýna" (með ólögleg lyf), álíka hátt og í knattspyrnu sem dæmi, eða innan við 0,4%.


mbl.is Risalyfjamál í aðdraganda ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6 sinnum dýrara atkvæði í Júróvísjón

Á meðan Danir borga 1 danska krónu fyrir það að greiða atkvæði í yfirstandandi sönglagakeppni Eurovision, borgum við 99 íslenskar. Miðað við gengið í dag, 22. maí, er kostnaðurinn okkar rúmlega sexfalt meiri en Danana.

Spurning hvort kostnaði við framleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða sé að kenna! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband