Ísland verður fátækara

Eitt af megin einkennum íslensks samfélags er að hverfa, það er öryggið og friður. Hingað til hefur eitt af megin einkennum íslensks samfélags verið óvopnuð lögregla og að hér höfum við getað ferðast um tiltölulega áhyggjulaus gagnvart ofbeldi og ólátum. Öryggiseftirlit hefur varla  þekkst nema á Keflavíkurflugvelli.

Ofbeldi af þessu tagi er kallar á hert eftirlit og öryggi og við Íslendingar færust óðar nær hinu neikvæða í stórborgarsamfélaginu, þ.e. ofbeldi og óöryggi. Skilgetið afkvæmi þess er vantraust gagnvart náunangum og mun neikvæðara samfélag.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Alveg sammála þér í þessari færslu.

Það sem er sorglegast við þetta er að vantraustið og neikvæðnin koma ofan frá, þeas. frá stjórnvöldum.

Þaðan koma lygar, hroki, fyrirlitning og tillitsleysi.  Stjórnvöld þurfa að sýna gott fordæmi og breyta sér.

Lúðvík Júlíusson, 31.12.2008 kl. 16:22

2 identicon

Og hver er ástæðan fyrir því?

 Getur hugsast að yfirvöld hafi gert nægjanleg mistök til að hinum annars sallrólegu Íslendingum þyki nóg komið? Sérstaklega eftir að ráðamenn kalla friðsamleg mótmæli aðför að lýðræði. Því miður er þetta búið að vera að gerjast lengi undir handleiðslu stjórnarliða sem eiga því miður ekki mikla samleið með lýðnum lengur.

Ofbeldi gegn tæknimönnum er ekki við hæfi, en þetta var bara tímaspurning, og nema að stjórnvöld taki ábyrgð og sýni þor í viðbrögðum við efnahags og félagsaðstæðum þá mun þetta magnast.

Sennilega verður bara brugðist við með því að sýna meiri hörku gegn mórmelendum en sömu linkind áfram gagnvart gjörspilltum fjármála og stjórnsýsluheimi okkar. Við sjáum það nú að ónefndur vestmanneyingur er ennþá í stjórnunarstöðu, sem er óneitanlega einkenni sjúkdóms í kerfinu.

ari (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Valdstjórn sem niðurlægir umbjóðendur sína með því að stjórna í afneitun og hroka mun að lokum hitta sjálfa sig fyrir. Sagan kennir okkur það.

Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Jæja, alla vega verða kosningar og þá getum við valið um framboð og boðið okkur fram sjálf ef ekki vill betur.

Jónas Egilsson, 31.12.2008 kl. 16:44

5 identicon

Þú er hryggur yfir því að þjóðfélagið sé að breytast í ofbeldisfyllra þjóðfélag Jónas minn en ég er eiginlega alveg rasandi hissa á því hversu ótrúlega rólegir Íslendingar eru. Miðað við það sem á undan er gengið er bara hreint kraftaverk að allt logi ekki í hættulegum óeyrðum hér upp á hvern dag. Mér er alveg stórlega til efs um að nokkurt annað ríki í heiminum gæti gengið í gegnum efnahagshrun eins og við höfum upplifað hér á síðustu mánuðum og allt verið nokkurn veginn með frið og spekt. Í Danmörku hækkaði brauð 3% umfram verðbólgu og fólk var að berjast úti á götu vegna þess. Hvað með 60-70% hækkun  á vöruverði og lækkun launa hvað mundi gerast í Dannmörku þá???

