26.1.2009 | 19:04
Völdin tekin af form. Samfylkingarinnar?
Ef marka má fréttir í dag og undanfarna daga, má leiða að því nokkuð sterkar líkur að búið sé að taka völdin af Ingibjörgu Sólrúnu formanni Samfylkingarinnar. Hún neitar því staðfastlega að rætt hafi verið myndum minnihlutastjórnar VG og Samfylkingarinnar.
Steingrímur neitar því að formlegar viðræður hafi átt sér stað, en ekki óformlegum viðræðum.
Framsókn hefur lýst yfir skilyrðislausum stuðningi, að því að virðist, við áðurnefna minnihlutastjórn. Slíkt er því sem næst fordæmalaust að nokkur flokkur hafi gefið út óútfyllta ávísun til annarra flokka um stuðning, nema eitthvað annað hangi á spítunni.
Útspil hennar um Jóhönnu Sig. sem forsætisráðherraefni er annað hvort viðurkenning á orðnum hlut, eða tilraun til að mynda geil í hóp uppreisnarafla Samfylkingarinnar. Í leiðinni þetta notað sem ástæða til raunverulegra stjórnarslita.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsóknarmaður (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:40
Hversu ítarleg eru þessi skilyrði?
Eitt alveg ákv., en það eru kosningar eigi síðar en 25. apríl.
Annað, svolítið opið, það er stjórnlagaþing komi saman. Hvernig það verði skipað, hverju á að breyta í stjórnarskrá, er stór spurning.
Önnur mál?
Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.