29.4.2009 | 10:44
Forsetaembættið óþarft?
Núverandi forseti hefur gjörbreytt hlutverki embættisins, sýnilega til hins verra. Fyrstu árin voru reyndar nokkuð farsæl og aðaláherslan var á ferðir innanlands. En það hefur breyst. Spaugstofan lýsti hlutverki forsetans í útrásinni ágætlega þegar hann var notaður sem öflugara vopn til að koma útrásinni á framfæri.
Síðustu mánuðir hafa verið þjóðinni erfiðir efnahagslega og pólitískt. Forsetinn hefur gert illt verra með vanhugsuðum ummælum sínum og aðgerðum. Nú síðast móðgaði hann Bandaríkjamenn með því að því að snupra sendiherra þeirra og afturkalla símleiðs bréf um úthlutun fálkaorðunnar. Og ef þetta eru einföld innanhússmistök, þá gerast þau ekki mikið verri. Í viðleitni forsetans til að reyna að draga úr tjóninu, var embættismanni kennt um allt saman. Slíkt hefði einhvernntíma ekki þótt góð latína. Í vetur móðgaði forsetinn Þjóðverja með glannalegum yfirlýsingum sínum við þarlenda fjölmiðla. Forsetinn hefur með öðrum orðum móðgað tvö mestu efnahagsveldi heimsins á örfáum vikum minnkað líkur á pólitískum og efnahagslegum stuðningi þaðan.
Meira að virðingu við fyrri forseta, en núverandi, breiddist búsáhaldabyltingin ekki til Bessastaða í vetur, eins og hún hefði e.t.v. þurft að gera. Nokkuð einsýnt er að þegar kemur að næstu kosningum, vorið 2012 mun þjóðin kjósa sér nýjan forseta, ef embættið verður ekki lagt þá niður.
En þessi frammistaða, eða skortur þar á, hjá forsetanum kallar á umræðu um nauðsyn embættisins. Ein megin rök fyrir emæbttinu hafa verið þau að hann væri sameiningartákn. Ekki þarf að fara lengi yfir afrekaskrá núverandi forseta til að sjá að hann hefur klofið hana meir en sameinað. Hin rökin eru þau, að hann sé mikilvægur fulltrúi okkar út á við og geti komið málum áfram, sem annars kæmust ekki í gegn. Nú þessi áhrif geta verið gagnvirk eins og dæmin sýna.
Við fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrárinnar, er því nauðsynlegt að taka snúning á forsetaembættinu og á því að hafa forseta yfirleitt.
Í öllu falli ætti að fara með forsetan eins og Svíar með sinn þjóðhöfðingja sem ekki fær að fara til útlanda, (nema í frí) án fylgdar ráðherra og tjáir sig ekki opinberlega um nein mál, nema með samþykki ráðherra og síðan er forseta þingsins falin verkstjórn við stjórnarmyndanir. En nú er einmitt horft mikið til Norðurlandanna með stjórnsýslulegar fyrirmyndir!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.