28.3.2009 | 20:37
NATO 60 ára
Sextíu ár verða liðin frá stofnun NATO 4. apríl nk. NATO sem var stofnað sem varnarbandalag lýðræðisríkja gegn útþenslu Sovétríkjanna sálugu hefur iðulegaverið nefnt stærsta friðarhreyfing heimsins og stendur vel undir því nafni.
Eftir að Kalda stríðinu lauk með sigri vestrænna ríkja og hugmyndafræði gömlu Sovétríkjanna leið undir lok hefur hlutverk NATO verið til skoðunar meðal aðildarþjóða þess. Nokkur fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna líta reyndar enn til NATO sem vörn gegn vaxandi veldi Rússa og sækjast aðild. Meðal nýrra verkefna NATO ríkja hefur m.a. verið að verjast útþenslu Talibana í Afganistan, þó ekki sé fullkomin sátt um það verkefni. Frakkar eru að ný að taka þátt í hernaðarsamstarfi NATO sem sýnir betur að bandalagið á erindi í samtímanum í baráttu gegn nýjum ógnunum.
Fróðlegt verður að sjá hverngi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra landsins leggur til að við Íslendingar minnumst árangurs NATÓ og hvert okkar hlutverk eigi að vera í bandalaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.