Úr einum öfgum í aðrar ...

Hvalveiðar á þar síðustu öld og þeirri síðustu voru skelfilegar rányrkjuveiðar. Hver og einn veiddi eins og hann gat og aðeins var hirt það verðmætasta úr hvalnum og restinni hent. Nú er þessu öðru vísi farið. Hvalveiðar eru stundaðar á stofnum sem þola þær og því sem næst öll skepnan er nýtt til hins ítrasta. 

En samt er barist gegn hvalveiðum og þeim skal hætt skilyrðislaust. Bent er á af veiðiandstæðingum m.a. að hvalkjöt seljist ekki, það sé komið úr tísku, hvalveiðar séu grimmd og skepnan þjáist, ómannúðlegt og allt að því „viðbjóðslegt“. Allt í góðu að hafa skoðanir, en séu þær ekki haldbærari en þetta þarf að skoða málið á upp á nýtt. Hér skal sem sagt farið úr einum öfgum í aðrar.

Hvalveiðar eru ekkert frábrugðnar öðrum veiðum í sjálfu sér. Villt dýr er veitt til matar víða um heim, hvort sem það er hvalur, rjúpa, hreindýr, gæs eða hvað annað. Í raun má segja að það sé meiri grimmd og mannúðarleysi að ala dýr oft við bágar aðstæður til þess eins að slátra þeim og éta síðan. Hvalastofnar sem veiddir eru hér við land, eru sjálfbærir stofnar, hrefna og langreyður. Ekki er t.d. veitt af búrhval, steypireyð eða Grænlandssléttbak sem eru enn í hættu eftir miklar veiðar fyrr á árum. Búið er að sýna fram á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman hér við land. Þrátt fyrir hvalveiðar hefur hvalaskoðun aukist þannig þau rök halda ekki. Oft eru mótmælendur sólgnir í annað kjöt svo sem af kjúklingum, nautgripum, sauðfé og öðrum búfénaði.

Hvað er þá eftir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband