19.3.2009 | 12:29
Samfylkingin í tilvistarkreppu
Greinileg forystukreppa er kominn upp hjá Samfylkingunni. Brestir komu í innviði flokksins fljótlega eftir að gengið var til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn vorið 2007. Sá ráðahagur leysti aftur á móti vanda formannsins sem hafði tapað fylgi á landsvísu frá kosningum á undan. Þessir brestir komu enn betur í ljós þegar formaðurinn veiktist sl. haust og flokkurinn var undir álagi vegna efnahagsástandsins. Segja má að flokkurinn hafi ekki staðist álagsprófun.
Markmið Samfylkingarinnar, var eins og nafnið gefur til kynna, að sameina alla vinstri menn í einum flokki. Sú tilraun rann út í sandinn strax í upphafi, þegar ljóst varð að vinstri armur gamla Alþýðubandalagsins undir forystu Steingríms J. færi ekki með í sameininguna. Fordæmin voru sótt til R-listans í borginni og Röskvu í HÍ. Ingibjörg Sólrún reyndist öflugur forystumaður í Reykjavík og nú átti að endurtaka leikinn á landsvísu. Fyrir einhverja hluta sakir eiga vinstri menn á Íslandi auðveldar með að fjargviðrast við hvern annan, en andstæðingana. Sagan er yfirfull af tilraunum þeirra til að sameinast, sem jafnoft endar með klofningi. Sú virðist ætla að verða raunin enn einu sinni.
Nú er sundurlyndið innan Samfylkingarinnar orðið slíkt, að ekki finnst ærlegt formannsefni lengur, nema Jóhanna Sigurðardóttir. Henni var skv. almannarómi búið að hafna og átti að setja á varamannabekkinn á miðju körtímabilinu. Jóhanna þarf alls ekki vera mjög slæmur formannskostur. Hún er vel þekkt og hefur orð á sér fyrir ósérhlífni og heiðarleika. En spurningin er hvort hún sé sá leiðtogi sem flokkurinn sé að leita að til framtíðar. Skv. því sem heyrst hefur, að hún eigi bara að leiða flokkinn í komandi kosningum og tvö ár til viðbótar er það bara niðurlægjandi fyrir hana, að taka við leiðtogasætinu, svona til bráðabirgða. Húnn sé s.s. bara einnota formaður, bjargar því sem bjargað verður þar til framtíðarformaður kemur í leitirnar, e.k. varadekk.
Að Jóhönnu frátaldri er einfaldlega ekki ljóst hver getur orðið næsti formaður flokksins. Árni Páll hefur fengið Lúðvík Geirsson uppi á móti sér, sem nú ætlar að gerast varðmaður flokksins að aftan í Suðvesturkjördæmi, með því að taka baráttusætið eða halda bæjarstjórastólnum ella! M.ö.o. Lúðvík ætlar ekki að gerast vikapiltur á lista Árna Páls og hefur ekki farlið dult með óánægju sína með lýðræðislegar niðurstöður prófkjörsins. Dagur B. gerði þau reginmistök að bjóða sig ekki fram til þings og missti af formannslestinni, eftir að formaðurinn skipti um skoðun og hætti við formanns- og þingframboð í vor. Aðrir kandidatar virðast ekki vera í sigtinu.
Ef Samfylkingin ætlar að hafa formann í næstu kosningum, þá er engin annar sýnilegur, en Jóhanna. Spurningin er hversu lengi hún fær að vera formaður og hvort væntanlegt framboð hennar segi ekki meira um ástandið í flokknum en forystuhæfileika hennar?
Biðin eftir Jóhönnu á enda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu fá smá kafla um sundurlyndið í Sjálfstæðisflokknum. Við Jón M, nýi flokksfélagi þinn getum skrifað góðan kafla.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:46
Með öðrum orðum Gísli. Þú staðfestir þetta, ekki satt?
Jónas Egilsson, 19.3.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.