Atvinnuleysisstefna ríkisstjórnarinnar

Lítið bólar á þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn tók sé fyrir hendur þegar hún kom til valda. Ekkert bólar t.d. á aðgerðum til að draga úr atvinnuleysi, eða úrræðum fyrir þá sem þegar eru orðnir atvinnulausir.

Reyndar eru oddviti ríkisstjórnarinnar helst í fréttum fyrir það að vilja auka atvinnuleysið - þ.e. að losa sig við þrjá bankastjóra. Síðan hefur hinn oddviti stjórnarinnar helst verið í fjölmiðlum fyrir að vilja endurskoða atvinnuskapandi aðgerðir fyrri ríkistjórnar, með því að fella úr gildi heimid til hvalveiða.

Er forgangsatriði stjórnarinnar er að gera þrjá menn atvinnulausa, á meðan 13 þúsund manns bíða eftir aðgerðum? 

Skýtur þar skökku við, að velferðarstjórnin svonefnda, er upptekin við að auka atvinnuleysi, ekki minnka það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Það er aldeilis.  Ríkisstjórn Geirs Haarde var með allt niður um sig svo mánuðum skipti, aðgerðarleysi hennar var svo aumkunarvert að  skelfing var uppá að horfa.  Þó svo ég sé ekki fylgjandi þessari ríkisstjórn finnst mér allt í lagi að henni sé gefin örlítill tími til að koma sér af stað.  Hún er þó að gera eitthvað.

Heiðar Birnir, 8.2.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Átti þetta ekki að vera ríkisstjórn aðgerða?

Eru ráðherrar ekki að gleyma sér einhverjum aukaverkum? Engin marktæk frumvörp eru komin fram! Ekki einu sinni yfirlýsingar um aðgerðir? Jú, eitt. Atvinnutryggingasjóður verður ekki settur í stopp! En það er ekki fyrr en haust! Þetta kom fram í fréttaviðtali við forsætisráðherra í dag, 8. febr.

Hvað um hugmyndir til að leysa greiðsluvanda ríkissjóðs? Umframkeyrslan nemur öllum útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála!

Hvað um greiðsluvanda heimilanna?

Hvernig á að koma bönkunum af stað að nýju?

En hverjar eru aðgerðirnar úr því bara beðið var eftir Sjálfstæðisflokknum?

Það er ekki eins og Jóhanna sé að koma ný að borðinu, er það?

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband