3.5.2009 | 13:00
Hroki ráðamanna er landsmönnum dýr
Ríkisstjórnin sem mynduð var til að slá skjaldborg um heimilin í landinu og velferðarsamfélagið sýnir lítið annað en hroka og fyrirlitningu þegar almenningur og fyrirtæki krefjast aðgerða. Nú síðast var viðskiptaráðherra með þau einu ráð handa þeim sem skulda og geta ekki staðið skil að halda áfram að borga og halda sér á mottunni. Allar aðgerðir þeirra leiddu bara af sér meiri kostnað og e.t.v. vinnu fyrir innheimtulögfræðinga! Búið væri að grípa til aðgerða og það dygði! Sér er nú hvert umburðalyndið!
Formenn stjórnarflokkanna hamast við að skipa hvern vinnuhópinn á eftir öðrum til að ræða og skoða málin, þar með talin umsókn eða ekki umsókn í ESB. Þessi vinna er í engu að svara kröfum samfélagsins um aðgerðir eða skjaldborgina umræddu. Einn vinnuhópurinn er að vinna að niðurskurði í útgjöldum ríkisins! Skyldi einhver vera að velta fyrir sér nýjum atvinnutækifærum og auknum tekjum þjóðarbúsins?
Þegar formennirnir eru inntir svara um aðgerðir, er sagt að ekkert liggi á við stjórnarmyndunina, stjórnin sé með öruggan meirihluta. Með öðrum orðum almenningi kemur ekkert við hvað þau aðhafast þarna á stjórnarheimilinu!
Það er að verða nauðsynlegt að taka með í reikninginn þegar hrunið verður gert upp er kostnaður við hinar pólitísku æfingar vinstri manna í vetur, þ.m.t. við myndun stjórnar í vetur, skipulagsbreytingar á SB, kosningarnar í vor og nú síðast stjórnarmyndunina.
Þessi æfingakostnaður fellur á almenning í landinu. Nú dugar ekki að kenna hinum um. Þetta er vandi sem vinstri menn hafa valdið og þarf að koma fram í uppgjörinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.