1.11.2008 | 11:04
Ekki líklegt en ...
Rökfræðilega eru 50% líkur á sigri McCains og reyndar sömu líkur á ósigri, en það eru hans bestu vonir.
Hin svokölluðu öruggu ríki Obama gefa honum 196 kjörmenn, er það eru ríki þar sem fylgi hans er það mikið umfram McCains að það er ólíklegt að það breytist. Sambærileg tala fyrir McCain er 137. Hið minnsta þarf 270 kjörmenn þarf til að ná kosningu.
Hins vegar eru ríki með 95 kjörmenn til viðbótar mjög líkleg til að kjósa Obama, en aðeins 26 McCain. Bara þar hefur hann tryggt sér kosningu. Til viðbótar eru það ríki eins og Pensylvania, Virginia, Cororado, New Mexico og Nevada, sem Obama hefur sigur vísan skv. könnunum. Enn þar til viðbótar eru ríki eins og Florida, Norður Carolína, Ohio og jafnvel Indiana þar sem Obama hefur forskot skv. könnunum. Þá hefur kjósendum sem eiga eftir að gera upp hug sinn fækkað verulega og eru ekki nema um 4-6% kjósenda í "óvissuríkjunum."
Með öðrum orðum, það þarf verulegt ímyndunarafl og ófyrirsjáanlega stórviðburðii til að breyta þessari mynd.
Einn óvissuþáttur hefur verið ræddur en jafnvel tekinn með könnunum, sem nefnist "Bradley-áhrif" kennd við Tom Bradley fyrrverandi borgarstjóra Los Angeles sem bauð sig tvívegis fram til ríkisstjóra Kaliforníu á 9. áratug síðustu aldar, en beið naumlega ósgur í bæði skiptin. Þessi úrslit komu á óvart þar sem hann hafði 2-4% forskot í könnunum skömmu fyrir kjördag. Skýringin sem nefnd var að þrátt fyrir að almenningu væri opinberlega tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við Bradley sem var blökkumaður, þá hafi þegar á hólminn var komið, hafi margir ekki verið tilbúir til að kjósa blökkumann. Talið er að þetta hafi verið um 3-5% kjósenda. Á þessum rúmum tveimur áratugum sem liðnir eru frá framboði Bradleys, hefur margt breyst í Bandaríkjunum og því líklegt að Brandley-áhrifin hafi minnkað verulega.
Það vekur hins vegar athygli, að þrátt fyrir að Republikanir hafi verið við völd sl. 8 ár í Hvíta húsinu, þeim sé almennt kennt um efnahagsaðstæður og stríðið í Íraq og Afganistan séu óvinsæl, þá sé munurinn ekki meir en raun ber vitni.
John McCain á enn möguleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt og þess heldur er þessi frétt Moggans byggð á mikilli bjartsýni.
Jónas Egilsson, 1.11.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.