5.9.2009 | 13:41
Hliðstæður Gamla sáttamála
Eftir að landið hafði logað í illdeilum og borgarastyrjöld í hartnær tvær kynslóðir á 13. öld var þjóðin aðframkomin og átti þann kost einn að afsala sér sjálfstæði sínu í hendur Noregskonungs, þess sem Íslendingar höfðu forðast í upphafi þegar þeir komu til landsins 3-4 öldum áður.
Enn logar samfélagið stafna á milli. Meðal þeirra sem gáfu sig út fyrir að hafa leið út úr ógöngum sl. vetrar, eru nú sjálfum sér sundirþykkir og eru tví- eða þríklofnir. Hér er átt við Borgarahreyfinguna - senn sálugu. Jafnvel ríkisstjórnarflokkarnir togast á um leiðir og það sem helst sameinar þá er að halda Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum líka utan ríkisstjórnar. Ef ekkert gengur á stjórnarheimilinu, má alla vega kenna hinum um það sem aflaga fór - svona til að geta sagt eitthvað.
Öfugt við þróun 13. aldar, þegar kóngur kallaði menn á sinn fund, eru norskir fræðingar (fyrrv. seðlabankastjóri) og efnamenn fengnir til landsins á hans vegum til að kanna fjárfestingarmöguleika hér á landi. Þó ekki beri að forðast erlend fjárfestingaröfl, vakna óhjákvæmilega upp hugsanir um hliðstæður við sáttmálan gamla frá 7. áratug 13. aldar. Hið pólitíska sjálfstæði hverfur úr landi (til Brussel) og hið efnahagslega líka (til Noregs).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.