Sjálfstæðisflokkurinn slíti samstarfinu

Framkoma Samfylkingarinnar er þannig að hún er hreinlega ekki tæk sem stjórnarflokkur. Hér er bæði átt við flokksfélög og þingmenn.

Samfylkingin vill út úr stjórnarsamstarfinu og það ætti hreinlega að bjóða henni að fara á þann bás sem hún vill vera á - í stjórnarandstöðu.


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Orð að sönnu.Samfylkingin kann ekkert annað en að vera í stjórnarandstöðu.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.11.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Farsælt samstarf byggist upp á góðri liðsheild sem vinnur saman og kemur sameinuð fram. Vissulega er hægt að hafa mismunandi skoðanir og tjá þær innanbúðar og vinna að lausn mála þeim megin frá. Meldingar af þessu tagi eru bara til sýningar, fyrir fjölmiðla og hefur ekkert með árangur að gera.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Þessi umræða bendir til þess að annað hvort hafa þessir tilteknu einstaklingar ekki áhuga á umræðu innanhúss um þessi mál, eða eru farnir að hugsa um kosningar. Ekki nema um hvoru tveggja sé og það sé verið að undirbúa jarðveginn fyrir stjórnarslitum.

Þessi umræða hefur ekkert með hreinskipta umræðu að gera. Hún er komin langt umfram það.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Ólafur Als

Óskaplegt vinsældaspjall er þetta hjá þér Hafþór. Skilgreining þín á farsælu samstarfi byggir á sögufölsun og jafnvel lýgi um Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni. Jónas er hér að reifa eðlilegan og sjálfsagðan hlut, sem allir stjórnmálaflokkar taka jafnan undir - þ.e. að gott er að klára deilumál innanbúðar. Tekið hefur verið eftir því hve Samfylkingin er gjörn að sitja beggja vegna borðsins, í stjórn og stjórnarandstöðu. Hvað má segja um það? Eru það góð skilaboð inn í framtíðina? Eða telja menn að ekki eigi að útkljá mál á stjórnarheimilinu áður en þeir eru útkljáðir í fjölmiðlum?

Ólafur Als, 20.11.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Hafþór.

Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá þau sólarmerki sem sem send eru á upp. Spurningin er hvort þessi órói sé eiginlega sé liður í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar - þ.e. ákveðin öfl vilja nýja forystu þar og það að fella ríkisstjórnina sé fyrsta skrefið í þeirri baráttu.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 13:10

6 identicon

Mér finnst alltaf gott þegar stjórnmálamenn viðra skoðanir sýnar. Það hefur einkennt sjálftökuflokkinn að enginn mótmælir hinum mikla leiðtoga sem stígur fram í fjölmiðla eistaka sinnum og greinir frá vilja sínum. Flokkurinn virkar eins og hópur af kindum sem fylgja smalanum sínum, jafnvel fram í dauðann eins og nú er komið. Það væri mjög kærkomið að fá kosningar sem fyrst en það kæmi sjálfstæðisflokknum mjög illa. Ef að stjónarslit yrðu að veruleika tel ég líklegra að sjallarnir fari aftur í bólið með stóriðjubændaflokknum með álgerði í fararbroddi. Sjálftökuflokkurinn hefði þá nauman meirihluta og með sundraða og viljalausa framsókn ættu þeir að geta potað fram hagsmunum sínum...

Kosningar kæmu sér hinsvegar vel fyrir vinstri flokkana en hver mínúta sem samfylkingin lætur viðgangast veru Davíðs í fílabeinsbankanum dregur frá henni fylgi yfir til grænu anarkistanna (sem losa sig vonandi við Steingrím sem fyrst)...

Gunnar (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Skaz

Það er bara ekki þessi dæmalausa húsbóndatryggð og flokkstrú í Samfylkingunni eins og í Sjálfstæðisflokknum. Og það er hressandi að sjá að þingmenn eru óhræddir við það að vekja athygli á því sem er að misfarast.

Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf með "fullkomið" útlit út á við þó svo að allt kraumi inn í honum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þorðu aldrei að tjá sig eftir sannfæringu sinni ef hún var á skjön við flokkstrúnna á meðan Davíð var og hét. Þeir lifðu í ótta við einhverskonar hefndaraðgerðir af hálfu flokksforystunnar s.s. að komast ekki á lista í næstu kosningum eða nefnd o.s.frv. 

Það er tilbreyting að þessum ógnartíma virðist vera að ljúka og að Alþingi getur farið að vera eftilitsaðili gagnvart framkvæmdarvaldinu.

Skaz, 20.11.2008 kl. 15:03

8 Smámynd: Jónas Egilsson

Það sem er að ganga Framsóknarflokkum dauðum er þessi svokallaða grasrótarumræða. Hún er svo "opin" og "hreinskilin" að í klofning stefnir. Þessi umræða heitir á mannamáli "bullandi óánægja" og er ekkert annað. Það var þessi sama "grasrótarumræða" sem gekk að gamla Alþýðubandalaginu dauðu, þó hún hafi verið fyrir tíma bloggsins.

En ég held nú samt að fólk fái að tjá sig í Sjálfstæðisflokknum, hvort sem er um vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar, kvótamál, niðurgreiðslur í landbúnaði eða annað. Hins er það annað mál hvort menn æði í fjölmiðla og tjái sig um óánægju sína eða skoðanir. Slík umræða ber vott um ákveðið vonleysi eða einhvern annan tilgang.

Sú hugmynd sem sett var upphaflega fram er að Samfylkingin vilji annað hvort út úr stjórninni og sé með þessum umræðum að undirbúa jarðveginn fyrir stjórnarslitum. Hinn möguleikinn er að þessi umræða sé hluti af valdabaráttu innan flokkins sjálfs. Það er alkunna að stór hluti Samfylkingarinnar vildi aldrei þessa ríkisstjórn og er að fara á taugum yfir velgengni Vinstri Græna í skoðanakönnunum. Síðan er ákveðinn hópur sem vill nýja forystu innan Samfylkingarinnar. Þannig að flokurinn er e.t.v. bara samfylking að nafninu til.

Í öllu falli eru umrædd upphlaup í þinginu og í fjölmiðlum ekki til að styrkja ríkisstjórnina og stjórnmálamenn almennt í augum kjósenda. Þegar sú mynd er dregin upp að þarna sé bullandi óánægja, ekki hægt að leysa málin í sátt og samlyndi.

Jónas Egilsson, 20.11.2008 kl. 15:29

9 Smámynd: Ólafur Als

Maður skyldi ætla að Hafþór og Gunnar skyldu kætast yfir slæmu gengi Sjálfstæðisflokksins þessa dagana - og víst er að hann verður vart við völd eftir næstu kosningar, hvenær sem þær annars verða. Mín ósk, sem Sjálfstæðismanns er alltjent að þeir hvíli sig. Eftir sem áður hræðist ég hugmyndafræði VG í samstarfi við Samfó en hvernig þessir tveir flokkar eiga að starfa saman get ég ekki skilið - alla vega ekki á þessu stigi.

Hin síendurtekna lýgi um fylgispekt Sjálfstæðismanna við foringja sína byggir á gamalli öfund kratanna, sem ekki hafa haft röggsama foringja á borð við ýmsa forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Þessi öfund hefur tekið á sig ýmsar myndir - m.a. þær að innan Samfylkingarinnar var á sínum tíma starfandi hópur manna sem hafði það hlutverk að takast á við Davíð. Þar gátu kratarnir sótt í smiðju gamalla sósíalista, sem kunnu sitt fag frá fyrri tíð en varðaði mannorðsvíg og annað skemmtilegt lært frá tíma Komintern.

Ólafur Als, 20.11.2008 kl. 19:29

10 Smámynd: Jónas Egilsson

Gott ef menn hafa skoðanir. Hins vegar hefði ég talið skemmtilegra að sigra vegna eigin verðleika, ekki ógöngum annarra.

Samfylkingin er orðin stjórnlaus. "Grasrótin" er farin að heimta kosningar. Kjarklitlir ráðherrar og þingmenn eru farnir að taka undir þessar kröfur. Sjálfstæðisflokkurinn á að fara setja þessum mönnum skilyrði, um að vinna að sameginlegri stefnu að heilindum, eða hætta. Svo einfalt er það.

Jónas Egilsson, 21.11.2008 kl. 10:36

11 Smámynd: Jónas Egilsson

Formaður Samfylkingarinnar hefur tekið af skarið, sett ofaní við ráðherra sína og sagt að enduruppbyggingin haldi áhram undir forystu núverandi ríkisstjórnar.

Að öðrum kosti hefði hún, þ.e. Samfylkingin, dæmt sjálfa sig út í horn, sem óstjórntæka og marklaust stjórnmálaafl. VG væri þá skásti kosturinn, þar sem framsókn og frjálslyndir eru í molum.

Jónas Egilsson, 21.11.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband