Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Allt krónunni að kenna?

Frá því að krónan okkar tekin upp fyrir um 70 árum eða svo hefur hún rýrnað það mikið að hún er aðeins um 1/2000 hluti að verðmæti nú, m.v. dönsku krónuna sem hún var á pari við í upphafi. Á sama tíma hafa lífskjör okkar reyndar batnað umtalsvert, en hvort þau hafa aukist í öfugu hlutfalli við „velferð“ króunnuar skal látið ósagt.

Tveir forsætisráðherrar, sá núverandi og einn af hinum fyrrverandi, virðast láta ekkert tækifæri úr hendi sleppa til að tala um nauðsyn þess að taka upp evruna hér á landi þar sem krónan okkar sé handónýt og standi í vegi fyrir betra efnahagslífi hér á landi. Sá sem þetta ritar hefur smá fyrirvara við að allt sé krónunni að kenna og hér verði „tóm hamingja“ daginn sem evran haldi innreið sína til landsins, svo málflutningur evrusinna sé einfaldaður umræðunnar vegna.

Í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag segir annar forsætisráðherranna, Þorsteinn Pálsson, að forsenda upptöku evrunnar sé að skjóta verði fleiri stoðum undir þjóðarframleiðsluna. Þessi umræða er hluti af gagnrýni hans á núverandi stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann hefur einnig talað oft um að við verðum að taka til við efnahagsstjórnun landsins og auka stöðugleika til þessa geta tekið evruna upp sem gjaldmiðil hér á landi. Fleira er reyndar tínt til.

Þó svo að gagnrýni Þorsteins á efnahagstjórnun landsins eigi rétt á sér, er önnur spurning sem hann vekur upp sem kallar á frekari umræðu. Hversu mikinn þátt á „velferð“ krónunnar eða evrunnar, hefur samsetning efnahagslífs okkar? Hann a.m.k., ætti að geta varpað smáljósi á þá umræðu. Írland, Grikkland og Portugal með sína evru hafa fengið sinn skerf af kreppunni. Jafnvel er talað um að tilvist krónunnar sé að auðvelda okkur leiðina út úr kreppunni. Það vantar algjörlega í umræðuna, hverju nákvæmlega evran breytti – að því frátöldu að auðvelda okkur útreikninga og millifærslur peninga til annarra landa.


Grænlandsísinn við Eystrasalt?

Nýlegar fréttir um óvenjuhátt hitastig á vesturströnd Grænlands virðast ekki hafa náð til landa f. botni Eystrasalts. Nú eru um 310 þús ferkm. þaktir ís, eða um þreföld stær Íslands. Ísinn nær frá norðri alveg niður að norðurströnd Póllands. Þykkastur er ísinn við St. Pétursborg og Helsinki allt að 75 cm þykkur. 

Mun þetta vera mesti lagnaðarís ís á Eystrasalti í aldarfjórðung eða frá árinu 1987, en þá voru um 400 ferkm. þakktir ís.

 Frétt um þetta er á Helsinki Samnomat: http://www.hs.fi/english/article/Ice+covers+Baltic+Sea+all+the+way+down+to+Swedish+island+of+Gotland/1135264078762 


Og hvað með það?

Á þessum 90 árum hefur verið byggt upp nútímasamfélag úr því sem næst frumstæðu sjálfsþurftarsamfélagi og lífskjör breyst úr því að vera með því besta sem gerist í heiminum. 

Veikt gengi hefur valdið okkur tjóni, en á sama tíma skapað okkur tækifæri sem við að öðrum kosti hefðum ekki haft. Við höfum getað farið út í uppbyggingu sem okkur hefði að öðrum kosti aldrei verið fært.

Er krónan ekki bara áhald landsmanna eða hefur hún sjálfstætt líf sem ber að vernda eða hefur hún eitthvað annað varðvörslugildi?

E.t.v. er þróun styrkleika króunnar vitnisburður um efnahagsstjórnun í landinu á þessum tíma í aðra röndina?


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás á íslenskt samfélag!

Þessi árás á heimili Íslendinga af kúbverskum uppruna er ekki aðeins stórkostleg árás á einstaklingana, heldur líka íslenskt samfélag. Við höfum hingað til verið laus að mestu við ofbeldi af þessu tagi, en nú tekur steininn úr.
R
mbl.is Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árárs á einstaklinga og árás á þjóðina

Það er skelfilegt til þess að vita að árásir á menn skuli viðgangast hér á landi á 21. öldinni vegna litarhafts eða uppruna! 

Það hlýtur það að vera skelfileg reynsla að verða fyrir hótunum og vera ógnað með innbroti eða öðru ofbeldi. Fyrir saklaust fólk sem hefur ekki til annars unnið en að búa hér og vilja gera það áfram, jaðrar svona árás við líflátshótun, og aðeins fyrir þá sök eina bera annað litarhaft, eða hafa aðrar trúarskoðanir. Samfélagið hefur þá skyldu að vernda þessa íbúa. 

Þessi árás er líka alvarleg atlaga að því samfélagi sem við höfum búið okkur hér og viljum vonandi varðveita. Samfélag umburðalindis og mannlegs þroska. Yfirvöld verða að bregðast við bæði þessu eintaka tilfelli af fullri alvöru sem og þessu málum almennt áður en þau verða að almennu vandamáli. Það verður best með því sýna að við lýðum svona hluti ekki hér á landi. Við eigum að bjóða þeim sem fyrir árásinnu urðu samfélagslega tryggingu fyrir því sem gerðist, gerist ekki aftur og bætur fyrir það tjón sem þeir hafa orðið fyrir.

Einnig er skylda okkar að hefja umræðu og fræðslu um þessi mál. Þessa umræðu þarf einnig að taka í skólum landsins, fjölmiðlum og víðar. Við megum ekki detta í sama far og víða erlendis, þar sem nýtt fólk hefur bæst við íbúaflóruna eins og gerst hefur hér, þar sem slíkt hefur leitt af sér átök og ofbeldi. Við höfum enn tækifæri til að takast á við þessi mál og leysa þau farsællega. Okkur ber skylda til þess.


mbl.is Feðgar flýðu land vegna hótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúin - þörf úrbót

Vegsamgöngur á Suðurlandi hafa gengið út á lóðrétt ferli, þ.e. miða við að ekið sé helst í gegnum Selfoss til að að komast milli staða í Árnessýslu a.m.k. Sú hugsun var þvert á fornar samgönguleiðir, sem voru í allar áttir, en takmörkuðust við vöð á bæði Hvítá/Ölfusá og Þjórsá. Þessi vöð voru mun víðar en brýnar eru nú. Samfélagsgerðin hefur tekið mið af þessu líka undanfarin eitt hundrað ár eða svo.

Þessi brú yfir Hvítát milli Reykholts og Flúða, opnar nýja leið, bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og skapar mörg ný sóknarfæri. Hægt verður að byggja upp samfélagsleg störf, svo sem rekstur skóla, félags- og íþróttalíf sem geta tekið mið af raunverulegri fjarlægð, án þess að eknir séu tugir kílómetra. Því getur brúin skotið fleiri stoðum undir byggð í uppsveitunum, ef haldið er vel á spilum.

Flúðir hafa orðið útundan hjá ferðamönnum sem hafa einblínt á Gullfoss/Geysissvæðið undanfarið. Nú skapast ný sóknarfæri bæði fyrir þjónustu fyrir ferðamenn og ný tækifæri fyrir ferðamenn að sjá og skoða ný svæði auk þess er fjallasýnin allt að því ómótstæðileg á góðum degi austan Hvítár.


mbl.is Steypa síðari hluta Hvítárbrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þá sem hefðu fallið?

Stríð og afleiðingar þess verða og hafa alltaf verið hörmuleg. Þau bitna helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. óbreyttum hermönnum, sem til einskis hafa unnið eða saklausum borgurum. Kjarnorkusprengjurnar tvær á Hiroshima og Nakasaki eru dæmi um hið síðarnefnda.

Hins vegar var um það bil hálf milljón manna sem ekki féll, særðist eða limlestist vegna þess að stríðinu lauk við þessara sprengjur. Áætlað hefur verið að um 300 þús. bandamenn hefðu fallið við hertöku Japans og a.m.k. 200 þús. Japanir. Það má segja að jafn hörmulegar og þessar sprengingar voru, þá voru þær öðrum til lífs, þ.m.t. öðrum Japönum.

Það felst í því nokkur hroki að minnast ekki þeirra sem hefðu fallið EF þessar sprengjur hefðu ekki verið notaðar. Það lá fyrir á þeim tíma a.m.k. að Japanir voru ekki á þeim buxunum að hætta sínum stríðsrekstri þó svo að í fokið væri í flest skjól hjá þeim. Ljóst var að óbreyttir borgarar myndu jafnvel grípa til vopna og verjast innrás bandamanna til þess að ljúka stríði og útþennslu japanskra heimsveldissinna sem staðið hafði frá því um aldamótin áður. Auk þess ekki gleyma öllum þeim saklausu borgurum í Kína, Mansjúríu, Kóeru og víðar sem voru fórnarlömb stríðsins sem lauk með aðgerðum bandamanna!


mbl.is Kertafleyting við Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skulu menn segja af sér!

Sterk krafa er um það í samfélaginu að einstaklingar í ábyrgðastöðum, sérstaklega í stjórnmálum axli ábyrgð. Horft er til annarra Norðurlanda í því efni þar sem ráðherrar o.fl. hafa sagt af sér í mun meiri mæli en tíðkast hér á landi. Því er vert að skoða fyrirmyndina - hversu gegnheil hún er.

Ritt Bjerregaard var lengi ein af vonarstjörnum danska sosíaldemocrata. Hún komst á þing ung að árum og þótti skelegg. Sem menntamálaráðherra varð hún þótti hún um of eyðslusöm þegar hún gisti á lúxushóteli í París. Refsining var sú að hún var færð til embætti og gerð að félagsmálaráðherra! Næst varð hún uppvís að því að misnota sér sín pólitísku tengsl og fékk íbúð í félagslega kerfinu í Kaupmannahöfn þó svo að hún þyrti í raun ekkert á henni að halda. Í annað skiptið notaði hún sín pólitísku áhrif til að seinka ferð ferju yfir Stórabeltið, svo hún kæmist með. Í kjölfarið var hún færð í matvælaráðuneytið danska. Þegar hún var búin að úthýsa sér úr dönskum stjórnmálum var hún gerð, sem umbun fyrir sinn dygga pólitíska feril, Commissioner hjá Evrópusambandinu. Eftir "smáhvíld" frá dönskum stjórnmálum var hún síðan kosin borgarstjóri í Kaupmannahöfn!

Athyglisverð fyrirmynd - sumra a.m.k!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband