24.12.2009 | 13:09
Nafnarugl - nafnabýtti
Þrjár eyjar í Norður-Atlantshafi eiga við smá nafnavandamál að etja. Ísland, sem er að verða allt annað en ísland, Grænland er eins og kunnugt er allt annað en græn og svo Írland sem er nefnd stundum eyjan græna og ekki af tilefnislausu.
Því væri rökrétt að Grænland væri nefnt Ísland og Írland fengi þá nafnið Grænland. Nafnið sem út af stæði væri því Írland sem við gætum þá tekið upp. Slíkt er ekki svo fjarlægt, enda erum við erfðafræðilega jafn keltnesk eins og norræn.
Hvort þessi hugmynd verður samþykkt eður ei, skal ekkert sagt um, en slíkt hefði auðveldað póstþjónustunni eitthvað sem sendi bunka í bréfum til Írlands sem áttu að fara til Íslands.
Glitniskröfur til Írlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 34431
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahá, hann færi þá til hins nýja ,,Íslands", í staðin fyrir Írlands !
Börkur Hrólfsson, 24.12.2009 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.