25.4.2009 | 23:39
25. apríl - dagurinn sem Ísland glataði sjálfstæði sínu?
Ljóst er að Evrópusinnar hafa styrkt stöðu sína í þessum kosningum. Ekki að Samfylkingin ynni mikið á, heldur að vegna breytinga á hinum pólitísku landslagi. Borgarahreyfingin kemur alfarið í stað Frjálslyndaflokksins og hefur talað fyrir ESB aðild. Vg eru hálf-vængbrotnir eftir þessar kosningar vegna þess að þeir töpuðu slagnum við skoðanakannanirnar og ekki síst vegna taps Sjálfstæðisflokkins.
Samfylkingin stefnir ótrauð á ESB aðild. Hún vinnur sína stærstu sigra í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Hins vegar er hörð viðspyrna hjá öðrum flokkum við ESB aðild, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokkum og hjá Vg.
Hin veika staða Vg í samstarfi við Samfylkinguna þýðir einfaldlega að þeir eru ekki í stöðu gagnvart Samf. til að spyrna við fótum. Því er ljóst að Vg verða að gefa eftir Samf. í umræðunni um ESB og láta Jóhönnu fá sínu fram, sem þýðir að sótt verður um ESB aðild á kjörtímabilinu. Í næstu kosningum, hvort sem þær verða eftir 1, 2 eða 3 ár, verður kosið um ESB aðild!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.