12.4.2009 | 00:05
Krafa um gegnsæi álitsgjafa RUV
Nú þegar kosningar nálgast er leitað í ríkari mæli en áður til sérfræðinga af ýmsu tagi. Fréttastofu RUV er gjarnt að leita upp í HÍ til sérfræðinga um fagleg prófessora og annarra um álit þeirra á stjórnmála umræðunni. Álitamál er hvort allir þeir stjórnmálafræðingar séu jafn faglegir og titlar þeirra gefa vísbendingu um.
Sporgöngumaður og guðfaðir margra stjórnmálafræðinga hér á landi heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Aldrei hefur hann beinlínis verið hlutlaus í sinni afstöðu. Það er viðurkennd staðreynd. Annar stjórnmálafræðingur þekktur fyrir sínar pólitísku skoðanir er Hannes H. Gissurarson, enda varla leitað til hans um pólitísk mál sem hlutlauss aðila.
Baldur Þórhallsson er nú kominn í framboð f. Samfylkinguna hefur oft sinnis komið fram sem faglegur álitsgjafi. Gunnar Helgi Kristinsson er annar stjórnmálafræðingur sem RUV t.d. leitar til, en hann er þekktur sem stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Gylfi Magnússon núverandi viðskiptaráðherra var varla svo faglegur HÍ prófessor, að hann varð ómissandi í ríkisstjórn til hans var mikið leitað t.d. í kjölfar bankakreppunnar. Þorvaldur Gyflason hefur verið ómissandi þegar þörf er á krassandi yfirlýsingum. Eins hefur verið hægt að treysta á rétt viðhorf dr. Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors!
Almenningur á heimtingu á hlutlausum álitsgjöfum - ekki áróðursmönnum. Slíkt væri í samræmi við kröfur sem gerðar eru um fagleg sjónarmið embættismanna og starfsmanna ríkisins. Til þess var beinlínis ætlast að Þjóðviljinn sálugi væri með áróður og gengi erinda Alþýðubandalagsins á sínum tíma og þar áður Kommúnistaflokk Íslands og styddi stefnu Stalíns þar á undan. En gera verður meiri kröfur til fréttastofu RUV!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.