 Það er hreint kraftaverk að það  skuli ekki löngu vera allt komið í bál og brand hér á landi. Án þess að ég ætli að vera með einhverjar dómsdagsspár þá búast margir við slæmum málum hér á næsta ári(þá meina ég verulega slæmum). Ég ætla að halda í þá von að íslendingar hafi það mikla yfirvegun til að skilja að það leysir engin vandamál. Ég get samt alls ekki sett mig í spor fólks sem er að missa eignir sínar og er án vinnu. Ég held að það sé ekki hægt. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að boða til kosninga núna í vor(ekki tafarlaust) því þó hún hafi ekki verið beint valdandi þessu hruni þá brugðust allar eftirlitsstofnanir  og löggjafavaldið svaf á verðinum. Svo má líka segja að þeir hafi staðið vaktina þegar þetta gerðist og verða að taka á sig einhverja ábyrgð.

Mér finnst það bera vott um dæmalausan embættishroka hjá ráðamönnum að vilja ekki gangast við neinni ábyrgð á því sem hefur gerst hér á landi. Svo maður tali nú ekki um hrokan í bankasjórunum sem segjast enga ábyrgð eiga á þessu öllu. Þeir réttlættu há laun og kauprétti með því að þeir bæru mikla ábyrgð og ættu að fá borgað í samræmi við það. Hvað gerist svo þegar allt fer í bál og brand þá hlaupast þeir allir undan ábyrð. Það merkilega er að það hefur nánast engin viðurkennt neina ábyrð í þessu máli!!!!!  Það er alveg ótrúlegt og er ég farin að halda að þetta mál verði bara þaggað niður og menn bara líti fram á veginn og verði þá hvorki að persónugera málin né dvelja í fortíðinni. HVERNIG EIGUM VIÐ ÞÁ AÐ LÆRA Á ÖLLU ÞESSU??? Eigum við þá kannski ekkert að læra á þessu nema það að það sé hættulegt að safna peningum í  banka(spara) heldur eigi maður að eyða þeim jafnóðum og þeir koma. Það er það sem mínir krakkar hafa lært af þessu bankahruni. Nýárskveðjur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er eitt að hafa skoðun og tjá hana á fundum, mótmælastöðu eða með skrifum eða öðrum hætti sem almennt tjáningarfrelsi rúmar.

Annað er ofbeldi, eins og að brjóta grundvallar mannréttindi annarra. Ef slíkt er réttlætt á einhvern hátt, verður að spyrja hvar á að draga mörkin. Eggjakast, háreisti á fundum, stöðvun umferðarar, grótkast eða skemmdarverk á eignum annarra. Ennfremur verður að spyrja hvað ávinnst með slíkum aðgerðum. Friðsöm og fjölmenn mótmæli hafa áhrif á valdhafa. Öfgakennd læti fámennra hópa hafa iðulega gagnstæð áhrif. Hinn svokallaði meirihluti er almennt ekki hrifin af látum, þó svo að þeim blöskri framferði valdhafa.

Þorvaldur. Hver á að segja af sér, hvar á að draga mörkin, hver á að ákveða hverjir komi í staðinn? Ef A, þá B og C o.s.frv. Það þarf að reikna dæmið til enda. Steingrímur J. er eins og biluð klukka, sem er rétt tvisvar á sólarhring. Hinar 1438 mínútur sólarhringsins er sú klukka röng. Mótmælendur á Austurvelli? Sumt þarna er ekkert annað er skrílslæti og á ekkert skylt við andstöðu vegna efnahagsástandsins, sbr. læti nokkurra unglinga við Olís við Rauðavatn sl. vor. Byltingar og annað þaðan afa verra hefur aldrei leyst nokkurn vanda. Þvert á móti hafa þær skapað meiri vanda og örbirgð fyrir almenning.

Síðan í lokin Þorvaldur, skal ég prívat rekja fyrir þér áhrif þess að missa tekjur og mögulega eignir vegna efnahagsástandsins.

Jónas Egilsson, 1.1.2009 kl. 14:26

7 identicon

Jónas minn við erum alveg sammála um að ofbeldi sé alltaf slæmt og skilar engum raunhæfum árangri. Ég skal segja þér mína skoðun á því hver á að segja af sér og hvar á að draga mörkin. Ríkisstjórnin ætti að segja af sér eftir svona 1-2 mánuði ekki vegna þess að þeir þau séu duglaus þar heldur vegna þess að í svona stóráfalli eins og hefur dunið yfir þjóðina er alveg sjálfsagt að gefa kjósendum færi á að segja skoðun sína. Ég er alls ekkert viss um að flokksmynstrið mundi breytast mikið en það mundi skapast ákveðinn friður í þjóðfélaginu sem hægt væri að nota til nausynlegrar uppbyggingar. Stjórn Seðlabankans ætti öll að víkja og svo einnig Fjármálaeftirlitið í heild sinni þeir eru löngu búnir að sýna það og sanna að þeir eru algerlega gagnlausir.  Ég væri ánægður ef pólitískum stöðuveitinum yrði algerlega haldið í lágmarki. Eins og til dæmis maður heyrir að Árni Matt hafi sett vini og kunningja í skilanefndir bankana. Við þurfum að einbeita okkur að því að skipa hæfustu einstaklingana í mikilvæg sæti og ráð þannig að landinu verði stjórnað af röggfestu í stað sofandaháttar eins og greinilega hefur komið í ljós. Sjáðu hvað Barak Obama er að gera hann fer þvert á flokkslínurnar og velur Gates(sennilega hæfasta einstaklinginn) til að halda áfram starfi varnarmálaráðherra Bandaríkjana. Þarna sýnir hann kænsku og vit sem margir gætu lært mikið af.

Mín persónulega skoðun í bankahruninu er að við höfum tekið allt of vægt á þessu og farið allt of hægt í þessu máli. Þarna skiptir bankaleynd bara engu máli því þjóðarhagsmunir eru í veði. Það hefði átt að ganga hart fram og vinna mikið betur í þessu máli. Því miður hefur það sannast mjög vel að Geir Harde er því miður engin leiðtogi þó hann sér mjög sennilega bæði duglegur og klár. Hann þarf að geta tekið skjótar og öruggar ákvarðanir sem hann hefur alveg klikkað á. Unglingarnir í dag taka þannig til orðs ef þeir eru að fara að slæpast eða gera ekkert. Áður var það kallað að "chilla" nú tala þeir um að "harda".  Krakkarnir eru næmir á þetta.

Mér sýnist að lítil sem engin breyting verði á stjórnum bankana. Þeir hafa algerlega glatað öllu trausti almennings. Móðir mín á nokkurn pening inni á bankabók sem hún hefur önglað saman á allri sinni löngu æfi. Það var þráfaldlega hringt í hana frá hennar banka utan vinutíma (mlli 18 og 19 að kvöldi) og hún beðin að setja þetta inn á Peningamarkaðssjóð eða annað í þeim dúr. Á endanum blöskraði henni svo að hún öskraði í símann að þetta væri hennar peningur og hún gæti ráðstafað honum að vild. Hún bað viðkokmandi að hætta að hringja í sig. Ef þetta er ekki lögbrot þá veit ég ekki hvað lögbrot er. Ég sé ekki að neinn þurfi að svara fyrir þessi mál og menn bara komist upp með "morð".

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:58

8 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll Þorvaldur.

Það er fátt sem réttlætir þessa framkomu bankana og þú lýstir í aths. þinni. Ég þekki annað dæmi og sýnu verra. Satt best að segja jaðrar þessi framkoma við að vera ólögleg, að mínu mati og á að skoða út frá því hvort ekki sé bótaskylt að hálfu bankanna. Það tilfelli sem ég er vísa til, var þegar góður vinur minn kom viku fyrir hrunið og spurði hvort hann ætti ekki að selja eitthvað af bréfum sínum og borga húsnæðislán sem hann var og er með hjá bankanum til að jafna stöðuna. Honun var ráðlagt að "eiga" skuldirnar áfram, þar sem bréfin hans gæfu svo góðan arð! Viku síðar voru bréfin verðlaus og skuldin aukist, vegna vísitöluhruns! Reyndar borgaði hann hluta skuldarinnar með sölu á hluta bréfanna, en þjónustufulltrúinn lagðist gegn því.

Okay. Ríkisstjórnin segi af sér, síðan hvað? Hverjir eiga að taka við? Kosningar? Ég bara minni á óstjórnina sem fylgdi hinni pólitísku upplausn sem varð í kjölfar stjórnarskiptana 1978, nærri 14 ára óstjórn, óstöðugleiki og bullandi verðbólga. Þá töpuðu allir. Þótt ástandið sé slæmt núna, getur það versnað mikið fyrir tilstilli vanvitra stjórnmálamanna.

Jú, embættismenn. Við getum bent á þennan og hinn. Davíð er vinsælt skotmark. Nokkrir aðrir hafa verið tilnefndir, en engin skýr mörk hafa verið dregin við það hvar á hætta. Þú hefur eina skoðun og efalaust vilja margir ganga lengra. Um leið og farið er að þínum óskum koma aðrir sem vilja ganga lengra. Um leið og þeirra óskum er framfylgt, koma enn aðir og vilja meira. Að endum verða allir óánægðir. Við höfum dæmi um óvinsæla leiðtoga sem allir vildu í burtu, en það var enginn til að ákveða hvar átti að hætta, svo atburðarásin sjálf tók völdin, þ.e. hver og einn ákvað með sjálfum sér hver átti að fara. Í tilfelli blóðugra byltinga er þetta að sjálfsögðu enn verra.

Reyndar stefnir allt í kosningar í vor eða haust. Svo þú færð að velja. En hvað þú færð veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá! Komist Steingrímur J og Solla til valda, er fyrst tilefni til að hafa áhyggjur og skoða möguleika á að flytja úr landi - fyrir fullt og fast!

Jónas Egilsson, 1.1.2009 kl. 20:38

9 identicon

Ég sé að þú notar Steingrím nágranna minn sem grýlu. Það er enginn sem segir að hann komist til valda þó gengið væri til kostninga fljótlega. Ég er búinn að spá því að kosningar verða fyrir 1. júní í ár. Sá flokkur sem mun segja sig frá stjórnarsamstarfinu og gengst til ábyrgðar við hruninu mun alveg örugglega fá talsvert af atkvæðum fyrir vikið.  Þú segir að á endanum verða allir óánægðir ef þetta og þetta yrði gert. Ég vil bara benda þér á að það eru nánast allir óánægðir í dag með stöðuna. Ég er að vona (en sennilega er það bara útópía) að þessi atburður verði til þess að ný hugsun verði hjá framkvæmdarvaldinu og embættismannakerfinu þannig að það verði sameiginlegt átak um að gera hlutina á nýrri og skilvirkari hátt. Í dag er það þannig að það er sama hvaða flokkur kemst að, hann (og fólk hans ) muni nota tækifærið til að skara eld að eigin köku. Þetta hefur alltaf verið svona og mun því miður verða svona áfram. Ég hef ekki minnst á Davíð í okkar pistlum einfaldlega vegna þess að allt of margir hafa verið að tyggja á því. Þú minnist á árin eftir 1978 þar sem var óstjórn og óstöðugleiki með bullandi verðbólgu. Er það ekki akkúrat staðan í dag??? Sennilega svarar þú því að núverandi stjórn eigi nú ekki alla sökina í því máli. Kannski eitthvað rétt í því. Hvað með stjórninar eftir 1978 áttu þær alla sök á því máli þá. Ég vil minn á olíukreppuna og afnám fastra vaxta. Það er endalaust hægt að reyna að finna sökudólga. Í dag höfum við hvorki efni á því né tíma. Við verðum að vinna öll saman tafarlaust við að byggja upp okkar þjóðfélag úr þeim rústum sem það er komið í.  Þegar ég tala um öll þá er ég að meina án tillits til flokka og hagsmunatengsla.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband