Færsluflokkur: Bloggar

Mao á nærbuxum

Nú þegar 17. þing kínverska Kommúnistaflokksins stendur og framtíð landsins er skeggrædd af miklum móð, fer fram mikil "markaðsvæðing" og tískusýning á myndum af gömlum leiðtogum og táknum. Jafnvel myndir frá byltingartímanum eru seldar á góðu verðri. Nýlega fengust $100.000 fyrir málverk af Maó á uppboði hjá Sothesby's. Kommúnisminn er s.s. orðinn tískuvara.

Kínverskt markaðsöfl hafa lagað sig að aðstæðum. Í stað þess að selja "vestrænar" hátískuvörur eru myndir af gömlum og nýlegum leiðtogum Kommúnistaflokksins settar á boli, hatta og jafnvel nærbuxur og þetta kynnt sem þjóðlegt og í anda ríkjandi stjórnvalda!

Þessi skringilga útkoma er dæmigerð fyrir þá breytingar sem Kína er að ganga í gegnum, er að jú, formlega er ekkert frelsi, en það er og hefur verið í lagi að selja, kynna og reka áróður fyrir kommúnismanum - eða þannig!

Eigi að síður er nokkuð víst að þeim Marx og Engels hefði brugðið við það að sjá myndir af sér á nærfatnaði til sölu í ábataskyni!


Fáanleg á netinu á Íslandi

Íslenskir tölvunotendur og greiðslukortaeigendur geta a.m.k. ekki keypt tónlist eða annað í gegnum iTunes!

Slæmt mál.


mbl.is Plata Radiohead rokselst á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki á Íslandi!

Því miður er iTunes verslunin ekki aðgengileg hér á Íslandi og þ.al.l. hvorki lög Harrisson eða annarra.

Því er tómt mál að tala um þetta hér í þessu samhengi og e.t.v. er það fréttaefni út af fyrir sig!


mbl.is Hægt að nálgast sólóplötur George Harrisons á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iPhone á Íslandi?

Fróðlegt verður að vita hvað gerist með iPhone á Íslandi, þ .e. hvort hann verður "læstur" eða "opinn."

Eitthvað hljóta menn vera farnir að skoða þessi mál hjá umboðinu!


mbl.is Óánægður eigandi iPhone höfðar mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru frelsisunnendur landsins?

Eftir umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin ár er ljóst að lögin um þjóðlendur eru eitt mesta klúður löggjafans á síðari tímum.

Í fyrsta lagi eru þessi lög óþörf og lítið annað en atvinnubótavinna fyrir lögfræðinga. Síðan eru þessi lög óréttlát gagnvart landeigendum og sveitarfélögum og loks sáu hugmyndafræðingar þess ekki fyrir afleiðingar þess.

Til hvers voru þessi lög sett? Jú, til að ríkisvaldið gæti gert tilkall til alls þess lands sem ekki væri skilgreint eignarland einhverra og yfir ákveðinni hæðarlínu.

En til hvers? Ríkisvaldið hefur hingað til getað með eignarnámi eða sérlögum tekið það land undir starfsemi sem það hefur þurft. Síðan er skipulagsvald hjá sveitarfélögunum óháð eignarhaldi og sama má segja um löggæsluna. Þetta breytist ekkert. Ekki ætlar ríkisvaldið að greiða sjálfu sér eignarskatta af þessu landi sem það sölsar undir sig með þessum hætti!

Í raun er þessi löggjöf ekkert annað en eignarupptaka og sennilegasta sú viðamesta síðan Danakonungur sölsaði undir sig allar kirkjujarðir landsins í kjölfar siðaskiptanan fyrir um 450 árum síðan! Hvar eru allir and-ríkisafskiptasinnarnir? Hvar eru frelsinsunnendur landsins?


mbl.is Fljótshlíðarafréttur er þjóðlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytum fánalögunum

Hvað er athugavert við það þótt íslenski fáninn blakti við hún eftir sólsetur?

Sólsetur er öryggisviðmið í flugi, en hefur fátt með fánan að gera. Það tók mörg ár að fá samþykkt þingslályktun um að fáninn blakti í þingsal Alþingis.

Fánar annarra þjóða er notaður í mun víðtækari tilgangi og þar sem við erum í samkeppni við útlönd, sem nýta fánan í markvissum og gæðatengdum markaðslegum tilgangi, er ekkert óeðlilegt að við nýttum okkar fána á sambærilegan hátt.


mbl.is Fáninn gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iTunes verslun á Íslandi?

Hvenær fá Íslendingar að versla á iTunes með heiðarlegum hætti?

Er það STEF sem vill verja hagsmuni íslenskra rétthafa - umfram það sem gerist í nágrannalöndum okkar?

Er það sinnuleysi Apple á Íslandi? Eða hvað veldur?

Hægt er með krókaleiðum að komast í reikning hjá iTunes í Bandaríkjunum, en ekki beint. Með samningum við greiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum er hægt að komast "á ská" í reikning hjá iTunes. Því er það aðeins spurning hvenær og hvernig við fáum að nýtja okkur þennan nýja aðgang að tónlist o.fl. rafrænu afþreyingarefni.

Er ekki hreinlegast og einfaldast að opna fyrir þennan möguleika beint?


Þvinguð eftirspurn

Í svona málum ræður venjulega lögmálið um framboð og eftirspurn. Hér er spurnin eftir mat þvinguð. Er þetta ekki líka spurning um gæði framboðsis og verðlagningar. Er það nægilega gott?

Satt best að segja er það ánægjuefni að stjórnendur matvælaeftirspurnar þarna fyrir norðan, stjórna ekki meiru en mötuneytinu. Ímyndum okkur hvernig skattaálögur í landinu væru ef þessi hugsunarháttur réði ríkjum víðar í samfélaginu. Kannski værum við öll að hlusta á RÁS 1, borðandi lambakjöt og ýsu - þótt allt þetta sé mjög gott. En við höfum víðari sýn, er það ekki?


mbl.is Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægara um að tala en ...

Umræða um hlýnun á heimskautasvæðunum er mjög áhugaverð. Norðaustur eða norðvestur siglingaleiðin hlýtur að vera mjög áhugasamur kostur. Eins er nýting mögulegra auðlinda á heimskautasvæðunum áhugaverðir kostir.

Ljóst er hins vegar að ísinn er ekki farinn og það munu vera margar tæknilegar hrindranir fyrir því að nýta auðlindir á hafsbotni Norðurheimskautsvæðins, jafnvel þótt vinnslutækni fari ört fram. Síðan er óvissa með eignarhaldið. Rússar hafa fært fram þau rök að pólsvæðið sé eðlileg framlenging af þeirra landgrunnsvæði. Þessi regla hefur reyndar ekki verið almennt samþykkt í alþjóðlegum hafréttarákvæðum, út fyrir 200 mílurnar a.m.k. Síðan eru önnur ríki, s.s. Kanada og Bandaríkin sem munu líka gera tilkall til þessaara svæða, svo ekki sé minnst á Noreg og Danmörku þ.e. Grænland. Umráðaréttur á þessum svæðum skýrist ekki í á næstu árum.

Varðandi siglingar, þá er það hins vegar annað mál, en siglingaleiðir þurfa helst að vera opnar árið um kring til að þær verði arðvænlegar og einhver fjárfesting að gagni fari í að byggja þær upp, skip, hafnir, viðskiptatengsl o.s.frv.

Það sem möguleikar eru fyrir okkur má ætla að sé á sviði landbúnaðar og ræktunar hér á landi. Ef skilyrði til landbúnaðar hér á landi batna c.a. 20% með hverri gráðu sem meðalhiti hækkar, þarf ekki að skoða velta því lengi fyrir sér nýjum sóknarfærum hér. En það fylgir böggull því skammrifi eins og öðrum. Hlýnun getur líka leitt af sér breytingar í úrkomu, sbr. nýafstaðið sumar. Nýjar tegundir gróðurs berast til okkar og afleiðingar af breyttu gróðufari hafa ekki verið metnar. Við erum að sjá örla fyrir breytingum í lífríki hafsins sem við vitum í raun ekkert hvað merkja.

Þegar sífrerinn þiðnar í Síberíu hrinur infrastrukturinn á þeim svæðum, bæði vegir og hús. Ennfremur eru að losna í andrúmsloftið gastegundir sem hafa legið í frysti í árþúsund. Mörg vötn þar eru eins og suðupottur, þegar gasið gufar upp. Þannig að hlýnunin er ekki tóm sæla á þeim bæ.

En eins og Trausti er að vekja athygli á, felast ný tækifæri í breyttu ástandi. Okkur ber að nýta þau eftir því sem við getum. Ekki er hægt að berja hausnum í steininn og láta sem ekkert sé. Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi látið skoða þessi mál, þ.e. áhrif hlýnunar. En það ættu þau að gera. Við höfum mikla þekkingu Íslendingar, á sviði veðurfars, gróðurs, hafinu umhverfis landið og víðar - svo dæmi séu nefnd.


mbl.is Átökin um norðurhjarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Það er tvennt sem vekur athygli við þessa frétt:

1. Ferrari nær titli ökuliða, þrátt fyrir að vera augljóslega ekki nema næst besta liðið.
2. Ítalir (Ferrari) orðnir fyrirmynda löghlýðnir. Það ætti í sjálfu sér að vera frétt.

En það sem eftir stendur, að þetta er ekki bara íþrótt ökumanna, heldur líka, bílasmiða, hönnuða, véla- og dekkjaframleiðenda o.s.frv.

En þrátt fyrir allt saman er þetta vel hannað og skemmtilegt áhorfendaefni, ef spennan er ekki skemmd með neikvæðri umræðu.


mbl.is Ferrari heimsmeistarar bílsmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband