Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.1.2017 | 15:47
Bandaríkin að klofna?
Það er fulldjúpt tekið í árinni hjá Guðmundi Hálfdánarsyni að Bandaríkin (BNA) séu að klofna, líkt og gerðist á 19. öld. Rétt er að ágreiningur er e.t.v. djúpstæðari en augljóslega meira áberandi en áður - jafnvel frá lokum Borgarastyrjaldarinnar sem lauk 1865. Í kjölfar stefnubreytingar í Demokrataflokknum á 7. áratug síðustu aldar og fram undir forsetatíð Reagans, færðist megin stuðningur flokksins úr Suðurríkjunum, norður og vestur til þéttbýlissvæðanna. Repúblikanar náðu í kjölfarið undirtökunum í Suðurríkjunum, en þeir hafa lengst af verið öflugri í dreifbýli hlutfallslega en þéttbýli. Það sem er hægt og hægt að breyta þessu landslagi, er hinn mikli flutningur fólks frá Suður-Ameríku sem sest að helst í landamæraríkjunum, Kaliforníu, Arizona, Nýju Mexikó og Texas, en þó víðar.
En þó hugmyndafræðileg gjá sé meira áberandi þessi árin, er landslagið flóknara nú en fyrir um 150 árum. Andstaðan skiptist eftir meir eftir þjóðfélagshópum sem dreifðir eru um allt land, en eftir ríkjunum sjálfum. Hin svokölluðu frjálslyndari öfl er að finna í þéttbýlli hlutum Norð-Austurríkjum, Miðvesturríkjunum og á Kyrrahafsströndinni á meginlandinu og Hawaii. Hin "íhaldssamari" öfl er að finna í dreifari byggðarlögum, í Klettafjallaríkjunum, Suður- og Suðvesturríkjunum og meir í dreifaðari hlutum þessara ríkja en í þéttbýli. Þannig eru einstök ríki klofin hugmyndafræðilega séð líka. Sem dæmi eru latneskir íbúar, sem kjósa helst Demókrata, ráðandi í suðurhluta Texas ríkis sem annars er mjög "íhaldssamt." Á sama hátt er fjölmennasta ríkið, Kalifornía þar sem "frjálslynd" öfl eru nú ráðandi, skipt. Í norðurhlutanum og í miðhluta þess eru Republikanar ráðandi, en Demókratar á þéttbýlli og fjölmennari svæðinu á San Francisco svæðinu, Los Angeles og í San Diego. Hvernig BNA yrði skipt er því vandséð. Þá virðist skipting í Colorado vera nokkuð jöfn og ef eitthvað virðast kjósendur þar vera að færast á "miðjuna."
Til viðbótar eru ákvæði í stjórnarskrá auk fordæmis frá 19. öld sem gera í raun ríkjum ókleift að segja sig úr ríkjasambandinu. Ólíkt t.d. stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna, þar sem einstökum ríkjum var í orði kveðnu heimilt að segja sig úr ríkjasambandinu, er engin slík heimild til í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þvert á móti mega ákvarðanir, lög og reglur einstakra ríkja BNA, ekki brjóta í bága við stjórnarskrá og lög BNA, skv. 6. gr. stjórarskráinnar. Reyndar túlkaði Abraham Lincoln stjórnarskrána á sínum tíma þannig að honum sem forseta bæri að viðhalda ríkjasambandinu. Úr því varð fjörurra ára borgarastyrjöld. Það er fordæmi sem hvaða forseti myndi nýta sér til að verja ríkjasambandið.
Eftir stendur hin hugmyndafræðilega umræða og barátta. Hún er afleiðing af þeim miklu og margþættu umbreytingum sem hafa átt sér stað í BNA undanfarin ár, sem á sér fjölmargar og djúpstæðar ástæður. Nefna má efnahagslegar breytingar, félagslegar, aukin miðlæg völd alríkisstjórnar, bylgja innflytjenda, meiri umfjöllum um og meiri hryðjuverk og ekki síst dreifing og miðlun upplýsinga o.fl. Þetta er eitthvað sem lýðræðisskipulagið þarf að takast á við á næstu árum og leysa friðsamlega vonandi.
Djúpstæður klofningur vestra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2016 | 23:39
Stórkaupmenn á réttri leið?
Er ekki alveg að kveikja á því hvert framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) áður Stórkaupmanna, er að fara í sínum orðum hér.
MS er ekki verslunarfyrirtæki í þeim skilningi sem rekið er með hagnað að leiðarljósi, heldur dreifingar- og þjónustuaðili mjókurvara sem háð er ákvörðun sjálfstæðs verðlagsráðs um álagninu og afkomu. Árangur hagræðingar í dreifingu og framleiðslu á mjólk og mjólkurvörum, sem fór fram fyrir um 10-15 árum, nemur um 3,5 milljörðum króna árlega, sem að 2/3 hluta kemur fram í lægra verði og 1/3 í auknum greiðslum til mjólkurbænda.
Fyrr á þessu ári gerðust FA ber að því vilja ekki "frjálsa" samkeppni með útboðum á innkaupum lyfja á Evrópsaska efnahagssvæðinu, fyrir sjúkrahús hér á landi, þó að Danir hefðu náð að lækka lyfjakostnað sinna sjúkrahúsa um 70-80% með opnum útboðum! Rök FA í umsögn sinni til Alþingis, voru að það þyrfti að vernda störf og þekkingu hér á landi í greininni. Gott og vel, en það sama gildir ekki um aðrar atvinnugreinar, þar sem FA gætu aukið sinn hlut í sölunni. Nýleg dæmi um "ofurálagninu" kaupmanna eða heildsala hræða og sýna að hin "ofurfrjálsa" samkeppni í boði FA sé ekki að skila neytendum bestu verð, eins og á að gerast með innflutningi á landbúnaðarafurðum, þegar verð á einföldum leikföngum og bílavarahlutum eru 2-3 falt á við það sem gerist í nágrannalöndununum okkar.
Er ekki tímabært fyrir Ólaf og samtök hans að beina athygli sinni að því sem þeim stendur nær, heldur en að agnúast út í lágt landbúnaðarverð og hagkvæma dreifingu á góðri og heilbrigðri vöru hér á landi?
Vilja að Alþingi afnemi undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2015 | 12:22
Lyfjanotkun í íþróttum
Það er eiginlega of auðvelt að dæma svona hluti utanfrá og hafa skoðun á lífstíðarbanni þeirra sem gerast brotlegir við lyfjareglur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) og Alþjóða lyfjaefrtirlitsins (WADA).
Fyrir það fyrsta eru til og eiga að vera til reglur sem við förum eftir. Gatlin var dæmdur skv. þeim og hefur öðlast keppnisrétt aftur skv. því - meira að segja í tvígang! Um slíkt má deila og verður að ræða. En hann fer eftir reglum. Thomas Bach formaður Alþjóða Ólympíunefndarinnar segir jafnvel að lífstíðarbann sé ómögulegt og að við verðum að fara eftir reglum.
En það er hægt að herða eftirlit og reglur. IAAF dæmdi 28 keppendur í bann afturvirkt á grundvelli nýrra rannsókna á gömlum sýnum. Hér gengur IAAF lengra og er á undan öðrum íþróttagreinum. IAAF er leiðandi á heimsvísu í fjölda prófa, en árið 2001 sem dæmi, voru 60% allra prófa utan keppni inna IOC tekin hjá frjálsíþróttafólki og um 20% í sundi. Allar aðar greinar voru með rest, sem sýnir metnað frjálsíþrótta í þessum málum. Þrátt fyrir þetta voru um 0,8-0,9% prófa í frjálsíþróttum jákvæð, þ.e. íþróttamaður var fundinn sekur. Þetta var svipað hlutfall og í fótbolta!
Það er eiginlega ómögulegt að koma í veg fyrir allt svindl. Of miklir peningar eru í húfi til þess að einhver freistist ekki. En forvarnir og fræðsla eru besta og öflugasta vopnið í baráttunni. Efla þarf slíkt starf ekki síst hérlendis. Ákvörðun IAAF um að geyma blóðsýni til frekari rannsókna síðar, er bara ein leið til varnaðar.
Ekki sópa undir teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2015 | 17:36
Komnir upp að vegg í kjaraviðræðum?
Svona sjónarmið fulltrúa í yfirstandandi kjaraviðræðum á ekki að setja fram: komnir upp að vegg eins og einn forystumaður í þessum viðræðum lét hafa eftir sér á miðvikudag (20. maí). Allir aðilar að þessum deilu, stéttarféllögin, atvinnurekendur, ríki og aðrir, vita að það verður að leysa þessi deilumál fyrr vonandi en síðar.
Þegar velja þarf nýjan páfa eru kardinálar lokaðir inni þar til þeim hefur tekist að velja nýjan. Þá senda þeir upp hvítan reyk og er hleypt úr. Sama eigum við landsmenn að gera við fulltrúa deiluaðila, ef þeir geta ekki leyst þetta um helgina. Þeim ber siðferðisleg skylda að leysa þetta áður en verkföll bresta á.
Almenningur lýður fyrir þetta og bíður skað sem verður ekki bættur. Örlítið dæmi er stærsta íþróttahátíð sem Ísland hefur og mun standa fyrir næstu áratugina, þ.e. Smáþjóðaleikar 2015 - GSSE 2015 sem eru í uppnámi ef allt fer í hund og kött! Bara ÍSÍ glatar 500 milljónum króna í peningum ef leikunum verður aflýst. Að auki fer vinna hundruða manna fer í vaskin, væntingar þúsunda íþróttamanna líka.
Hvet því alla að þrýsta á deiluaðila að leysa þessi kjaramál um Hvítasunnuhelgina. Hún er þess verðug og þjóðin á það skilið.
3.9.2014 | 19:37
Eru rök fyrir þessari ákvörðun?
Einhver hlýtur að spyrja hvort þessi rafrænu skilríki séu nauðsynleg vegna afgreiðslu þessara umsókna.
Þau þarf ekki vegna skila á skattframtali, þau þarf ekki vegna bankaviðskipta, heldur ekki vegna verslunar á netinu. Því skyldi vera þörf á þessu nú?
Ef allir sem sóttu um lækkun á höfuðstól lána sem eru um 69 þús. þurfa að fá sér rafræn skilríki og þau kosta tæpar kr. 11 þús. hver, er þetta heildarkostnaður upp á 750-760 milljónir króna!
Þarf ekki einhver skýr rök fyrir þessari ákvörðun?
Rafræn skilríki nauðsynleg í leiðréttingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2014 | 23:37
Gerðardómur algjört neyðarúrræði
Deilendur sem sættast á að vísa málinu til gerðardóms, segja sig frá málinu þar með og hafa þar að leiðandi engin áhrif á niðurstöðuna. Þessi leið er því algjört neyðarúrræði.
Ef um einfalda úrskurð er að ræða, af eða á, getur þetta verið þægileg leið. Kjaradeilur eru venjulega flóknari. Taka þarf tillit til vinnutíma, orlofs, eftirlaunaréttinda o.fl. Þó að gerðadómur geti verið ásættanlegur að einu leyti, er hann það oftst ekki að öllu leyti.
Því er nauðsynlegt að hafa skýrar kveðið á í lögum um kjardeilur, um samningsaðferðir í kjaradeilum. Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða mikilvægar atvinnugreinar sem snerta lífafkomu margra annarra. Þrengja verður tímaramma samningsaðila, setja ákvæði um hvenær viðræður skulu hefjast (ekki eftir að samningur rennur út). Ekki á að vera hægt að ræða ekki saman eða slíta viðræðum, nema þá helst eftir samþykki ríkissáttasemjara. Þetta er hægt, samningatækni er þekkt og er ekki einkamál deilenda. Þvi er ábyrgð þeirra víðtækari en eingöngu til nánustu umbjóðenda.
Ætti að leysa með gerðardómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2014 | 23:54
Verkföll í flugi hætt að snúast um âréttindiâ
Nýleg verkföll og verfallsboðanir í flugi hætt að snúast eingöngu um félagsrétt til og ákvörðunarrétt stéttarfélaga vinnustöðvunar. Þessar aðgerðir eru farnar valda öðrum í samfélaginu meira tjóni en svo að þessar aðgerðir séu réttlætanlegar lengur. Þetta gildir um alla sem hlut eiga að máli, því sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Því er nauðsynlegt fyrir alþingi að endurskoði lög um vinnudeilur mikilvægra hagsmunahópa og hreinlega skylda þá til að komast að einhverri skynsamlegri niðurstöðu, þannig að aðrir bíði ekki meira tjón af. Best væri að sjálfsögðu hlutaðeigandi aðilar næðu sátt um bæði niðurstöðu og leið að niðurtöðunum, án þess að valda öðrum tjóni. Lágmarkskrafa er að senda deilendur á námskeið í samningatækni.
Aðrir hagsmunaaðilar hljóta að fara skoða skaðabótaskyldu vegna tafa á lausn. Einhver hlýtur hún að verða fyrir rest.
Ef þessi mál fara ekki að leysast hjá deilendum, munu aðrir sjá um þessa þjónustu í framtíðinni - jafnvel erlend fyrirtæki.
8.6.2013 | 18:15
Úr einum öfgum í aðrar ...
Hvalveiðar á þar síðustu öld og þeirri síðustu voru skelfilegar rányrkjuveiðar. Hver og einn veiddi eins og hann gat og aðeins var hirt það verðmætasta úr hvalnum og restinni hent. Nú er þessu öðru vísi farið. Hvalveiðar eru stundaðar á stofnum sem þola þær og því sem næst öll skepnan er nýtt til hins ítrasta.
En samt er barist gegn hvalveiðum og þeim skal hætt skilyrðislaust. Bent er á af veiðiandstæðingum m.a. að hvalkjöt seljist ekki, það sé komið úr tísku, hvalveiðar séu grimmd og skepnan þjáist, ómannúðlegt og allt að því viðbjóðslegt. Allt í góðu að hafa skoðanir, en séu þær ekki haldbærari en þetta þarf að skoða málið á upp á nýtt. Hér skal sem sagt farið úr einum öfgum í aðrar.
Hvalveiðar eru ekkert frábrugðnar öðrum veiðum í sjálfu sér. Villt dýr er veitt til matar víða um heim, hvort sem það er hvalur, rjúpa, hreindýr, gæs eða hvað annað. Í raun má segja að það sé meiri grimmd og mannúðarleysi að ala dýr oft við bágar aðstæður til þess eins að slátra þeim og éta síðan. Hvalastofnar sem veiddir eru hér við land, eru sjálfbærir stofnar, hrefna og langreyður. Ekki er t.d. veitt af búrhval, steypireyð eða Grænlandssléttbak sem eru enn í hættu eftir miklar veiðar fyrr á árum. Búið er að sýna fram á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman hér við land. Þrátt fyrir hvalveiðar hefur hvalaskoðun aukist þannig þau rök halda ekki. Oft eru mótmælendur sólgnir í annað kjöt svo sem af kjúklingum, nautgripum, sauðfé og öðrum búfénaði.
Hvað er þá eftir?
29.1.2013 | 22:53
Forsetinn að skapa nýja stjórnvenjur?
Með því að beita synjunarvaldi um fjölmiðlalögin og síðar í tvígang vegna Icesave samninga hefur forsetinn ótvírætt skapað nýja hefð sem forsetar kunna að nýta sér í auknum mæli að óbreyttri stjórnarskrá í framtíðinni. Annað sem forsetinn hefur gert sem verður að teljast nýmæli er að hann er farinn að birta á skoðanir sínar á landsmálum bæði hér heima og erlendis, jafnvel þvert á vilja ríkisstjórnarinnar.
Með þessu hefur forsetinn í raun breytt túlkun stjórnarskrárinnar og tekið sér meiri völd en venja hefur verið til þessa. Augljóst var á forsetanum var mikið fyrir þegar hann tilkynnti að myndi synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Hann valdi þetta mál vandlega og veðjaði á að ríkisstjórnin hefði ekki meirihluta fyrir því meðal þjóðarinnar, enda flestir fjölmiðlar gegn því og búið að skapa talsvert öfluga andstöðu við ríkisstjórnina og þessu frumvarpi hennar. Það var ekki vegna mikilvægi málsins sem þessu ákvæði var beitt í fyrsta sinn, heldur skynjaði hann að ríkisstjórnin hefði þá ekki meirihlutastuðning fyrir þessu máli. Með þessu sveigði forsetinn af þeirri leið þingræðis- og fulltrúaræðis sem skapast hafði hér á landi.
Þessu til viðbótar er forsetinn í skjóli mjög veikburða ríkisstjórnar að hasla sér völl á vettvangi umræðu sem hingað til hefur verið eftirlátin ráðherrum. Hann fer galvaskur fram í erlendum fjölmiðlum og tjáir sig fyrir hönd Íslands. Og ráðherrar sem hingað til hafa séð um þessa málsvörn fá ekki rönd við reist. Hann er hér að ganga skrefi lengra, taka sér meiri völd í umræðunni en forseti hefur hingað til haft, skv. venjum hér á landi.
Þessi staða er umhugsunarefni fyrir nýtt þing, nýja ríkisstjórn sem tekur við í vor að afloknum kosningum í apríl nk. og landsmenn alla. Á forsetinn að fara fram óbeislaður í skjóli ónákvæmra ákvæða í stjórnarskrá, eða fær ný ríkisstjórn einhverju spornað við? Í vor gæti komið upp óvissa vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar og þá skapast enn frekari tækifæri fyrir forsetan að taka sér enn meiri völd, t.d. með myndun utanþingsstjórnar, eða beitt þrýstingi fyrir myndun minnihlutastjórnar eða ríkisstjórnar að hans skapi.
22.1.2013 | 00:05
Svona vegum á að loka
Augljóst er að vegum í þessu ástandi verður að loka af öryggisástæðum meðan þetta ástand varir.
Vegagerðin verður að grípa til ráðstafana þegar í stað til að koma þessum vegum í þannig ástand að hægt verði að aka um þjóðvegi landsins. Þangað til er hálkan jafnvel betri kostur.
Svo ef einhvern langar að prufa, þá er hægt að setja vænan skammt af salti á malbiksbút eða svona gervimalbik og sjá hvernig hvernig ástand hins sama búts verður eftir nokkrar klukkustundir. Fyrir nokkrum árum léku tveir starfsmenn Vélamiðstöðvar Reykjavíkur sér að þessu og eftir smástund, gátu þeir sett far í malbik með skónum.
Blæðandi þjóðvegur stórhættulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar