30.3.2009 | 21:38
Á ekki að mótmæla þessu líka?
Nú þegar fyrrverandi austantjalds- og sósíalistaríki hópast í NATO og líta á bandalagið sem sína brjóstvörn fyrir sjálfstæði, frelsi og framtíðarvelmegun fara gamlir íslenskir sósíalistar í mótmælastöður vegna NATO (hér er átt við bæði gamla í árum og hugsun).
Athyglisverð þversögn þetta.
Króatía og Albanía á leið í Nató | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:59
Hvað segir það um heiminn þegar sjálfskipaðir „þjóðarleiðtogar“ ákveða að fara frekar í hernaðarbandalag en að hætta þessu rugli og fara frekar að semja ljóð?
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:10
Ég er á móti því að albanía fara í nato
Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2009 kl. 22:50
Benedikt og Rúnar.
Athyglisverður skortur á greiningu milli lýðræðisríkis og alræðisríkis. Annars vegar ríkis þar sem íbúar geta sagt það sem þeir vilja og næstum gert það sem þeir vilja jafnvel sparka í ráðherra og þeirra sem lengst af þráðu að tjá sig, fara til útlanda og gera annað sem við höfum gert í a.m.k. 60 ár - svo bara örlítill samanburður sé gerður.
Augljós þörf á betri sögu- og samfélagskennslu í skólakerfinu hér!
Jónas Egilsson, 30.3.2009 kl. 22:55
Það er minna af lýðræði í heiminum en þú heldur. Ef eitthvað mætti kalla þetta fjölmiðlaræði, þar sem fólk mótar sér skoðun út frá því sem sjónvarpið segir þeim. Eða það má kalla þetta auðræði. Því þegar allt kemur til alls þá ráða yfirlýst stjórnvöld engu, neinsstaðar. Þeir ríku ráða, bæði beint með mútum (fyrirgefðu það má ekki nota þetta orð); með því að kaupa sig inn í málefnin og með því að móta skoðun annarra sér í hag. The Network fer svolítið fínt í hvernig þetta virkar.
Þannig að greiningin á milli lýðræðis og alræðis er kannski ekki ýkja mikil. Mögulega er þetta bara spurningin hvað brúðurnar á yfirborðinu kjósa að láta kalla sig
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.