Færsluflokkur: Bloggar

Kæru málin - Liður í valdabaráttu?

Sá grunur hlýtur að læðast að mönnum, að þessi "kærumál" eru liður í flókinni valdabaráttu bæði innan F1 og McLaren liðsins.

LJóst er að yfirburðir McLaren eru hreinlega of mikilir til að þeir geti verið eingöngu njósatengdir, enda hvað hefðu þeir svo sem átt að græða á öðrum bílum? Sá dráttur á afgreiðslu þessa máls bendir til að það sé runnið undan rifjum þeirra sem vilja ekki aðeins veg McLaren sem minnstan, heldur séu þeir tilbúnir að fórna orðstír formúlunnar.

Kærleikar milli Alonso og Hamiltons eru ekki miklir og ummæli þess síðarnefnda má túlka í þá átt að hann vilji fjarlægja sig frá Alonso og spyrða sig við Ron Dennis á sama tíma. A.m.k. var kuldaleg framkoma hans á verðlaunapalli um helgina ekki í samræmi við einn mesta sigur liðs hans á Ferrari og það á Monza.

Fari fram sem ýmislegt bendir til, verður umfjöllun og helstu niðurstöður að finna í dómssölum og fræðiritum lögfræðinga!


mbl.is Hamilton: njósnamálið gæti slökkt vonir um titil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Podcasts og STEF

Bloggið hefur hleypt nýju lífi í gamalt samskiptaform og gefur því sem næst öllum tækifæri til að tjá sig og þenja um málefni að eigin vali og reynir höfundur m.a. að nýta sér þennan vettvang. Podcasts eða hlaðvarpi skapar rafrænum miðlum sín tækifæri og er þetta nefnt e.k. endurfæðing útvarpsins eða jafnvel sjónvarpsins líka. Miklu og fjölbreyttu efni er dreift með þessum hætti.

Höfundaréttur gerir það að verkum að ekki fæst allt efni án endurgjalds og er það bara eðlilegasta mál. iTunes er bæði forrit til að spila efni og verslunarleið að efni á netinu. Hvort sem um er að ræða tónlist, fréttatengt efni eða afþreyingu.

STEF, sem eru samtök rétthafa og höfunda efnis, hafa sett upp óeðlilega hátt gjald til þess að Íslendingar geti keypt efni með þessum hætti. Nú er spurning um hvort STEF sé ekki að valda umbjóðendum sínum meira tjóni en gagn með þessari afstöðu sinni. Neytendur á Íslandi hafa takmarkaðri möguleika á hlaða efni, jafnvel erlendis frá, vegna þess að ekki hafa tekist samningar um gjald fyrir niðurhal á efni. En þetta er hægt í fjölmörgur öðrum löndum t.d. Bretlandi og Bandaríkjunum. Eru íslenskir höfundar eitthvað öðru vísi en aðrir og ber því önnur kjör en þeir? Alla vega eru þarfir neytenda ekkert öðru vísi. Þeir vilja fá sitt efni eins og aðrir. Hvar eru talsmenn neytenda nú?


F1 keppni í kærum?

Er þetta akstursíþrótt eða keppni í njósnum og kærum?

Ef McLaren verður dæmt í 2ja tímabila bann, hrynur F1 í huga almennings. Nógu mikil áhrif hafa dekkin, hönnun, bensínáfyllingar o.fl. á keppnina umfram getu bílstjórnanna, sem eru jú íþróttamennirnir sem gera þetta að íþrótt, umfram t.d. vísindakeppni.


mbl.is FIA með ný gögn í njósnamálinu og hættir við áfrýjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Guð húmor?

Auglýsing Símans um Síðustu kvöldmáltíðina er í sjálfu sér hvorki merkileg ný neitt sérstaklega fyndin. Hins vegar er hún ekkert móðandi, nema e.t.v fyrir mjög strangtrúaða.

Jón Gnarr sjálfur hittir naglan á höfuðið, því hann tengir trúboðið við nútíman, sem alltof oft vantar hjá okkur sem eldri erum. Okkur skortir skilning á því sem yngri kynslóðin eru að gera, kunna og þekkja. Við þurfum nefnilega að koma til þeirra yngri, á þeirra forsendum og sannfæra þau um að hvert þau eigi að stefna, en ekki búast við það þau sái ljósið sjálf.

Á áttunda áratug síðustu aldar var þáverandi biskup spurður álits á uppfærslu á Jesus Christ Superstar hér á landi og var hann almennt jákvæður, þótt hann tæki ekki undir allt sem þar var sett á svið. Sama mætti núverandi biskup gera, fagna því að sögsvið Biblíunnar sé notað sem vettvangur til að koma skilaboðum áleiðis. Þó ber að forðast ofnoktun, eins og biskup vara við.

Horfum á björtu hliðarnar. Ef Guð skapaði manninn í sinni mynd, hefur hann smáhúmor líka.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröftug stjórnarandstaða!

Það er ekki að merkja neina sérstaklega umhverfisvæna stefnu í bílainnkaupum forystumanna VG sem nú funda á Flúðum. Alla vega þurfti skriflegar sannanir fyrir einum íbúa héraðsins fyrir því að þarna væri forysta Vinstri Grænna saman komin til fundar, þegar horft var á alla jeppana og stóru fólksbílana.

Alla vega vantar ekki kraftinn í bílana sem þarna eru og er e.t.v það sá skilningur sem formaðurinn leggur í "kröftuga" stjórnarandstöðu. Fróðlegt væri að vita hvort þessir bílar hafi allir verið kolefnisjafnaðir!


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manngert umhverfi og flóð

Öfgar í veðurfari hafa verið nokkuð í umræðunni í sumar. Nýleg flóð í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, í Englandi í sumar og síðan víða í Asíu eru fólki í fersku minni. Eins flóð í vestanverðri Evrópu fyrir fimm árum, eldar á Grikklandi o.s.frv. Hér á Íslandi fengum við aðeins smjörþefinn af þessu, sem betur fer, í des. sl. þegar mikið flóð komu á land á Suðurlandi.

Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, hins vegar hefur áhugi okkar aukist til muna eftir að umræðan fór af stað um hin svonefndu gróðurhúsaáhrif. Eitt gleymist í þessu, en það er hið manngerða umhverfi og hversu mikið það hefur áhrif á hver áhrifin verða. Dæmi eru fjölmörg þar sem vatnsfarvegi hefur verið settar þröngar skorður þannig að það geti jú risið, en aðeins að ákveðnu marki. Þá bresti allt saman og flóðið verði víðtækari en ella.

Eins er að viðbúnaður er e.t.v. ekki til staðar. Flóð eða önnur náttúrvá gleymist. Við höfum nokkur dæmi um slíkt hérlendis.

Ein afleiðing þessarar umræðu og aukins áhuga á náttúrvám, er að mælitæki eru betri og nákvæmari nú en áður og við fáum miklu meiri upplýsingar nú en var áður.

Áður en við fellum dóm um flóð og hættur þeirra vegna og annarra náttúrlegra fyrirbrigða, þarf að skoða í hvaða samhengi hlutirnir gerast.


Þetta er hægt!

Flott afrek hjá Vésteini að gera Gerd Kanter að heimsmeistara!

Næst er að finna Íslending sem gæti náð þessum árangri.


mbl.is Lærisveinn Vésteins heimsmeistari í kringlukasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of langt gengið?

Það er skiljanlegt að starfsmenn séu ath. reglulega, enda um mikil verðmæti og stórhættueg tæki að ræða. Hins vegar hef ég efasemdir um að tilefni og réttur sé til að krefjast þvagprufu af gestum!

Líklegt er að sumir hópar gesta verða minna "skannaðir" en aðrir, t.d. háttsettir embættismenn og aðrir slíkir. Þá er farið að mismuna fólki og það kallar á fleiri spurningar.


mbl.is Gest­ir geta þurft að af­henda þvag­sýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútin, öryggi og frelsi

Kasparov fyrrv. heimsmeistari í skák hefur fetað inná afskaplega hættulegar brautir, þ.e. að leiða virka andstöðu við forseta Rússlands. Ljóst er að þær lýðræðishefðir sem við teljum okkur búa við, eru varla til staðar í Rússlandi og dæmin virðast benda til þess að mörgum gagnrýnendum stjórnkerfisins þar sé ekki langra lífdaga auðið.

Pútin og hans hópur ganga út frá því að með sínum aðgerðum séu stjórnvöld að tryggja öryggi samfélagsins og efnahagslegan uppgang í landinu - en hugsanlega á kostnað einhvers frelsis, geri ég ráð fyrir.

Hvar á að draga mörkin. Hvorki á Íslandi né í öðrum vestrænum ríkjum varð sú velsæld til án átaka eða erfiðleika. Sú lýðræðishefð sem Bretar búa við, varð heldur ekki til án átaka eða mistaka. Sagt hefur verið um lýðræðið, að það sé engan veginn gott, en samt það skásta sem við höfum og þ.a.l. eigum við að viðhalda því ofar öllu. Þetta getum við sagt, en þeir sem varla hafa til hnífs og skeiðar hafa e.t.v. aðra sýn á forgangsatriðin í lífinu, þ.e. taka nægan mat, húsnæði og öryggi fram yfir lýðréttindi. Í því ljósi verðum við að "dæma" lýðræðisþróunina í Rússlandi.

Hins vegar er ekki ætlunin að réttlæta ofbeldi eða þjófnað sem fram fer í skjóli valds. Þeir sem hafa kynnt sér sögu Rússlands og Sovétríkjanna sálugu, vita að þar er tilfinning fyrir samfélaginu öðru vísi en gerist t.d. hér á Norðurlöndum. Í því ljósi verður að dæma þróuina. Lýðræðið í Rússlandi verður ekki til með tilskipunum, heldur þróun - eins og hjá okkur.


Forsetinn ábyrgur?

Nokkur umræða hefur átt sér stað um ábyrgð í opinberri stjórnsýslu í kjölfar umræðna um framúrkeyrslu á endurbyggingu Grímseyjarferjunni.

Samgönguráðherra hefur réttilega farið fram á endurskoðun vinnuferla Vegagerðarinnar. Hins vegar er það ekki eins ljóst hvort sá skipaverkfræðingur sem vann að málinu beri ábyrgð á þessari framúrkeyrslu eða fjármálaráðuneytið eða Alþingi sjálft.

Forseti lýðveldisins sté fram með umdeildum hætti inn í stjórnsýslu landsins þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki staðfesta hin margumræddu fjölmiðlalög. Hann tók þar með af skarið og skilgreindi sjálfan sig sem ábyrgan aðila í stjórnkerfinu. Nú er það spurning hvort hann, sem æðsti ábyrgi aðilinn í kerfinu, eigi ekki að segja af sér vegna þessa máls? Ekki getur þjóðin það, sem endanlega er ábyrg fyrir þessu og þarf að borga tjónið sem af þessum mistökum hlýst.

Varla er við því að búast að forsetinn geri segi af sér, enda engin fordæmi fyrir því hér á landi. Hins vegar er löngu ljóst að eftirlitsumhverfið í stjórnkerfinu er ekki nægilega gott. Eins þarf að skilgreina ábyrgð stjórnenda í kerfinu betur og þá tækifæri þeirra til að taka ákvarðanir og er þá forsetaembættið ekki undanskilið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband