Eru Bandaríkin tilbúin fyrir Obama?

Eftir því sem nær dregur úrslitum í forkosningum Demókrata í Bandaríkjunum eykst sú óvissa hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir að kjósa sér forseta af afrískum uppruna. Bæði Clinton og Obama þykja spennandi frambjóðendur og fjölmargir kjósendur eru svo sannarlega tibúnir að gefa þeim tækifæri.

Ef hægt hefur verið að alhæfa, þá hefur Clinto sótt sitt fylgi til miðaldra kvenna og lægri launaðra þjóðfélagshópa ("bjórdrykkjumanna") en Obama hefur aftur á móti sótt sitt fylgi til betur menntaðra og launaðra (til þeirra sem drekka vín) auk kjósenda af afrískum uppruna. Annað sem hefur einkennt kjósendahópa þessara frambjóðenda er að Obama fær hlutfallslega meira fylgi í borgun og þéttbýli, en Clinton hins vegar í dreifbýli - almennt séð. Eins er athyglisvert að Clinton hefur sigrað mörgum ríkjum sunnan svokallaðaðrar "Mason-Dixon" sem upphaflega skipti Bandaríkjunum í Norður- Suður. Undantekningar eru að sjálfsögðu ríkin þar sem kjósendur af afrískum uppruna eru mjög fjölmennir. Þessar "línur" milli Obama og Clinton benda til þess að vissulega gengur þeim misvel að höfða til einstakra "ráðandi" minnihlutahópa (kvenna, kjósenda af afrískum, Suður-Amerískum uppruna, asískum o.sfrv.). Þegar kemur að kosningunum sjálfum hins vegar er spurning hvert t.d. "hvítir karlmenn" leita.

Enn annað atriði er að Clinton hefur borið sigur úr bítum í fjölmennustu ríkjunum, t.d. Kaliforníu, Texas og New York. Þannig að ef þær reglur giltu enn sem voru að sigurvegarinn í hverju ríki fyrir sig, tæki alla kjörmenn eða fulltrúa, þá væri hún svo gott sem búin að sigra forkosningarnar, með um 2.000 fulltrúa en hann aðeins um 1.200.

Í öllu máli skiptir fyrir Demókrata að sigra í forsetakosningunum í nóvember. Kosningarnar verða mjög áhugaverðar, því annars vegar verður "hefðbundinn" og hófsamur Republikani í framboði, þ.e. hvítur karlmaður og hins vegar eitthvað alveg nýtt. Hvort þeirra Clintons eða Obama sem verður síðan í framboði fyrir Demókrata, þurfa þau að ná trausti "hvítra karlmanna" sem eru að verða fjölmennasti minnihlutahópurinn í Bandaríkjunum, eins og þeir eru þegar í Kaliforníu - líklega kemur til með að ráða úrslitum í kosningunum í nóvember.

Úrslit forkosninganna í gær, þriðjudaginn 3. mars, benda til þess að Bandaríkjamenn séu enn hugsi og séu í raun ekki alveg tilbúnir að samþykkja Obama og heldur ekki Clinton. Í þeirri óvissu felast tækifæri McCain!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband