3.3.2009 | 15:50
Forseti til sölu og með afslætti!
Það hlýtur að teljast einsdæmi í veröldinni að þjóðhöfðingi nokkurs lands láti fyrirtæki splæsa á sig ferðum um allan heim, sbr. frétt í Fréttablaðinu í dag, þriðjudag. Þar kemur í ljós að foretinn hefur farið í níu ferðir í einkaþotum fyrirtækja vítt og breitt um heiminn og þá til að styðja við bakið á útrásinni, væntanlega.
Þetta ber vott um dómgreindarleysi þess sem hér um ræðir og þess einstaklings sem á að gæta ítrustu hagsmuna almennings í landinu að hann hefur í raun selt sig hagsmunum nokkurra fyrirtækja. Draga verður stórlega í efa hlutleysi viðkomandi undir þessum kringumstæðum. Voru einhverjar þessara ferða umbun fyrir það t.d. að hafa neitað að undirrita fjölmiðlalögin? Þessu þarf forsetinn að svara.
Í kjölfar þessarar umræðu og margfrægra yfirlýsinga forsetans í erlendum fjölmiðlum hefur stórlega dregið úr trausti þjóðarinnar til hans, sbr. nýlegar skoðanakannanir. Gerir illt verra þegar þetta vantraust endurspeglast erlendis á Íslandi almennt og íslenskum útflutningsvörum, en fréttir voru um að verslanir væru að taka íslenskar vörur úr sölu vegna ummæla forsetans nýlega.
Til að kóróna þetta verðfall forsetans, þá er bókin með ævisögu hans til sölu í bókaverslunum með 60% afslætti!
Forsetinn verður að axla ábyrgð, eins og aðrir í landinu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.