24.2.2009 | 09:41
Hálfur sannleikurinn
Sú upphæð sem varið var til sérfræðiráðgjafar að hálfu fyrrv. heilbrigðisráðherra er vissulega há, miðað við fjárhag almennings í landinu. Hins vegar verður að skoða til hvers þessir fjármunir fóru og í hvaða tilgangi. Eins þarf að ræða þessi mál í samhengi við umfang ráðuneytisins.
Meðferð fjölmiðla á svona málum getur verið gagnrýnisverð. Hlutirnir eru settir fram án skýringa og fyrrv. ráðherra ekki gefinn kostur á að gera grein fyrir sínu sjónarmiði. Hér er því í raun verið að skilja málið eftir hjá almenningi til að fella sinn dóm. Úr því að fyrrv. ráðherra setti þessa fjármuni í þessi verkefni hlýtur hann að geta gert grein fyrir þessu máli. Hann á að gera það. Almenningur á heimtingu á því.
Eins er sett spurningarmerki við ummæli núverandi heilbrigðsráðherra sem sett eru fram gagnrýnislaust í fjölmiðlum. Hans sjónarmið að í stað aðkeyptar þjónustu, eigi einfaldlega að fjölga starfsmönnum ráðuneytisins. Hann er í fyrsta lagi formaður BSRB (í leyfi) og hefur því hagsmuna að því að fjölga opinberum starfsmönnum. Ennfremur er það líka spurning hvort það geti ekki verið heppilegt að geta haft bæði ákveðinn sveiganleika með utanaðkomandi vinnuafli, sem ræðast að umfangi verkefna hverju sinni og síðan getur öllum verið hollt að fá utanaðkomandi sjónarmið á málin.
Þetta eru bara örfá umræðuefni sem hefði þurft að taka á í þessari umfjöllun. Hálfsagður sannleikur er oftast óhrekjandi lygi."
Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.