22.4.2009 | 08:20
Allur sannleikurinn
Það er ekki mjög gott þegar þróunin er sú að bilið milli hinna tekjuhæstu og t.d. lágmarkslauna er margfalt.
Mikilvægastu spurningunni er sleppt í þessari umræðu, hvort allir hópar hafi bætt kjör sín.
Ríkastir stórjuku sinn hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég má til með að "klippa og líma" athugasemd mína frá fyrra bloggi þínu. Til að vera sama heygarðshornð og þú.
Fréttin var ekki um hvort að kakan hafi stækkað, heldur hve fáar fjölskyldur skiptu á milli sín stórri sneið af þessari köku, og hvað þessi sneið hefur stækkað. Einmitt það skapar ójafnvægi, spennu og óréttlæti.
Ég er ekki viss um að kaup og kjör hafi "hækkað" á báðum endum. Mín skoðun er sú að uppgangurinn hafi verið "talaður upp" að miklu leiti síðustu ár af stjórnmálamönnum og bankamönnum sem lánuðu ótæpilega til að fjármagna neyslu fólks. Af því að það var svo mikið góðæri.
Fólk í "hefðbundnum" störfum; kennarar, hjúkrunarfræðingar, almennt skrifstofufólk, starfsfólk í verslunum og þjónustu, var ekkert að hafa það brjálæðislega gott, alveg ágætt en ekki meira en það. En þar sem gengi krónunnar var í algjöru bulli gagnvart t.d. dollara og ótæpilega mikið af lánsfé í boði, leit út fyrir að allir hefðu það svo gott. Og eyddu og eyddu.
En það má líka að sjálfsögðu taka meðaltalið á þetta: Laun mömmu, sem vann á Sólvangi, laun mín, tekjur Bjarna Ármannssonar og Björgólfs Guðmundssonar, sína, svo ekki verður um villst að - auðvitað hefur maður það gott.
Heiðar Birnir, 22.4.2009 kl. 08:32
Mikilvægasta atriðið í þessari frétt var að 1% þjóðarinnar hirðir yfir 20% af tekjum hennar!
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson, 22.4.2009 kl. 08:33
Sammála Gústaf hérna að ofan.
Mikilvægasta málið er ekki hvort aðrir hafi fengið aðeins meiri mylsnu þegar ríka 1% hefur hámað í sig kökuna heldur einmitt hvernig tekjuskiptingin er í raun og veru.
Þeir ríku verða ríkari!
Karma (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:50
Heiðar.
Þegar Milton Friedman kom til landsins voru tvær helstu vonarstjörnur vinstri manna fengnar til að ræða við hann í sjónvarpinu. Þetta var fyrir 1980.
Viðmælendurnir ætluðu að hrauna yfir Friedman í lokin með því að gagnrýna hann fyrir það að tekinn var aðgangseyrir að fyrirlestri hans í HÍ. Svör hans voru einfaldlega þau að ferð hans til landsins, uppihald, undirbúningur fyrirlestrarins o.fl. kostnaði allt sitt. Einhver yrði að borga. Spurningin sem hann skildi eftir hjá spyrjendum var, hver ætti að borga, þeir sem sætku fyrirlesturinn eða hinn almenni skattborgari. Fyrirspyrjendur voru: Ólafur Ragnar Grímsson og Stefán Ólafsson.
Nokkuð langsótt skýring. En niðurstaðan er sú að Stefán skildi ekki þá né virðist skilja í dag grundvallaratriði hagfræðinnar. Einnig eru hans sjónarmið meira pólitísk en fagleg.
Jónas Egilsson, 22.4.2009 kl. 08:51
Þú dæmir mann út frá einni fyrirspurn sem hann bar upp fyrir 30 árum. Já, það þykir mér frekar langsótt.
Heiðar Birnir, 22.4.2009 kl. 09:41
Þetta var svo afgerandi vitlaust hjá honum. Það fyndna var, að forsetinn núvernandi var alveg með í spurningunni og gagnýrninni.
Svo, eins og ég sagði, hefur honum lítið farið fram.
Jónas Egilsson, 22.4.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.