Feilhugsun valdboðunarsinna

„Með illu skal illt út rekið“ segir gamalt íslenskt máltæki. Nú skal vanþekking fjarlægð úr Seðlabankanum með lögum. Framtíðar seðlabankastjórar skulu hafa meistaragráðu í hagfræði auk sjálfsagðrar reynslu í peningamálum, skv. nýframkomnu frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabankan! Með öðrum orðum reynslan við stjórnun landsins dugar ekki lengur ef viðkomandi er  t.d. verkfræði- eða lögfræðimenntaður.

Vandinn verður alltaf að finna hæfan einstakling, óháð menntun og reynslu. Það er mikil einföldun að halda því fram að hagfræðipróf frá háskóla sé trygging bestu ákvarðana í peninga- og vaxtamálum þjóðarinnar. Ekki er hægt að tryggja „góðar“ eða „réttar“ ákvarðanir með því að setja slíkt í lög.  

Þetta frumvarp lýsir að nokkuð vel ofurtrú manna að hægt sé að leysa öll mál með lögum um hitt eða þetta. Þetta er líka ákveðin leið til að firra sig ábyrgð. Nú er búið að setja hitt og þetta í lög og málið leysist þar með. Þessi hugsunarháttur er talverð einföldun á raunveruleikanum og í reynd mikil veruleikafirring - því miður.

Loks til upplýsinga, þá er fyrrv. forsætisráðherra bæði með BA og MA próf í hagfræði, auk langrar reynslu af peningamálum, sem fjármála- og forsætisráðherra. Hann ætti því að vera eftirsóttur í starfið skv. frumvarpinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undir þetta gæti ég tekið öðru jöfnu. Reynslan er traustasti vegvísirinn og það ætti að vera hafið yfir vafa. Nú hefur reynslan af Davíð Oddssyni sagt mér að þrátt fyrir afburða hæfileika hans í mörgum efnum og margþætta reynslu og langa í pólitík þá er hann óhæfur til mikilsverðra trúnaðarstarfa vegna þrályndis og persónulegra annmarka.

Starf Seðlabankastjóra krefst hlutlægrar ákvarðanatöku.

Árni Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Nú er alveg ljóst að núverandi Seðlabankastjórn nýtur ekki trausts, reyndar minnihluta ríkisstjórnar, en samt. Við þær aðstæður þarf lægra sett stjórnvald að víkja. Hins vegar þarf æðra stjórnvaldið að rökstyðja sitt mál nægilega vel, til að hefja niðurstöðu sína yfir persónuleg málefni. En það er annað mál.

Svarið er einfalt. Þetta er alltaf háð mati.

Eins og að ofan getur uppfyllir Geir Haarde öll skilyrði skv. frumvarpinu. Hvort hann vill þetta starf , efast ég stórlega. Ennfremur, þótt hann myndi sækja um, er mér til efs að hann fengi það. En það yrði að rökstyðja það svar, af hverju hann fengi það ekki og það vandlega!

Jónas Egilsson, 5.2.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 34431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband