Að láta aðra kjósa fyrri sig

Með því að skila auðu, kjósa ekki, eða ógilda atvkæði, er verið að taka mikilvæga afstöðu í kosningunum.

 

  • Sú afstaða felst í því að þeir ekki kjósa, láta aðra taka ákvörðun fyrir sig. 
  • Hún felst líka því að með því að „hefna“ sín á stjórnmálamönnum eða flokkum fyrir fortíðina, er verið að veita öðrum umboð til að hefna sín á okkur öllum í framtíðinni, t.d. með hærri sköttum og boðuðum tekjulækkunum.
  • Með því að kjósa ekki verið að láta aðra um að taka ákvörðun um stöðvun uppbyggingar atvinnutækifæra og auknu atvinnuleysi í framtíðinni.
  • Með því að kjósa ekki verið verið að veita þeim umboð sem eru að tefja aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýju og auka á vandan og nýta sér þær aðstæður í pólitískum tilgangi.
Þátttaka í kosningunum eru mikilvægt tækifæri til að segja skoðun sína á fortíðinni, en þær eru mikilvægari fyrir framtíðina.

 


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Að kjósa ekki, skila auðu eða ógilda atkvæði sitt, líkt og horfur eru á að um 30% þjóðarinnar geri,  er að halda uppi andófi við kolklikkað ólýðræðislegt flokksræði. Þeir sem halda að þeir geti fengið einhverja aðra útkomu en venjulega þegar þeir gera alltaf eins, eru raunveruleikafyrtir. Þín rök um að verið sé "að veita öðrum umboð til að hefna sín á okkur öllum í framtíðinni, t.d. með hærri sköttum og boðuðum tekjulækkunum." eiga nefnilega vel við þá sem kjósa og láta hafa sig að fíflum eina ferðina enn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:43

2 identicon

Það sýnir fullkomið ábyrgðarleysi að ætla sér að hunsa kosninga/ákvarðanarétt okkar sem íslendinga á þennan hátt. Við hljótum öll að sjá það að með því að nýta atkvæði okkar þá erum við að senda skilaboð til þeirra sem eru í framboði. Þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu eru ekki bara vandamál sumra heldur allra, við verðum því að leggja lóð okkar á vogarskálarnar og taka sameiginlega ábyrgð, það gerum við ekki með því að skila auðu eða ógilda atkvæði okkar.

Við ættum líka aðeins að horfa inn á við og fara yfir hvernig góðærið kom við okkur, nutum við ekki öll ávaxtanna sem drupu af hverju strái. Höfðum við ekki tækifæri til þess að veita okkur hluti sem við annars hefðum ekki getað veitt okkur. Fórum við ekki í bankana og nýttum okkur þau tækifæri sem þar stóðu til boða í formi lána, betri vaxtakjara osfrv. Tókum við ekki þátt í ballinu, ég held að það séu annsi fáir sem ekki hafa á einhvern hátt notið góðu áranna. Við getum því ekki núna sett okkur á háan hest og ætlast til þess að aðrir taki ákvarðanirnar fyrir okkur. Við hljótum að taka ábyrgð á okkar þætti og þá tekið ábyrgð á því að koma hér þjóðfélaginu aftur í gang, það er skylda okkar.

Ef við látum aðra um að taka fyrir okkur ákvarðanirnar þá getum við ekki snúið okkur við eftir einhvern tíma og sagt "ég kaus ekki og ég ber því ekki ábyrgð, þetta var ekki mitt val". Við kjósum nefnilega þó við kjósum ekki því þá kjósum við að láta aðra kjósa fyrir okkur. Nýtum kosningaréttinn og tökum ábyrgð á okkur sjálfum.

Agnes Vala Bryndal (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er ábyrgðarleysi að halda að þú getir fengið öðru vísi útkomu með því að gera alltaf sama hlutinn eins. Fólk sem vill höggva í sömu knérum og fyrr, kýs yfir sig eitthvert flokksræðið, þeir sem vilja raunverulega breytingar hætt að taka þátt í þessu spili þar sem alltaf er vitlaust gefið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 09:13

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Góður punktur, raunverulega getum við ekki "sagt okkur frá" vandanum með að kjósa ekki. Hann leysist ekki með því. Með því að kjósa ekki, er verið að gera það sama og aðrir hafa verið sakaðir um, að gera ekki neitt!

Varðandi flokksræðræðið. Þá er eins og það sé bara til á einum stað ekki t.d. hjá Vg. Þar mun hins vegar vera undirliggjandi ónægja með ráðríki Steingríms J. innan Vg. Hún kemur upp á yfirborðið fyrr en síðar, samt örugglega ekki fyrr en eftir kosningar. Síðan er framkoma ISG fyrrv. form. Samfylkingarinnar t.d. gagnvart fyrrv. varaform. flokksins vel kunn. "Sæll. Þarf að ræða það?"

Jónas Egilsson, 22.4.2009 kl. 09:22

5 identicon

Svanur: Ad höggva í sama knérunn thýdir upphaflega ad vega mann af sömu aettinni. Mér finnst thetta ordfar ekki eiga vid hér:) En skil thó vid hvad thú átt.

Mín skodun er ad allir eigi ad maeta á kjörstad og greida atkvaedi, en ég sé ekkert thví til fyrirstödu ad skila audu. Thannig tekur madur afstödu - og thad er alls ekki thad sama og ad halda sig heima á kosningadaginn, thví slíkt getur eingöngu verid kaeruleysi. En thad á ad gera grein fyrir audum kjörsedlum og alls ekki ad telja thau atkvaedi ( já ég nota atkvaedi af ásettu rádi) med ógildum sedlum.

S.H. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:35

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þegar vandinn er "kerfið" sem þú býrð við leysir þú ekki vandann með því að taka þátt í því. Þeir sem "segja sig frá" kerfinu eru ekki að hlaupa í burtu, heldur sýna virkt andóf. Það er ekki eins og aðrar leiðir séu ekki til, þeim er bara ekki haldið á lofti vegna þess að þær gera ráð fyrir dauða flokksræðisins. Eina leiðin til að fá valdhafa til að hlusta á raddir fólksins, er að hlusta ekki á þá.

Læt þetta nægja hér um þennan gamla hippaáróður Jónas :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 09:36

7 Smámynd: Jónas Egilsson

Athyglisvert Svanur. Spurning er um markmiðið. Hver er tilgangurinn?

Þarf ekki að svara því fyrst, eða er það nóg að vera á móti til að vera á móti?

Jónas Egilsson, 22.4.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband