23.4.2009 | 14:10
Ný hugsun í skipun kjördæmamála nauðsynleg
Í um það bil hálfa öld hafa Íslendingar búið við frekar bæði stirt og ópersónulegt kjördæmafyrirkomulag.
Það er stirt af því að það hefur ekki verið innbyggður möguleiki á leiðréttingu, heldur þarf stjórnarskrárbreytingu til að breyta mörkum kjördæma. Eðlilegra væri að hafa ákv. í stjórnarskrá um að laga beri kjördæmi að íbúaþróuninni, t.d. á 10-12 ára fresti. Þá færi sjálfkrafa í gang vinna við lögum kjördæmanna, þannig að misræmi milli atkvæðavægis yrði ekki of mikið.
Kjördæmin eru ópersónuleg vegna stærðar. Það tekur um 6 klst. að aka milli enda í Suðurkjördæmi sem dæmi. Eins eru þingmenn margir í hverju kjördæmi, þannig að návígi milli kjósenda og frambjóðenda verður minna en ella. Eins eru það sem skilgreina má örugg sæti of mörg og of margir frambjóðendur verða í aukahlutverkum sem meginþungi kosningabaráttunnar er venjulega í höndum oddvita flokkanna.
Eðlilegra væri að hafa kjördæmin minni og fleiri, þ.e. færri kjósendur á bak við hvern þingmann. Eins er nauðsynlegt að hafa innbyggt leiðréttingarferli í kerfið þannig að ekki verði háværar deilur í hvert sinn sem jafna þarf atkvæðisréttinn.
Tvöfaldur munur á atkvæðavægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.